Leita í fréttum mbl.is

Alfriðaður síðan 1847

æðarfugl mynd eftir jón baldur hlíðberg

Æðarfugl er einn algengasti fugl Íslands og verpir við sjó í öllum landshlutum.

Algengastir eru þeir á Breiðafirði og Vestfjörðum en minnst eru þeir við suðurströndina.

Talið er að hátt í ein milljón æðarfugla hafi hér vetursetu og halda þeir sig meðfram ströndum landsins.

Um fellitímann safnast þeir í hópa oft þúsundum og stundum tugþúsundum saman.

Fæða æðarfugla, sem þeir kafa eftir á grunnsævi, eru ýmis lindýr svo sem kræklingur, beitukóngur, aða o.fl. en þeir éta líka krabba, krossfiska og marflær.

Dúnn æðarfuglsins hefur verið nytjaður hér á landi um aldir og stór æðarvörp eru nýtt um land allt.

Dúntekja ár hvert er um 3.000 kg en mun mest hafa farið í 4.700 kg.

Hreiður æðarfugla eru grunn og opin, búin til úr sinu og ýmsu öðru tilfallandi efni.

Fuglinn fóðrar þau svo að innan með æðardún sem er afar verðmætur.


mbl.is Skutu friðaða æðarfugla í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband