15.10.2009 | 08:31
Helförin var lygi
Þessi frétt slær allt út sem áður hefur verið logið í fjölmiðla á byggðu bóli.
Árlegt brottkast þorsks og ýsu á Íslandsmiðum er ekki undir 50-70 þúsund tonnum !
Aldrei áður hefur jafn miklu magni af þorski og ýsu verið kastað í sjóinn eins og á síðasta ári.
Fiskveiðiárið sem nú er ný hafið mun að öllum líkindum slá út allt það sem menn hafa áður séð í þessum efnum.
Leiða má líkum að því að ef ekki verða breytingar á úthlutuðum heildarafla í þorsk og ýsu mjög fljótlega þá fari brottkastið yfir 100 þúsund tonn í þessum tegundum.
Þessi niðurstaða Hafró um heildarbrottkast á þorski og ýsu er rétt innan við 2% af sannleikanum.
Líkt og Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti heldur því fram að helförin hafi verið lygi reyna forystumenn Hafró og LÍÚ að segja okkur að brottkast í illræmdasta kvótakerfi veraldar sé lygi !
![]() |
1.935 tonnum af ýsu var hent í hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við sem höfum starfað við sjómennsku vitum að brottkast er innbyggt í öll kvótakerfi. Hlutaskiptakerfið veldur því svo að allir taka þátt og algjör þöggun er tryggð. Eftirlitsmyndavélar eru hugsanlega svarið ásamt með verulegum sektum og sviptingu veiðileyfa við ítrekuð brot.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.10.2009 kl. 09:29
Hvar var þessum 5 tonnm kastað í hafið?
Ég er búinn að marg-reikna þetta fram og aftur og fékk ekki út nema 1930!
Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 09:59
Er ekki brottkast innbyggt í allar fiskveiðar ?
Ef við tökum einfalt dæmi sem frístundaveiðar. Menn sækjast eftir góðum matfiskum. Lýsa er ekki í hávegum höfð- hún fer því aftur í sjóinn . Smáýsa er ekki vinsæl- í sjóinn með hana- sama er með smáþorsk. Oftast á þessi fiskur sér enga lífsvon .
Síðan heimfærum við svipað upp á stórveiðiskipin og ef hlutfallið er það sama - þá er um nokkur tuga þúsund tonna að ræða.
1935 tonn / allan flotann-- hlægilegt - ef málið er ekki grafalvarlegt.
En hvað er til ráða..vandinn er meiri en kvótakerfið eitt og sér þó ömuleg sé..
Sævar Helgason, 15.10.2009 kl. 11:15
hahhahahahaha...... Þessi frétt er svo ótrúleg að maður á bara ekki orð! Gaman að fá góðan brandara snemma dags. Heimska Hafró nær nýjum hæðum. MÆLINGAR!!! Hvernig í ósköpunum náðu þeir að MÆLA þetta????? Gerðu þeir kannski sér mælingu handa málgagni LÍÚ (Mogganum)???
Þórður Már Jónsson, 15.10.2009 kl. 15:16
Gæti trúað því að þessar tölur eigi bara við eina útgerð sem ég þekki til. Hún hendir ekki minna magni á ári hverju en kemur fram í þessari frétt.
Víðir Benediktsson, 17.10.2009 kl. 15:45
Víðir.
Ég tala við áhafnir margra báta víðsvegar á landinu stundum oft í viku.
Ég þekki mjög vel til brottkast um borð í þessum bátum. Sumir þeirra kasta yfir 1000 tonnum á ári bara af þorski svo allri ýsu undir 800 gr.
Þá er ótalið tegundasvindlið og framhjákeyrslunar á vigtinni.
Níels A. Ársælsson., 17.10.2009 kl. 16:40
Heimurinn er skrítinn.Enginn inn á landsfundi smábátaeigenda studdi veiðiráðgjöf Hafró.En þegar fram kom kurteisleg tillaga um að forstjóra Hafró bæri að segja af sér, þá var hún felld.Tillagan verður flutt aftur á næsta ári.
Sigurgeir Jónsson, 18.10.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.