Leita í fréttum mbl.is

Hásetaverkfalli lýkur

síðutogari 4

Þann 12. mai 1916, lauk verkfalli háseta á botnvörpungum sem staðið hafði yfir í tvær vikur. Þetta var fyrsta verkfallið á Íslandi sem hafði umtalsverð áhrif.

Hásetar höfðu lengi haft fast mánaðarkaup og auk þess alla lifur. Hafði lifrinni verið skipt jafnt milli háseta og yfirmanna utan vélarúms.

Verð á lifur hafði hækkað gífurlega einkum á fyrstu vikum ársins 1916. Þegar kom fram í febrúar fór svo að útgerðarmenn botnvörpunganna neituðu að fallast á eignarrétt sjómanna yfir lifrinni.

Var mikil ólga í Reykjavík meðan á verkfallinu stóð enda hafði aldrei komið til svo stórfeldrar vinnustöðvunar áður. Verkfallsmenn gengu í hópum um götur og urðu allsnörp átök víða á bryggjum og götum bæjarins.

Að endingu lauk hásetaverkfallinu með samningi við útgerðamenn botnvörpunga sem hljóðaði upp á verulega hækkun lifraþóknunar til háseta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband