Leita í fréttum mbl.is

Hætta á að nokkur sjávarþorp á Vestfjörðum leggist í eyði

Vestfirðir 2Hætta er á að byggð muni nánast leggjast af í mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðarstofnunar um byggðarlög þar sem fólksfækkun er viðvarandi.

Könnunin heyrði undir þau sveitarfélög sem hafa lifað við viðvarandi fólksfækkun á tímabilinu 1996-2006 og var miðað við 15% fækkun íbúa eða meira.

Undir þessa skilgreiningu féllu 22 sveitarfélög, þar af sex á Vestfjörðum og þau þrjú sveitarfélög sem hafa orðið hvað mest fyrir barðinu á fólksfækkun á landinu. Íbúum Árneshrepps fækkaði um 55,8% á tímabilinu 1991-2006 og er það mesta fækkun á fólki í sveitarfélagi á landinu.

Kaldrananeshreppur er með aðra mestu fækkunina eða 42% á tímabilinu og íbúum Vesturbyggðar fækkaði um 37,2% sem var þriðja mesta fækkun í sveitarfélagi á landinu.

Auk þeirra voru vestfirsku sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur í könnuninni, en að meðaltali fækkaði íbúum í þessum þremur byggðarlögum um 20,4%.

Í skýrslunni kemur fram að margar ógnir steðji að þessum byggðum Vestfjarða. Helst ber að nefna þörfina á bættum samgöngum til Reykjavíkur og milli sveitarfélaganna á Vestfjörðum, en til að hægt sé að horfa á Vestfirði sem eina heild og möguleiki sé á auknum viðskiptum verði að bæta samgöngur.

Einhæft atvinnulíf og neikvæð íbúaþróun eru einnig vandamál auk aldurskiptingar, en fjöldi eldra fólks er yfir meðaltali á svæðinu. Þar sem hátt hlutfall fólks á Vestfjörðum sé í vinnu við fiskveiðar og fiskvinnslu ógnar kvótaskerðing helstu atvinnugrein Vestfirðinga.

Heimild; BB & Byggðastofnun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband