Leita í fréttum mbl.is

Hver á að ransaka LÍÚ ?

Ljóst er eftir áralanga baráttu að íslenzk stjórnvöld, dómstólar og stofnanir sem til þess eru ætlaðar lögum samkvæmt fást ekki með nokkru móti til að ransaka eða taka á gríðarlegum fjársvikum og samráðsbrotum LÍÚ vegna sölu og leigu aflaheimilda.

Lánastofnanir íslenzkar og Fiskistofa hafa tekið fullan þátt í veðsvikunum og þjófnaðinum með háttarlagi sínu með það eitt að markmiði að koma öllum sem andæft hafa kvótakerfinu fyrir kattarnef !

Hafa íslendingar heyrt talað um Mannréttindanefnd LÍÚ ?

 


mbl.is FBI rannsakar meint efnahagsbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mannréttindanefnd LÍÚ er án nokkurs vafa gríðalega merk stofnun. Þó er eins og læðist að manni grunur um að hugtakið ,,mannréttindi" hjá Mannréttindanefnd LÍÚ nái aðeins til örfárra manna en ekki til allra manna - hvernig sem á því stendur.

En treysti Mannréttindanefnd LÍÚ til þess að sporna gegn mannréttindabrotum og brjóti aldregi mannréttindisjálf ... Og þó ...

Jóhannes Ragnarsson, 30.1.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Að öllu gárungatali slepptu tel ég að LÍÚ sé og hafi verið valdamikið í tengslum við alla ákvarðanatöku í sjávarútvegi vegna þess að þar voru helstu fjármagnseigendur í sjávarútvegi. Þó það séu kannski frekar bankar, auðmenn og fjármálastofnanir í dag.

Í forsvari fyrir LÍÚ hafa og verið sleipir og ákveðnir skipstjórar í gegnum tíðina.

Ég heyrði eitt sinn af orðróm sem ég sel ekki dýrar en ég keypti hann.

Í hvert sinn sem sitjandi sjávarútvegsráðherra setti niður nefnd af einhverju tagi sem ætti að fara í saumana á einhverjum málum í greininni, væri alltaf fulltrúi frá LÍÚ - sama hvert málefnið væri.

Þegar stjórn LÍÚ hentaði væri þeirra fulltrúi sérstaklega valinn með tilliti til að skapa ágreining og tefja störf nefndarinnar, ef málefnið eða sjónarmið hentuðu ekki samtökunum. Athyglisvert ef rétt er.

Sel það þó ekki dýrar en ég keypti það.

Anna Karlsdóttir, 31.1.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er rétt Anna, svona var þetta og svona er þetta.

Níels A. Ársælsson., 1.2.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband