11.11.2008 | 16:21
Selsvararorrustan
Það gerðist aðfaranótt hins 11. nóvember 1943, líklega klukkan langt gengin eitt, er ég var að lesa í Heiðarvígasögu. Þeir voru að berjast Víga Barði og þeir; Eiríkur víðsjár hefur fengið axarhögg og af honum fóturinn um ristina, en hann kvað og hélt áfram að berjast..... Í því er bankað.
Ég fer til dyra. Þar eru komnar tvær stúlkur, sem ég ber kennsl á. Þær biðja mig: Ó, hleyptu okkur inn. Það elta okkur amerískir hermenn. Já komið fljótt inn, segi ég og læsti svo dyrunum á eftir þeim.
Þá er enn bankað. Ég fer til dyra. Þar eru fyrir tveir einkennisklæddir menn með merki amerísku herlögreglunnar. Annar er vanalegur hvítur maður. Hinn var meira en þrjár álnir á hæð, múlatti af Súlúkaffakyni. Hann var ægilegur. Ég lokaði þegar dyrunum, en þeir halda áfram að banka.
Það mundi ég, þegar ég hafði lokað, að þeir höfðu ekki skammbyssur við belti sín. Hins hafði ég einnig orðið áskynja, er ég opnaði dyrnar, að krögt var af hermönnum úti fyrir.
Ég sá að svo mátti ekki standa lengi að ég þyldi umsátur um híbýli mín vegna stúlknanna. Klæði mig því léttilega og ákveð að freista þess að ná símasambandi við lögregluna. Til vonar og vara stakk ég smíðaöxi minni í vinstri handarkrikann undir frakkanum.
Nú ætluðu dólgarnir að ryðjast inn þegar ég opnaði dyrnar, en ég gat ýtt þeim frá, læst á eftir mér og haldið leiðar minnar. Komst ég í síma og náði tali af lögreglunni, sem ég bað að koma hið bráðasta. Enn stóðu þeir við húsdyr mínar, er ég kom til baka og bíða nú ekki boðanna. Sé ég hvar blikar rýtingur á lofti og stefnir á mig.
Ég greip þá hönd hermannsins, sem hnífnum hélt og stöðvaði lagið, en rýtingurinn fór samt í gegn um efri vör mína, skar hana í sundur og tók úr mér þrjár tennur. Ég greip nú lausu hendinni til hermannsins, hóf hann á loft og kastaði honum langt vestur fyrir húsið.
Þetta skeði allt á andartaki. Greip ég nú öxi mína og snerist gegn hinum hermanninum og sá að það var þá Súlúkaffinn, sem eftir var. Um leið verð ég þess var að sá hvíti er risinn upp og kemur aftan að mér.
Nú gríp ég til þess ráðs í myrkrinu, er ég reiði öxina til höggs gegn svertingjanum, að ég set skalla hennar ofan í höfuð hermannsins, sem kemur aftan að mér. Rann öxin út af höfði hans en hann féll á herðar mér og greip um mig. Ég stytti þá í öxinni og greiddi honum slíkt högg að ég þóttist vita að myndi duga. Heyrði ég þá brothljóð í hausnum og maðurinn féll. Varð ég samtímis alvotur af blóði, bæði úr honum, og sjálfum mér.
En reiði ég öxina gegn Súlúkaffanum og stefni nú egg axarinnar á hjartastað hans, beinlínis vegna þess að ég náði ekki hærra. Hann drap þegar við fæti og rétti upp hendurnar, en ég hörfaði þrjú skref aftur á bak og fylgdist jafnframt með hverri hans hreyfingu. Hvað lítið sem hann hefði sýnt sig í því að ráðast á mig hefði orðið til þess að ég hefði vegið hann.
Nú skidi sá dökki rétt tilgang minn með því að hörfa: að hann var sá að gefa honum tækifæri til að flýja, snérist því á hæli og hvarf í myrkrið og með honum sá hermannaskari, sem staðið hafði álengdar.
Vissu þeir allir sem var, að nú kæmi lögreglan á vettvang, og þá yrðu þeir staðnir að agabroti með því að dvelja utan herbúða að nóttu til. Voru þeir því að flýja sína eigin menn en ekki mig, enda hefði ég ekki borið af þeim ef þeir hefðu allir ráðist á mig.
Ég fór þegar inn til kvennanna og beið þar komu lögreglunnar. Er hún kom á vetvang hafði það eitt gerzt fyrir utan, að hermennirnir höfðu sótt hinn fallna félaga sinn, en dreyri vottaði á haustfreðnum sverði hvað skeð hafði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona snilldar hetjusögur ber að varðveita og kynna ungu kynslóðinni. Ein er sú saga önnur sem mætti benda á. Man ég reyndar ekki nafnið á sögumanni en bókin heitir því ágæta nafni "Áfram með smérið piltar".
Dýrðlegar bókmenntir.
Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.