Leita í fréttum mbl.is

Maður frá Patreksfirði dæmdur fyrir að ákalla djöfullinn

PHOTO%20SAILING%20SHIP%20ESMERALDA%20TAHITI%201949Gissur Brandsson í Patreksfirði var í júlí 1692 fundinn sekur um að hafa ákallað djöfullinn. Vitni voru að því þegar Gissur viðhafði svohljóðandi orð yfir.

"Djöfullinn, hjálpa þú mér, og ef þú ert í helvíti, þá hjálpa þú mér."

Fyrir þetta tiltæki var honum dæmt húðlát í Öxarárþingi, svo mörg högg sem hann frekast kunni að bera.

Þar á ofan skyldi hann þola aðra húðlátsrefsingu jafnmikla heima í héraði og slá sig sjálfur þrjú væn högg á munninn.


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Einmitt það sem mér datt í hug. Skyldi vera að múslimir séu 316 árum á eftir Patreksfirðingum eða erum við bara inni í svona tímabundnum losarahætti í okkar heimshluta? Er mannkynsagan línulegt ferli þar sem allir jarðarbúar fara í gegnum svipað ferli og enda svo á okkar fullkomnu lífs- og hugsunarháttum?

Svari sá sem veit, en ég held samt að réttarfari pakistana sé svona þegar öllu er á botninn hvolft ýmsu ábótavant, en þeir verða samt að ráða úr þessu sjálfir. Eins og patreksfirðingar reyndar.

Jonni, 18.6.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já Jonni.

Patreksfirðingar voru greinilega bara svona langt á undan samtíð múslima.

En nú er ekki lengur í tísku á Íslandi að dæma menn fyrir að ákalla djöfullinn en aftur á móti mjög vinsælt að dæma menn í fangelsi og pintingar fyrir að ákalla ekki kvótakerfið og LÍÚ.

Níels A. Ársælsson., 18.6.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Jonni

Einhvern veginn rennur mig í grun að maður geti látið það eiga sig að nefna kvótakerfið einu orði í Pakistan án þess að eiga refsingar yfir höfði sér.

Jonni, 18.6.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einmitt !

Níels A. Ársælsson., 18.6.2008 kl. 16:25

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það eru ekki nema nokkrir dagar siðan sex ára málaferlum lauk í hæstarétti því maður nokkur neitaði að tilbiðja ákveðinn Arnarhólsguðinn. Þetta var ekki í Pakistan og ekki fyrir 316 árum heldur núna um daginn.

Víðir Benediktsson, 18.6.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband