16.7.2008 | 23:18
Hætta á að nokkur sjávarþorp á Vestfjörðum leggist í eyði
Hætta er á að byggð muni nánast leggjast af í mörgum sveitarfélögum á Vestfjörðum ef fram fer sem horfir. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðarstofnunar um byggðarlög þar sem fólksfækkun er viðvarandi.
Könnunin heyrði undir þau sveitarfélög sem hafa lifað við viðvarandi fólksfækkun á tímabilinu 1996-2006 og var miðað við 15% fækkun íbúa eða meira.
Undir þessa skilgreiningu féllu 22 sveitarfélög, þar af sex á Vestfjörðum og þau þrjú sveitarfélög sem hafa orðið hvað mest fyrir barðinu á fólksfækkun á landinu. Íbúum Árneshrepps fækkaði um 55,8% á tímabilinu 1991-2006 og er það mesta fækkun á fólki í sveitarfélagi á landinu.
Kaldrananeshreppur er með aðra mestu fækkunina eða 42% á tímabilinu og íbúum Vesturbyggðar fækkaði um 37,2% sem var þriðja mesta fækkun í sveitarfélagi á landinu.
Auk þeirra voru vestfirsku sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur í könnuninni, en að meðaltali fækkaði íbúum í þessum þremur byggðarlögum um 20,4%.
Í skýrslunni kemur fram að margar ógnir steðji að þessum byggðum Vestfjarða. Helst ber að nefna þörfina á bættum samgöngum til Reykjavíkur og milli sveitarfélaganna á Vestfjörðum, en til að hægt sé að horfa á Vestfirði sem eina heild og möguleiki sé á auknum viðskiptum verði að bæta samgöngur.
Einhæft atvinnulíf og neikvæð íbúaþróun eru einnig vandamál auk aldurskiptingar, en fjöldi eldra fólks er yfir meðaltali á svæðinu. Þar sem hátt hlutfall fólks á Vestfjörðum sé í vinnu við fiskveiðar og fiskvinnslu ógnar kvótaskerðing helstu atvinnugrein Vestfirðinga.
Heimild; BB & Byggðastofnun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.