28.8.2008 | 00:22
Tapa stórt þrátt fyrir gríðarleg opinber framlög (ríkisstyrkir í formi leigukvóta)
Skip Granda hf.
Ásbjörn RE-50 | Reykjavík | -1.085.879 | ||
Brettingur NS-50 | Vopnafjörður | 0 | ||
Faxi RE-9 | Reykjavík | -2.946.000 | ||
Helga María AK-16 | Akranes | - 426.000 | ||
Höfrungur III AK-250 | Akranes | + 458.000 | ||
Ingunn AK-150 | Akranes | + 100.000 | ||
Lundey NS-14 | Reykjavík | - 55.000 | ||
Ottó N Þorláksson RE-203 | Reykjavík | +1.505.527 | ||
Sturlaugur H Böðvarsson AK-10 | Akranes | - 828.000 | ||
Venus HF-519 | Hafnarfjörður | - 148.000 | ||
Víkingur AK-100 | Akranes | + 34.000 | ||
Örfirisey RE-4 | Reykjavík | - 91.000 | ||
Þerney RE-101 | Reykjavík | - 254.000 | ||
Fram kemur á vef fiskistofa.is (dags, 28.08.2008) að skip Granda hf, hafa látið frá sér aflaheimildir innan fiskveiðiársins 2007-2008, sem nemur -3.735 tonnum í þorskígildum talið umfram það sem fært er á skip félagsins.
Mikið tap á rekstri HB Granda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.8.2008 kl. 00:56 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru magnaðar tölur, það verður ekki annað sagt. En svona eru þessar sjoppur reknar, á kvótaleigu, þess vegna þarf þeim að fækka enn meira sem lifa í henni. Ekki fara þeir að leigja hver öðrum?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 12:15
Já Hafsteinn þetta er magnað.
Þeir vældu í fyrra hjá LÍÚ þegar þeir stóðu frami fyrir því að þurfa að leigja sér þorskkvóta í Barentshafi á kr, 60 pr. kg, á sama tíma og þeir leigðu okkur þorskkílóið á 200 kr.
Þeir kröfðu sjómannaforystuna um heimild til að mega draga þessar skitnu 60 krónur frá óskiptu á þeim forsendum að þeir réðu ekki við þessa leigu.
Níels A. Ársælsson., 28.8.2008 kl. 13:10
Mér finnst nú Nilli, hvað sem má segja um LÍjúgaraklíkuna, þeir eru þó að sinna sínum hagsmunum, algerlega yfirgengilegt að heyra í "sjómannaforystunni" þessa dagana. Vélstjórarnir eru þeir einu sem standa í lappirnar. Hinir liggja örendir og þeim blæðir ekki einusinni, þrátt fyrir svöðusárin.
Hvernig voga t.d. fulltrúar Vísis sér að fara framá frekari þáttöku í olíukostnaði á skipunum? Ásama tíma og fiskurinn fer í verksmiðjur þeirra á hálfvirði, já sagt og skrifað hálfvirði ? Enginn segir orð, en það er hægt að auka aflaverðmætið á flota Vísis um nærri helming, það er klárt og engum dettur í hug að bjóðast til þess, það mundi nú hjálpa til við olíureikninginn?
Það þarf að taka af þessum mönnum þetta sjálfdæmi um ráðstöfun aflans, bjarga þeim frá sjálfum sér.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 15:05
Ákkúrat Hafsteinn.
Sjómenn eiga að neita að tala við LÍÚ og sjómannaforystuna og ráða sér lögmann sem fer með umboð þeirra og réttindamál beint fyrir dómstóla.
Annar eins skepnuskapur og viðbjóður hefur aldrei átt sér stað eins og þegar "skoffínið" Árni Matt, tróð Verðlagsstofu skiptaverðs með ofbeldi inn á sjómenn á sínum tíma.
Og tilgangurinn ? Því svaraði annað ekki minna fyrirbæri en "skoffínið", sjálfur arftakinn "Vestfjarðafíflið" E. K. Guðfinnsson í samtali við undirritaðan stuttu eftir að hann tók við skítakamrinum sem kallast "Sjávarútvegsráðuneyti.
"Við urðum að lækka laun sjómanna og losna við kvótalausu aumingjanna".
Níels A. Ársælsson., 28.8.2008 kl. 15:22
Vestfjarðafífl að stjórna skítakamar,,,,,, þvílíkt drullumix... Þetta er með betri nafngiftum. Við þetta er engu að bæta ég er algjörlega sammála ykkur.
Hallgrímur Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 16:01
Það er nú eiginlega það versta Nilli, þessi guðsvolaða "Verðlagsstofa" er eiginlega runnin undan rifjum Helga ef ég man þetta rétt. Síðan náðist að kjafta fíflin öll inná þessa "málamiðlun" og þar sitja menn og fá sig ekki hrært.
Og LÍÚ kórinn skemmtir sér dátt, gera svo að þeim stólpagrín, með því að snúa öllum kröfunum að sjómönnum...
Það fer nú að verða fátt um kvótalausa aumingja sem gætu farið á sjó og þar með eru "eigendur" kvótans búnir að skera undan sér, því þeir reka ekki fyrirtækin nema leigja frá þeim heimildir.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 16:05
Hafsteinn við skulum orða það þannig að þeir hafi afnot af kvótanum ekki eigendur, einsog segir í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða þá eru þeir ekki og hafa aldrei verið eigendur kvótans.
Hallgrímur Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 16:55
Já þannig er það, þó Grandi sé búinn að slá einhverjar 20000 milljónir (rosalega eru þetta mörg núll) eða eitthvað útá hann eingöngu. Enda set ég "eigendur" í gæsalappir og þar eiga þeir heima.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 17:38
Farðu Línbergur með einhverja nothæfa með þér niður í sjómannasamband og talaðu íslensku svo heyra megi, sjómenn þurfa að taka á núna. Akkúrat núna eru virkilegir umbrotatímar og það hreinlega má ekki sleppa LÍÚ klíkunni skaðlausri í gegnum þá. Mútuþegar eru bara ekki nothæfir, það er búið að prófa....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 21:29
Hann sló ekki vindhöggin LÍjúgara-trúðurinn í viðtalinu í fréttatíma útvarpsins rétt í þessu. Friðrik gat ekki á sér setið að grenja dálítið yfir hvað leigusalarnir hans hafa verið skertir með línuívilnuninni og það sem honum fannst bíta hausinn af skömminni, var að það væru jafnvel notaðir útlendingar til að beita hérna fyrir sunnan og línan svo keyrð norður...
Það er auðvitað miklu betra til afspurnar að gera út með útlendingum hér fyrir sunnan vegna þess að enginn venjulegur hérlendur fæst um borð í þrælaríið á 60% af eðlilegu fiskverði og yfirvofandi kröfur um frekari lækkanir...andskotans skömm og ekkert annað...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 22:14
Ja hérna......... !
Var dýrið á RÚV í kvöld með þessu venjulega óráði eina ferðina enn ?
Þetta kvikindi er eitt það siðblindasta sem ég haft spurnir af frá tímum þriðja ríkisins !
Að þetta skuli heita að koma fram fyrir heildarsamtök útgerðamanna á íslandi sem fyrir margt löngu mætti kalla með réttu "glæpasamtök".
Níels A. Ársælsson., 28.8.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.