Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum oddviti Sjálfstæðismanna í NV er sama sinnis

Ég treysti Samfylkingunni og VG til að breyta ranglátasta kvótakerfi í heimi og ég er viss um að Sturla Böðvarsson fyrrum oddviti Sjálfstæðismanna í NV og fyrrum samgönguráðherra og forseti Alþingis er sama sinnis enda sagði hann á 17. júní 2007 í hátíðaræðu á Ísafirði.

Tilvitnun;

Áform okkar um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu sem stjórnkerfi fiskveiða virðist hafa mistekist.

Sú staða kallar á allsherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef marka má niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar.

Staðan í sjávarútvegsmálum er því mjög alvarleg og kallar á breytingar ef sjávarbyggðirnar eiga ekki að hrynja.

fiskimaður í blóðrauðu sólarlagi

Margt bendir til þess að aflaheimildir safnist á hendur fárra útgerða sem leggja skipum sínum til löndunar í útflutningshöfnunum og herða enn frekar á þenslunni í atvinnulífinu þar, allt í nafni hagræðingar sem mun koma hart niður á þeim byggðum sem allt eiga undir veiðum og vinnslu sjávarfangs.

Ástandið og horfurnar í minni sjávarbyggðunum er mjög alvarlegar ef draga verður úr veiðum og sú staða kemur flestum á óvart.

Miðað við aflabrögðin við Breiðafjörð á síðustu vertíð hvarflaði það ekki að nokkrum manni þar að við ættum eftir að standa frammi fyrir því að skera enn niður veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Tilv, lýkur.

Og hér getum við séð allt um reynslu Færeyinga af íslenzka aflamarkskerfinu.


mbl.is Hótanir ráðherra ekki við hæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sæll Níels.

Það ætti öllum að vera ljóst að núverandi stjórnkerfi í fiskveiðum er stórgallað.  Ég hinsvegar set stórt spurningamerki við þá umræðu að kvótakerfi með einhverjum öðrum leikreglum sé einhvað skárra.  Kvótakerfi í hvaða mynd sem er hyggla alltaf þeim stöðum sem liggja vel að markaði, útflutningshöfn og millilandaflugvelli.  Sóknarmark hinsvegar vinnur með þeim stöðum sem eru næst fiskimiðunum.

En spurningin sem fólk á að vera að spyrja, er hvað ráðleggingar Hafró hafa gert fyrir Íslendinga.  Er ekki möguleiki að finna skárri aðferðir?  Segir reynslan ekkert? 

400-450 þús. tonna þorskafli  á árunum 1952-1972 var ekki náð með núverandi aðferðum og núverandi aðferðir munu aldrei skila slíkum afla.

Þess vegna ætti umræðan snúast um aðferði Hafró og "fáveiði" en ekki um kvóta og "ofveiði".

Sigurður Jón Hreinsson, 23.4.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sigurður ég er algerlega sammála þér.

En við verðum að byrja á að brjóta upp kerfið með smá fyrningu og tökum svo upp dagakerfi færeyinga enda mun núverandi kvótakerfi molna innanfrá um leið og farið verður að hreyfa við því.

Ég vill að höfuðstöðvar Hafransóknarstofnunar verði færðar vestur á Ísafjörð strax á þessu ári og ný stjórn skipuð yfir stofnunina sem verði óháð LÍÚ.

Um leið og þetta gerist þá þarf að hleypa sjómönnum og óháðum ransakendum að vinnu Hafró og tekið verði tillit til mjög margra sjónamiða.

Stofnað verði 15 manna fiskidagaráð sem í verði að meirihluta sjómenn líkt og færeyingar eru með og ráðið ákveði veiðidaga og heildarafla í hverri tegund fyrir hvern útgerðarflokk.

Skorið verði algerlega á milli kvóta strandveiða og úthafsveiða.

Eg er svo bjartsýnn að halda að þess kponar kerfi verði komið á hér innan tveggja ára.

Níels A. Ársælsson., 23.4.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband