10.11.2008 | 15:04
Sjávarútvegsráðherra á fullu í kvótabraski
Margt heimskulegt hefur komið frá ráðherra LÍÚ Einari K. Guðfinnssyni síðan hann tók við þeirri auðvirðulegu stöðu.
Nú snýr hann án þess að hika öllum rökum á haus og saltar endanlega með stórri skóflu yfir leiguþræla LÍÚ.
Auknar geymsluheimildir til handa LÍÚ eru einungis til þess fallnar að búa til skort-stöðu fyrir fáa útvalda sem fá aflaheimildirnar gefins úr hendi ráðherra ár hvert á kostnað íslenzku þjóðarinnar.
Rýmri geymsluheimildir stór auka brottkast, tegundasvindl og landanir framhjá hafnarvigt í skjóli nætur og Fiskistofu.
Nú skal passað upp á sem aldrei fyrr að leiguverð á kvóta lækki aldrei heldur einungis hækki.
Ég skora á Samfylkingarfólk að taka stöðu á móti Einari K. Guðfinnssyni og fella hann úr stóli sjávarútvegsráðherra.
Mega geyma þriðjung kvótans milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 764091
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skort stöðu??? hvað ertu að tala um? Að geyma 33% milli ára skiptir engu fjandans máli í dag. ég er ekki viss um að það verði geymt meir en 1% frá þessu ári fram á það næsta.
Eina skort staðan er að það skortir veiðiheimildir. Það verða annars allir búnir fyrir páska.
Fannar frá Rifi, 10.11.2008 kl. 15:17
Fannar minn !
Sumir verða búnir með kvótan já, enn ekki allir.
Það verða fáir útvaldir sem eiga að græða á þessum heimskulega gjörning ráðherrans.
Af hverju gefur bjáninn ekki heimild fyrir því að 33% af aflaheimildum skulu ganga til þeirra kvótalausu svo framalega sem þær verða ekki veiddar af handhöfunum ?
Er ekki tími til kominn að menn fari að hugsa áður en sýður endanlega upp úr.
Það er orðinn ansi stuttur í mér þráðurinn og ég er ekki viss um að ég nenni lengur að bíta bara í skjaldarröndina og láta allt yfir mig ganga.
Þetta er komið nóg !
Níels A. Ársælsson., 10.11.2008 kl. 15:42
útvöldu? Það er ekki leyft að veiða nóg. það er ekki nóg af veiðiheimildum til að halda uppi nægjanlegri atvinnu á þeim bátum sem eru á veiðum fram að sjómannadegi.
Tékkaðu á þessu:
http://www.sax.is/?gluggi=fisktegundir
Rétt tveir mánuðir eru liðnir af kvótaárinu og það er búið að veiða 17,6%. Það verður allt búið í apríl. það verður ekki neitt eftir til að geyma á milli ára. allir eru þegar búnir með það sem geymt var síðast.
Fannar frá Rifi, 10.11.2008 kl. 16:56
Afar geðþekkur þessi þingmaður þinn Nilli. Hann er hreint ekkert síðri en minn...? Hérna er gullkorn frá þeim snillingi, því það er hann...;
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 17:16
Þessir Rifsarar!!!! En hvernig var það fór ekki fyrirtækið hans á hausinn og Bolungarvík nærri því með. Þar fer þá maður með reynslu af hremmingum.
Sigurbrandur Jakobsson, 10.11.2008 kl. 21:30
http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/687121/
varðandi þessa blogg færslu um vistvænni veiðar. það er útrunninn fresturinn til að skrifa athugasemd. en læt hana flakka hérna:
Ég myndi nú halda að línuveiðar væru vistvænni ásamt því að þær skapa störf fyrir margan gamlingja í að hnýta á öngla. gefur mörgum tækifæri á að halda áfram að taka þátt í lífi og starfi ásamt því að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Fannar frá Rifi, 10.11.2008 kl. 23:18
Fannar er greinilega útgerðarmaður án vinnu sjálfur? Hann hefur alltaf snúið út úr mínum "kommentum",,hingað til!...þegar ég benti Fannari á þessa grei til dæmis!
http://www.dv.is/brennidepill/2008/8/12/saegreifinn-sem-slokkti-ljosid/
...um skaðsemi kvótakerfisins...og nú eru bankarnir eins!?? Er ekki til aur í sjóðum þessarra manna?
Allavega er ég svo sammála þér Níels!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.