Leita í fréttum mbl.is

Færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið er til fyrirmyndar

færeyjar 2

Brot úr viðtali við Auðunn Konráðsson, línubeitningarmann og formann Meginfjelags Útróðrarmanna í Færeyjum í september 2001.


Hvaða kosti hefur Færeyska fiskistjórnunar kerfi hafi umfram það Íslenska?

Það sem ég tel mesta kostinn er að það er ekki verið að henda fiski í sjóinn, það finnst mér stærsti kosturinn við fiskidagakerfið.

Bátarnir sem eru í fiskidagakerfinu kasta ekki því að þeir mega landa öllum fisknum , fá verð fyrir allan fiskinn og það er enginn ástæða til að henda fisk í sjóinn sem þú færð kanski 10-15 danskar krónur fyrir.

Eruð þið algjörlega lausir við brottkast?

Já hjá þeim parti sem er í fiskidagakerfinu.

Hvað með Íslenska kerfið telurðu að það hafi einhverja kosti yfir það Færeyska?

Ég get ekki sagt það alveg , maður er svolítið hræddur við svona kerfi ef þú ferð að horfa á hvernig þetta hefur gengið allstaðar í heiminum ég veit ekki hvort að nokkur maður getur bent mér á stað í heiminum þar sem svona kvótakerfi hefur gengið þetta kvótakerfi er voða gott á pappírnum en þegar þú ferð ferð að nota svona kerfi þá bara gengur það ekki.

Það sem að fiskifræðingaring segja er að þú getir geymt fiskinn þú veiðir bara minni í ár og þá verður meiri fiskur næsta ár, en það virðist ekki vera hægt , hafið er ekki sundlaug sem þú getur geymt fiskinn í og tekið hann úr á morgun fiskur er með sporð og getur farið út um allt og það verða alltaf sveiflur í þessu.

En svo er það líka með svona kerfi eins og Íslenska kerfið , ég get nú bara ímyndað mér ef við ættum að nota þetta kerfi í Færeyjum þar sem er svona blandað fiskerí eins og hérna, þú getur ekki farið á svæði hérna og fengið bara þorsk eða bara ýsu og segjum sem svo að þú farir á svæði og fáir helling af ýsu en sért búinn með ýsu kvótan.

Þá verðurðu bara að henda ýsuni í sjóinn, þetta er líka að það er byrjað á því að hafa bara einn stofn í kvóta en svo er tekið rólega alla stofna inn í kvótan þegar það byrjar að ganga verr og verr með stofnana og í blönduðu fiskerí er það mjög slæmt því að þá þegar þú ert búinn með eina fisktegund í kvóta þá neyðistu til að henda þeim fisk í sjóinn.


mbl.is Æ fleiri þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég hef, eftir að hafa kynnt mér þetta kerfi og raunar verið þáttakandi í því um tíma sem hluthafi í fyrirtæki sem gerir út 3 stóra línubáta í Færeyjum, aldrei verið í neinum vafa um að þessi fullyrðing þín stenst fullkomlega.

En það varðar almamannaheill kerfisins, ekkert endilega útgerðarhlutann, en hann er samt heilbrigðari en við þekkjum hér.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.11.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er nú kannski ekki víst að nákvæmlega sama kerfi hennti okkur hér á Íslandi, en. Nú er svo komið að best væri að fara að taka endanlega til í okkar kerfi, eða kerfum. Fyrst einkabankakerfið er að mestu hrunið og búið að taka þjóðina með sér í fallinu. Þá ætti loksins að vera komið það tækifæri sem við og margir aðrir höfum verið að bíða eftir þ.e. stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfið, með það að marki að koma braskhluta þess að mestu í burtu og reyna að færa veiðiheimildirnar aftur heim til sjávarplásana og hleypa lífinu aftur í þau.

Svona sem dæmi, ég skrapp inní minn gamla heimabæ á laugardaginn. Fyrir svona áratug og ekki það hefið verið helgarfrí á skelini og höfnin hálffull af glæsilegum bátum. Á laugardaginn var höfnin tóm og það var ekki það útgerðir í Hólminum hefðu ekki fengið skelbrestinn bættan. Heldur hafa flestar þær útgerðir smár sem stórar verið seldar burtu í braskarahítina.

Sorglegt og þessum gullfallega bæ ekki til góðs.

Sigurbrandur Jakobsson, 10.11.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband