23.8.2009 | 17:47
Haförn rćndi tveggja ára barni
Á Skarđi á Skarđsströnd átti sér stađ sumariđ 1879 sá einstćđi atburđur ađ haförn rćndi tveggja ára stúlkubarni og flaug međ ţađ í ţađ minnsta ţrjá kílómetra.
Frásögn Ragnheiđar Eyjólfsdóttur:
Móđir mín Matthildur Matthíasdóttir hafđi fariđ niđur ađ á til ađ ţvo ţvott. Var brekkuhall niđur ađ ánni, ţar sem ţvottastađurinn var. En skammt fyrir ofan var hvammur, og uxu blóm ţar innan um hvannir. Ţetta var í túninu á Skarđi.
Móđir mín skildi mig eftir í hvannastóđinu, er hún fór ađ fást viđ ţvottinn, taldi mig óhultari ţar, fjarri vatninu. Allt í einu heyrđi hún, ađ ég rek upp hrćđsluóp, en örn er komin yfir mig, ţar sem ég sat viđ ađ tína blóm.
Skipti ţađ engum togum ađ, örninn hefur sig upp og flýgur međ mig í klónum hátt í loft upp, en ekki heyrđist til mín nema rétt snöggvast. Hefur strax liđiđ yfir mig. Í fyrstu flaug örninn afar hátt ţarna yfir. Er sem hann hafi viljađ komast sem hćst strax, til ţess hann kćmist á ákvörđunarstađ, ţó ađ honum daprađist flugiđ, er frá liđi. En vitanlega var ćtlun hans ađ koma mér upp í arnarhreiđur, sem var í fjallinu fyrir ofan Kross.
Nú víkur sögunni til fólksins á Skarđstúninu, er ţar var viđ heyskap. ţaut hver af stađ sem betur gat, til ţess ađ komast í fćri viđ örninn. En sá leikur sýndist ójafn og útséđ, hver endirinn yrđi, enda sagđi móđir mín, ađ ţegar hún leit upp frá ţvottinum viđ ána og horfđi á eftir erninum međ mig í klónum, gat hún ekki ímyndađ sér, ađ hún sći mig nokkurn tíma lifandi, og kanski ekki einu sinni liđna.
Brátt kom í ljós, ađ örninn hafđi hér fćrzt of mikiđ í fang. Ég var stór eftir aldri og reyndist fuglinum svo ţung, ađ áđur en hann var kominn ađ fjallinu, daprađist honum flugiđ, svo ađ hann flaug ţađ lágt, ađ einn vinnumađurinn á Skarđi komst á reiđskjóta sínum svo nálćgt okkur, ađ hann gat slengt langri stöng í vćng arnarins, svo hann varđ ađ setjast. Og ţar slepti hann byrđinni. Var örninn kominn međ mig yfir Krossá, svo vegalengdin sem hann flaug međ mig, hefur eftir ţví veriđ um 3 kílómetrar.
Örninn hafđi lćst klónum gegnum föt mín á brjóstinu, og voru förin eftir klćrnar í hörundinu, en sárin ekki djúp, ţví fuglinn hafđi haft nćgilegt hald í fötunum. Móđir mín sagđi mér ađ ég hefđi veriđ dauf og utan viđ mig í nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fékk ég ekkert af ţessari einkennilegu loftferđ.
Arnarvarp gekk vel | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763849
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krakkinn hlýtur ađ hafa veriđ alveg gríđarlegur "rindill".
Jóhann Elíasson, 23.8.2009 kl. 19:14
Nei Jóhann.
Stúlkan var stór eftir aldri.
Níels A. Ársćlsson., 25.8.2009 kl. 17:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.