23.4.2008 | 11:24
Bílstjórarnir eru eins og sunnudagaskóladrengir í samanburðinum
.....við það sem koma skal þegar sjómenn rísa upp og mótmæla mannréttindabrotum ríkistjórnar Íslands.
Nú eru 50 dagar eftir af frestinum sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu ríkisstjórninni til að breyta kvótakerfinu og borga sjómönnunum tveimur bætur.
Lögregla beitir táragasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 764088
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Vill ekki missa Svíann
- Skoraði eitt af bestu mörkum EM (myndskeið)
- Auðvitað eru fleiri ástæður fyrir þessu
- Fór á kostum í Borg vindanna
- Arnar: Nánast kominn með doktorsgráðu
- Kári og Sunna íshokkífólk ársins
- Þarf sjálfsvinnu til þess að komast í gegnum það
- Telur Íslendinga hrædda við að elta draumana sína
Athugasemdir
Láttu þig ekki dreyma um að það verði nokkur einustu viðbrögð hjá sjómönnum íslenskum Nilli, ekki þó það ætti að drepa þá.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.4.2008 kl. 14:55
Sennilega er það rétt hjá þér Hafsteinn. Því miður. Enda kanski ekki að undra, þeir eru flestir dauðir nú þegar.
Níels A. Ársælsson., 23.4.2008 kl. 15:00
Já það dregur mjög hratt af þeim mörgum. Annars verður maður svo oft undrandi á umræðunni að það er ekki fyndið alltaf. Alli vinur minn á Hring er í drottningarviðtali í Fiskifréttum í dag, hvar hann mærir kvótakerfið að flestu leiti, (er raunar að kenna einhverjum peningamönnum um að bjaga það.) Hann étur upp þessa margtuggðu þvælu um að gagnrýnendur kerfisins hafi aldrei getað bent á neitt í staðinn, (sem eru á kurteisri íslensku ósannindi.)
Það er mikið undir hjá Fiskifréttum (eða Viðskiptasneplinum) við að berja á þessum sjónarmiðum um þessar mundir. Það eru tvær vikur síðan Einar Sigurðsson ágætur félagi minn héðan var í opnuviðtali af svipuðu tagi og mærði þessi endemi, kom með sömu tugguna um að aldrei sé bent á neitt í staðinn og klikkti út með að skamma gagnrýnendur og sagði þá alla vera því marki brenndir að hafa verið í sjávarútveginum, (og hætt á vitlausum tíma og langaði til baka?). Þetta hef ég oft fengið áður, að þeir sem hafa verið í bransanum virðast ekki mega gagnrýna kerfið. Hverjir mega gagnrýna, er það Söngfélagið hérna eða Kvenfélagið...? Hvurslags endemis bull er það að þeir sem þekkja til megi ekki gagnrýna skepnuskapinn...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.4.2008 kl. 15:23
Ég gleymdi því reyndar með hann Einar að ég hitti hann fyrir viku og það var endalaus listinn yfir vandræðin. Engan steinbít að hafa til leigu, sem gerði það að báturinn gat ekki fiskað skarkolann (nema henda meðaflanum sem var steinbítur) En eins og við vitum er steinbíturinn aðallega hjá þeim sem ekki veiða hann heldur nota í "pappírsfisk", þ.e. nota hann til að búa til aðrar tegundir. Hvað hefur nú svoleiðis kjaftæði að gera með friðun á fiskistofni? Það er eins og ufsinn, úthlutun 71 þús. tonn búið að veiða 31 þúsund, restin notuð í breytingar...?
Það þarf nú að bíta í vöruna stundum til að vera viss um að vera vakandi....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.4.2008 kl. 15:30
Þeim verður ekki borgað neitt Nill sannaðu til. það var nú aðeins tekið á bílstjórunum í dag.
Grétar Rögnvarsson, 23.4.2008 kl. 17:43
Það er ekkert annað en að bíða og vonast eftir góðum lögum frá Mannréttindarnefndinni. Ekki er mikils að vænta af ríkisstjórn sjálfstæðismanna.
Sigurður Jón Hreinsson, 23.4.2008 kl. 20:43
Þetta er endimis rugl Hafsteinn.
Hvers vegna ætli LÍÚ tefli fram mönnum í sauðskinsgærum líkt og þeim ágætis mönnum Alla og Einari á þessari stundu ?
Það vita allir að LíÚ á hverja síðu í Fiskifréttum og hvert orð sem ritað er á skip.is.
Hvar er sjálf Mannréttanefnd LÍÚ niður komin núna á þessum víðsjálverðu tímum þegar þeir hafa ekkert öflugra vopn í baráttunni heldur en sakleysingja eins og Alla og Einar sem báðir eru í raun ekki minni fórnarlömb kvótakerfisins en við hinir sem ekki eigum kvóta ?
Hvar eru skúrkarnir Eiríkur, Mási og Gummi sem farið hafa fremstir í flokki með stuðningi bankanna á bak við tjöldin í helförinni gegn sjómönnum og öllu fólkinu í sjávarbyggðunum.
Þeir allir þrír eru illa sekir um að hafa svikið Vestfirðinga og fleiri með lymskulegum hætti þegar þeir þóttust vera að koma vestur á firði með hina endanlegu lausn á eitthverjum ímynduðum vanda fyrirtækjanna sem var í raun engin heldur upplogið (kat og bis) kjaftæði frá Halldóri Guðbjarnarsyni Landsbanka svikahrappi.
Varðandi "pappírsfiskinn" þá er hann bezta dæmið um hvað kerfið er gjör spillt að undirlægi LÍÚ og ráðamenn eru hreint bara svo vitlausir og þora í raun ekki að viðurkenna að þeir skilja ekki hvernig kerfið vinnur.
Ég hef marg rekið mig á það að ráðherra sjávarútvegsmála skilur EKKI kerfið ! Þar liggur höfuð vandinn í "pappírsfiskinum"
Ég gef skít í þann málflutning þegar LÍÚ liðar tönglast á því í tíma og ótíma að við höfum ekki bent á neitt betra kerfi til að stýra fiskveiðum.
Níels A. Ársælsson., 23.4.2008 kl. 21:13
Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar
Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:31
Já Sigurður og takk sömuleiðis.
Níels A. Ársælsson., 24.4.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.