Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu skref til breytinga á kvótakerfinu

karfi við norge

1. Tegundatilfærsla verði afnumin með öllu.

2. Heimiluð geymsla á kvótum milli ára verði aðeins 2%.

3. Veiðiskylda verði aukin upp í 90%.

4. Ufsi, skötuselur, úthafsrækja, sandkoli og skrápflúra verði tekin út úr kvóta ekki síðar en 1. janúar 2010.

5. Línuívilnun verði aukin í 25 %.

6. Heimilt verði að koma með allt að 15% afla í undirmál sem reiknist einungis 30% inn í kvóta.

7. Byggðakvóti verði afnuminn 1. september 2010.

8. Núverandi fyrirkomulagi við löndun í VS sjóð verði hætt en í staðin verði sett á VS-gjald (td, 2,5%) á allan landaðan afla (brúttóverðmæti) sem renni óskipt í VS sjóðinn.

9. Dragnótaveiðar verði bannaðar víðast hvar innan 4,5 sjómílna miðað við grunnlínupunkta en þar sem landfræðileg nauðsyn þykir til verði miðað við dýpi en þá einungis yfir takmarkaðan tíma ársins.

10. Togveiðar verði alfarið bannaðar öllum skipum innan 12 mílna fiskveiðilögsögunar.

11. Netaveiðar verði alfarið bannaðar allt árið fyrir fyrir ofan 120 faðma dýpi með þeirri undantekningu að sérstök strand-netaleyfi verði veitt árstíðabundið til skötuselsveiða, kolaveiða og grásleppuveiða með sérstökum skilyrðum um stærð skipa, möskvastærð, dýpt neta og netafjölda.

12. Meðafli hjá skipum sem hafa strand-netaleyfi verði alfarið undanskilinn kvóta.

13. Veiðar véla-beitningabáta yfir 15 metrum verði bannaðar innan 6 sml, frá grunnlínupunktum.

14. Veiðar frystitogara verði bannaðar ofan við 120 faðma dýpi í fiskveiðilögsögunni.

15. Flottrollsveiðar verði alfarið bannaðar innan 200 sml íslenzku landhelginar með þeirri tímabundnu undanþágu að veiðar á kolmunna í flottroll verði heimilar undir ströngu eftirliti innan landhelginar á afmörkuðu svæði SA af landinu.

16. Loðnuveiðar verði einungis leyfðar á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku. Ekki verði heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.

17. Stefnt skal að því svo fljótt sem verða má að færa alla starfsemi Fiskistofu, Siglingastofnunar, Landsbjargar og Slysavarnarskólann til Landhelgisgæslunar og sameina þessar stofnanir undir merkjum Strandgæslu Íslands.

18. Stefnt skal að stofnun nýs Fiskveiðisjóðs eins fljótt og kostur er.

19. Stefnt skal að algjörum aðskilnaði veiða og vinnslu eins fljótt og verða má en eigi síðar en 1. september 2010.

20. Stefnt skal að lagasetningu um að allann fisk skuli selja á mörkuðum innanlands.

21. Allir fiskmarkaðir og hafnarvogir á Íslandi verði í eigu og undir ströngu eftirliti ríkisins.

22. Verslun með sölu og leigu á kvóta verði alfarið á höndum opinberrar stofnunar og verði farið eftir almennum leikreglum, sanngjörnum og sýnilegum almenningi.

23. Sett verði á fót "Sannleiks og sáttarnefnd" svo fljótt sem verða má og verði hún skipuð þingmönnum úr öllum flokkum. Starf nefndarinnar verði að kalla til sjómenn og útgerðamenn og yfirheyra þá um galla og brot í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Strandveiðar handfærabáta.

1. Þorskkvóta handfærabáta þarf að stór auka í strandveiðikerfinu og gefa ufsann frjálsan.

2. Laga þarf skiptingu á milli svæða með tilliti til árstíða og heimila færslu kvóta á milli svæða.


mbl.is Samstarf vísinda og veiða skiptir sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta eru virkilega góðar tillögur og ef fiskveiðistjórnunin á að grundvallast af vistfræðiþáttum í hafinu og lífsmöguleikum fólksins í landinu, en ekki gróðabraski fárra útvalina, þá er þetta ekki flóknara.

Atli Hermannsson., 5.10.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband