Leita í fréttum mbl.is

Dásamlegur léttleiki tilverunnar

Ég óska HB-Granda, LÍÚ og Kaupþingi til hamingju með góðan afla i kolmunna, en þó vill ég senda sérstakar þakkir til ritstjórnar mbl.is, fyrir ljósmyndina sem birtist hér á mbl.is, með viðhengdri frétt.

 

Ég veit satt bezt að segja ekki hvernig á því stendur, en þegar ég sá bolfiskinn innan um kolmunnann á meðfylgjandi mynd, þá komu upp í huga mínum ljóðlínur úr "Einræður starkaðar" eftir Einar Benediktsson.

 

Ég kættist með fáum og mærði menn,

sem múgadómi sig trauðla háðu, -

leiður við einmæli allra senn;

oft átti mitt lof sem sá, er fæstir dáðu.

Ég mat ekki ljóðglapans lága hnjóð,

sem laklega hermdi, hvað aðrir kváðu,

né þrælafylgið við fjöldans slóð

í forgönguspor, sem níðandi tráðu.

 


mbl.is 25 þúsund tonn af kolmunna veidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ætli Glitnir hafi ekki mesta þörf fyrir góðan afla núna, svakalegar uppsagnir í gangi þar á bæ.

Sigurbrandur Jakobsson, 14.5.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ætli þessir fiskar hafi verið skráðir sem meðafli? Ég persónulega efast stórlega um það.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband