9.5.2008 | 09:21
Innsigli Íslands
Anno 9. mai 1593.
Á Alþingi 1592 var Jóni lögmanni Jónssyni falið að bera upp fyrir ríkisráði, er með völd fór sakir æsku Kristjáns konungs IV, ýmis málefni, þ.á.m. að fá innsigli handa landinu. Innsiglið skyldi vera í vörslu höfuðsmanns og notað í erindum til konungs.
Ríkisráðið varð við þessari beiðni um innsigli og er bréf þess til hirðstjóra um það efni dagsett 9. maí 1593. Segir þar að ríkisráðið hafi orðið við beiðni Íslendinga og látið gera handa þeim innsigli og látið afhenda það hirðstjóranum yfir Íslandi Heinrich Chrag og jafnframt falið honum að varðveita það og sjá um að það verði ekki misnotað.
Innsigli þetta eða innsiglismyndin var jafnframt skjaldarmerki landsins. Megineinkenni þess er hinn krýndi afhöfðaði þorskur. Ártalið 1593 er letrað að hálfu beggja vegna hans. Þetta var hið opinbera innsigli landsins til 1904. Utan um þorskinn sem er áletrunin: SIGILLVM: INSVLÆ: ISLAND eða innsigli eyjunnar Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velti því bara fyrir mér hvar þetta innsigli er niður komið? Er til innsigli fyrir forseta Íslands, altså ríkisinnsigli og hver er þá ríkisinnsiglisvörður ríkisins? Gaman væri að sjá bréf með því, altså "stóra ríkisinnsiglinu" eins og þau eru kölluð í nágrannalöndunum.
Baldur Gautur Baldursson, 9.5.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.