Leita í fréttum mbl.is

Riðuveiki í sauðfé

islenska-kindin

Mynd: Olafsson.

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig.

Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera.

Þetta þýðir að smit hafi þá verið borið í skepnu um fæðingarveg. Unnt er að sýkja kindur í tilraunum á marga fleiri vegu. Blóðsýni úr riðukind var dælt í æðar heilbrigðra kinda á Keldum og fengu nokkrar þeirra riðu.

Heimild; Sigurður Sigurðarson.


mbl.is Flutti hey milli sauðfjárveikihólfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Reyndar tekur Sigurður dýralæknir djarft til orða þarna.

Það er mörgum spurningum ósvarað um smitleiðirnar. En ég rengi hann ekki um þau dæmi sem hann nefnir.

Árni Gunnarsson, 5.2.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jæja Árni ! Hvað er svona djarft hjá Sigga við þetta ?

Þú manst eftir Tálknafénu og meintri riðuveiki í því ?

Níels A. Ársælsson., 5.2.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband