23.11.2009 | 23:09
Ráðherra ætti að stöðva þessar veiðar strax
Ráðherra sjávarútvegsmála ætti umsvifalaust að stöðva veiðar á gulldeplu.
Veiðar úr þessum nánast óransakaða stofni eru gerræðislegar í ljósi þess að hér mun vera um að ræða mikilvæga fæðu fyrir karfa og ufsa.
Er ekki komið nóg af yfirgangi græðgisvæddra grútarpramma LÍÚ skipa sem sett hafa fjölmarga nytjastofna í algjört uppnám vegna fæðuskorts ?
Hrun í flestum sjófuglastofnum við ísland má rekja til flottrollsveiða þessara sömu skipa auk hruns stofns hörpudisks í Breiðafirði og víðar við strendur landsins.
Fyrsti gulldepluafli vetrarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 764120
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þegar þú hefur staðið á dekkinu og kútað fiskinn, þá hefur ýmislegt lekið úr maganum. oft á tíðum einhver smá seiði sem menn hugsa ekki útí. halda að þetta sé bara seiði eða eitthvað. engin í raun gefið sér tíma til að rannsaka hvað er í maganum á fiskunum í gegnum tíðina svo neinu nemi. hver veit nema þarna hafi verið gulldepla á ferð. ég vissi ekki einu sinni af þessum fiski fyrr en fyrir nokkrum árum.
Fannar frá Rifi, 23.11.2009 kl. 23:19
Já ég er sammála þér þarna Níels, að það verður að athuga betur hversu stór partur af fæðukeðjunni þessi Gulldepla er áður en það er farið í nánari veiðar á henni, og þetta með fæðukeðju fuglalífsins hefur verið alveg skelfilegt að fylgjast með. Takk fyrir að vekja máls á þessu. Það verður að vernda hringrásina þarna betur en gert hefur verið, og það gerum við meðal annars með umræðu um þessi mál.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.11.2009 kl. 23:21
Kannast við þetta Fannar.
Níels A. Ársælsson., 23.11.2009 kl. 23:56
Ég væri til í að fá að sjá rökin fyrir því að sjófuglum fari fækkandi vegna flotrollsveiða!!! Ekki einhver orð úr munni heldur rök. Hlýnun sjávar er þarna lang lang stærsti þátturinn að mínu mati en rökin fyrir því hef ég ekki frekar en þú með flottrollin. Einnig held ég að veiðarnar á hörpudiskunum hér áður hafi gengið mun nærri stofninum en flottrollin, ætli snurvoðin skaði ekki hörpudiskinn mun meira en flottroll????
Árni R, 26.11.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.