29.1.2008 | 15:58
Fáráðlingur kveður sér hljóðs
Hannes Hólmsteinn Gissurason prófessor tjáir sig á blogginu í dag 29.01.2008 um álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðana í grein sem hann nefnir "Kerfið er sanngjarnt"
Eins og gefur að skilja heimilar hann engar athugasemdir við greinina enda er maðurinn ekki þektur fyrir að virða skoðanir annara og lítur á sjálfan sig sem guð almáttugan og yfir alla hafinn.
Tilvitnun í upphaf greinarinnar:
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf er enginn dómstóll, heldur getur óánægt fólk í aðildarríkjum samtakanna sent henni erindi til umsagnar. Úrskurðir nefndarinnar eru ekki bindandi og hafa ekki lagagildi. Nýleg umsögn meiri hluta nefndarinnar um íslenska kvótakerfið sýnir, að hann hefur því miður ekki kynnt sér málið nógu vel.
Tilvitnun lýkur:
Ég spyr ! Er nema von að illa sé komið fyrir Sjálfstæðisflokknum, kvótakerfinu og fiskistofnunum með slíkan öfug-ugga og hræsnara innanborðs ?
Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Henry og þeirra hugmyndafræði er einnig líkt og í þriðja ríki Adolfs og félaga.
"Ef þú ert á móti mér þá ertu óvinur minn og verður fótum troðinn"
Níels A. Ársælsson., 29.1.2008 kl. 16:50
Mér fannst gott að fá þessa athugasemd frá H.H.
Nú veit ég það sem ég ekki áður vissi, að Mannréttindanefnd S.þ. er bara svona apparat sem óánægt fólk aðildarríkjanna hefur samband við. Svona eitthvað líkt og Útvarp Saga sem þau hringja daglega í Sigurður Hólm og Sigrún Ármanns Reynisdóttir og auðvitað fleiri.
Það er gott að vita þetta því það er auðvitað miklu ódýrara að hringja í Útvarp Sögu og leita ráða hjá Arnþrúði eða Sigurði G. Tómassyni.
Nú verður H.H. að bregða við og segja þeim hjá nefndinni að það fólk sem býr á landsbyggðinni og lífsbjörginni var stolið frá, sé nú bara svoleiðis fólk að það eigi ekki að hafa mannréttindi.
Og þetta með Þriðja ríkið Nilli.
Hvað var það nú aftur sem hann Jósep Göbbels sagði um lygina?
Árni Gunnarsson, 29.1.2008 kl. 17:26
Einmitt Árni. Bara ljúga nógu oft og lengi sama hlutnum þá trúir lýðurinn.
Eða er það ekki ?
Níels A. Ársælsson., 29.1.2008 kl. 21:42
HHG er ekki alveg kominn það langt inní upplýsingaöldina til að átta sig á því að hugmyndir má gagnrýna og jafnvel breyta ýmsu, hver hlustar á þannig mann?? það fólk þarf að komast í sálgreiningu hið snarasta!
halkatla, 29.1.2008 kl. 21:44
ég er þannig, að ef HHG segir eitthvað þá fer ég í öfuga átt
halkatla, 29.1.2008 kl. 21:45
Góð færsla hjá þér Níels, og fyrirsögnin skemmir ekki fyrir
Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.1.2008 kl. 22:35
Rétt Anna. Ég er sammála þér.
Níels A. Ársælsson., 29.1.2008 kl. 22:35
Takk Inga. Ég vandaði mig líka óvenju mikið með fyrirsögnina í þetta skiptið.
Níels A. Ársælsson., 29.1.2008 kl. 22:40
Góða fyrirsögn Nilli, svo hjartanlega sammála þér.
Grétar Rögnvarsson, 31.1.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.