Leita í fréttum mbl.is

Dýrkun á vanþekkingu

Höfuðpáfi kvótakerfisins í dag er Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og þingmaður frá Bolungarvík.

Einar  barðist mjög harkalega gegn kvótakerfinu og framsalinu á sínum tíma. Hann var þeirra á meðal sem lögðu fram tillögu um að tekinn yrði upp jafnstöðuafli í þrjú ár og þá veidd 350 þúsund tonn af þorski árlega. Þessi tillaga var byggð á áratuga sögu þorskveiða við Íslands.

Þáverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar kallaði tillöguna „dýrkun á vanþekkingu“ og hún var felld.

Sjá link í forystugrein R.T. ritstjóra DV í dag; http://dv.is/leidarinn/lesa/4780

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var snöfurleg úttekt hjá Reyni skipstjóra.

Það er nú einfaldlega þannig með ráðgjöf Hafró og starfsemi Fiskistofu að þar standast engar aðgerðir rökræna umræðu.

Er það alvarlegri glæpur þegar skipstjóri flakar sér fáeina fiska til heimilisdrýginda en þegar útgerð semur við trúnaðarmann á hafnarvigt  um að horfa framhjá löndun og vigtun á tugum eða hundruðum tonna:- og þegar útgerð sendir á erlendan markað umtalsvert magn af óvigtuðum fiski og auk þess með "fölsuðum faktúrum", þ.e. önnur tegund skráð en sú sem seld var?

Af hverju eru ekki svona lögbrot rannsökuð, sektum beitt og sviptingu veiðileyfa?

Þarf einhverra fleiri vitna við í því máli að Fiskistofa vinnur fyrir ákveðnar, tilteknar útgerðir?

Og af hverju er ráðherra sjávarútvegs ekki samkvæmur sjálfum sér eftir því hvort hann er Alþingismaður eða ráðherra?

Árni Gunnarsson, 4.2.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: haraldurhar

   Einar Kristinn veðrur aldrei höfuðpáfi.  Hann gerir eins og honum er sagt og hlýðir því.   Vitaskuld er það napurlegt að þið Vestfirðinar kusuð hann í tvígang á þing vegna andstöðu sinnar við kvótakerfið. Einar er og verður alltaf mjúkur í hnjánum.

haraldurhar, 4.2.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Árni ! Ekki gleyma því að Fiskistofa var búin til fyrir LÍÚ (Samherja hf, og co) til að berja á mönnum eins og mér og vernda hagsmuni handhafa stærsta hluta aflaheimildana.

Fiskistofa er Förðunarstofa LÍÚ og gætir hagsmuna þeirra á alla lund og þar með talið heimilar ákveðnum útgerðum að gera það sem þeim sýnist.

Einar Kr. Guðfinnsyni er full kunnugt um allt svindlið en dagskipun hans úr ráðuneytinu er, látið þessa menn í friði, þeir einir hafa heimild til að svindla á tegundum og landa fram hjá vigt.

Haraldur. Ég kaus Einar Kr, þrisvar á þing vegna andstöðu hans við kvótakerfið. Ég eins og allir hér á Vestfjörðum eigum ekki til orð yfir mannin en við erum að vísu farin að skilja núna fyrst fyrir hverja hann vinnur.

Eitt er víst að Einar Kr, vinnur ekki að hagsmunum kjósenda sinna heldur eingöngu fyrir LÍÚ.

Ég spái því að þetta muni leiða það af sér að Einar Kr, víkur úr ráðherrastóli á vordögum og hann hverfi til annara starfa en í pólitík.

Níels A. Ársælsson., 5.2.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband