Leita í fréttum mbl.is

Tálknfirðingar kveða niður afturgöngu

legsteinarÁrið 1696 lézt Bjarni Jónsson bóndi á Bakka í Tálknafirði og var hann jarðaður í kirkjugarðinum í Stóra-Laugardal.

Fljótlega eftir að Bjarni var jarðsettur fór að bera á miklum reimleikum á ýmsum bæjum í Tálknafirði. Töldu vitrir menn í Tálknafirði fyrir víst að Bjarni Jónsson hefði gengið aftur og gert fólki þessar ónáðir.

Brugðust Tálknfirðingar hart við og grófu Bjarna upp og veittu honum enn betri yfirsöng. En það kom ekki að haldi og magnaðist afturganga Bjarna til allra muna.

Fóru þá Tálknfirðingar margir saman aftur að gröfinni í annað sinn og grófu Bjarna upp. Varð þeim ærið hverft við í það skipti, því hinn dauði maður var kominn á fjórar fætur í gröfinni.

Þá gripu Tálknfirðingar til gamals ráðs og hjuggu höfuðið af karli og stungu því við þjóin. Við þessa aðgerð brá svo við að Bjarni Jónsson hefur aldrei gert vart við sig síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband