Leita í fréttum mbl.is

Vélstjórar brjóti upp ofbeldiskerfi LÍÚ

Sjómannadagsræða Guðmundar Ragnarssonar formanns félags Vélstjóra-og málmtæknimanna er hér á heimasíðu VM.

"Talandi um auðlindina í sjónum, þá hef ég séð ýmislegt á mínum starfsferli varðandi umgengnina á henni. Má þar t.d. nefna smuguveiðarnar. Á þessum tíma hef ég verið þátttakandi í að henda þó nokkrum tonnum af fiski í sjóinn. Það er bara partur af raunveruleikanum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Allt það upphlaup sem hefur orðið í fjölmiðlum á undanförnum árum, hafi brottkast komið til umræðu, er með eindæmum og hlægilegt fyrir okkur sem til þekkja.

Allir sverja af sér brottkastið, engin vill kannast við þessar staðreyndir, þó allir viti af því sem við þetta starfa. Þetta eru raunverulegir hlutir sem bitna fyrr eða síðar á okkur sjálfum. Þetta er ekkert flókið, við erum með fiskveiðistjórnunarkerfi og við erum með arðsemiskröfur í rekstri sjávarútvegsins. Við erum allir sekir um þetta brottkast, stjórnmálamenn sem setja leikreglurnar, útgerðarmenn sem þurfa að ná endum saman og sjómenn sem eru í þessu til að hafa sem mest upp úr sér.

Ástæða þess að ég tala um þetta hér er að við síðustu ákvörðun á fiskveiðiheimildum í þorski, urðu þau mestu mistök sem við höfum gert sem snúa að umgengni um auðlindina í hafinu. Til að arðsemi útgerðarinnar gangi upp, fórum við að sækja í ýsuna sem aldrei fyrr, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir stofninn. Til að ná í þessa ýsu hefur flotinn legið á grunnslóð þar sem smáþorskurinn er að vaxa og engin fórnar þorskkvóta á verðlausan smáfisk.

Það sem ég spyr mig að er hvort við höfum ekki með síðasta niðurskurði í þorskveiðunum verið að eyðileggja meira fyrir okkur, en við erum að byggja upp? Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að vera með mikinn niðurskurð í einni tegund, til að geta haft möguleika að ná í aðra, vegna þess að þessar fisktegundir synda á sömu miðum á sama tíma. Því stjórnum við ekki.

Hafrannsóknir eru ung fræðigrein, það verður að hafa það hugfast þegar verið er að gagnrýna þeirra niðurstöður. Að mínu viti eru þetta einu haldbæru vísindin sem við getum farið eftir. Því miður virðist árangurinn af öllum þessum friðunum í áratugi vera jafn fjarlægur og þegar við hófum fiskveiðistjórnunina.

Það er athyglisvert að í flest öllum fiskveiðistjórnunarkerfum í Norður- Atlantshafi er verið að veiða talsvert minna úr stofnunum í dag en þegar friðunin hófst, þó svo að hún hafi staðið yfir í áratugi. Það sem ég vil leggja áherslu á er að framkvæmd friðunarinnar er ekki síður mikilvæg en friðunin sjálf, svo hlutirnir gangi upp og ekki verði stórslys í vistkerfinu við framkvæmd hennar".


mbl.is VM: Gengur illa að fá sjómenn með réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband