Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir af miðunum á Breiðafirði

Frétt af skip.is, 18.3.2008

Ekki hefur ennþá orðið vart við neitt meira af loðnu við Snæfellsnes, þar sem Sighvatur Bjarnason VE fékk 400 tonn af hrognaloðnu í gær í tveimur köstum.
Fjögur loðnuskip eru mætt á svæðið og fleiri á leiðinni.

Skipin sem komin eru á miðin eru auk Sighvats Bjarnasonar VE þau Kap VE, Álsey VE og Krossey SF.

Auk þess er Jóna Eðvalds SF á leiðinni og sama mun einnig gilda um Börk NK og Áskel EA eftir því sem næst verður komist.

Eins og fram hefur komið rambaði Sighvatur Bjarnason VE á hrognaloðnu skammt utan við Öndverðarnes í gær og reyndist hún eiga nokkra daga eftir í hrygningu.

Af þeim sökum þótti mjög sennilegt að loðnan væri úr vestangöngu. Síðan þá hefur ekkert sést eins og áður sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Biðjum til herra Drottins að enginn loðna finnist Nilli.

Drottinn heyrir bæn réttláts mans.

E'g bið að svo verði í Jesú nafni. Amen.

Aida., 18.3.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband