Leita í fréttum mbl.is

Aðför LÍÚ að lífríki hafsins

Ný ríkistjórn ætti að taka löngu tímabæra ákvörðun um að stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll eins og gert hefur verið í nánast öllum siðmentuðum löndum þar sem ábyrg umgengni um lífríki hafsins er í hávegum höfð.

Loðnuveiðar eru glæpur gagnvart lífríki hafsins þmt, öllum sjófugli.

Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum LÍÚ.

Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.

hörpudiskur 2

Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.

Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins og sjófugls á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hefur ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.

Fiskar fá ekki loðnu að éta með þeim afleiðingum að hann legst á sandsílið og baráttan verður hörð fyrir bjargfuglinn í samkeppni um fæðuna og stofnar bjargfuglsins hrynja.

Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.

Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.


mbl.is Mikil fækkun bjargfugla síðustu 20 árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr

Þetta er ekki erfitt val hvort viljum við ala íslenskan þorsk og aðra íslenskar sjávarlífverur eða norskan lax.

Þetta er ekkert sérlega flókið val. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband