Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
30.1.2007 | 13:23
Sjávarþorpin er nú þegar búin að vera !
Vek athygli á tilvitnun bb.is í grein Kristins H. Gunnarssonar í dag. Kristinn tekur ekki djúpt í árina þegar hann segir að það sé hrun framundan. Hrunið skall á eftir Alþingiskosningarnar 2003. Sjávarþorpunum á Vestfjörðum blæddi út eftir að núverandi ríkistjórn rændi völdum. Davíð Oddsson lýsti því yfir í ræðu á Ísafirði fyrir 16 árum að sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðar á landinu ættu engann rétt á sér og það ætti að borga fólkinu fyrir að fara. Þetta hefur allt gengið eftir, en engin sem neyðst hefur til að yfirgefa þorpið sitt hefur fengið eigur sínar, atvinnumissinn og búsetuna bætta.
http://bb.is/?PageID=141&NewsID=94727
http://bb.is/?PageID=141&NewsID=21346
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2007 | 01:17
Uppnám á Snæfellsnesi út af nýjum veiðarfærum á fiskislóðum við útnesið: Anno-1581.
Notkun lóða bönnuð með dómi að kröfu þeirra sem stunda handfæraveiðar.
Veiðarfæri sem valdið hafa megnri sundurþykkju og áköfum erjum á Snæfellsnesi hafa verið bönnuð með sérstökum dómi sem kveðinn var upp að Grund í Eyrarsveit. Veiðarfæri þau sem svo mikill styrr stendur um eru lóðir er sumir þeirra sem sjó sækja á utanverðu Snæfellsnesi, einkum úr Rifi, hafa lagt á miðum undanfarin ár.
Þessar lóðir eru þeim sem róa með handfæri mikill þyrnir í auga. Telja bændur í innsveitum að þær séu fiskigöngum til fyrirstöðu og útvegur á Hjallasandi gagnist þeim ekki lengur, er þaðan róa með færi, vegna lóðanna. Í öðru lagi vilji allir, sem á lausum kili eru, leggja sig í búðarstöðu í skjóli þeirra, sem tekið hafa upp notkun lóða, svo að aðrir bændur fá ekki vinnumenn nærlendis.
Svo mjög hitnaði í kolunum í vetur út af lóðafiskinu, að jaðraði við styrjöld á Hjallasandi og víðar á utanverðu Snæfellsnesi. Skiptust menn í tvo flokka, þá sem lóðir notuðu, og hina, sem áttu þær ekki, og stappaði nærri, að til hinna mestu vandræða drægi. Það er þess vegna eitt, sem lóðunum er fundið til foráttu, að þær kveiki ófrið, sem hæglega gæti leitt til válegra atburða.
Svo mikið þótti í húfi að höfuðsmaðurinn, Jóhann Bockholt, sá þann kost vænstan að fara sjálfur vestur á Snæfellsnes til að rannsaka þetta mál og fá úr því skorið, hvort þætti horfa til meiri nytsemda að banna lóðanotkun með öllu eða mæla með því, að allir, sem þar sækja sjó, komi sér upp lóðum.
Á dómþinginu kom fram, að margir, sem gera út fiskibáta, sumir hverjir frá Hjallasandi og öðrum útverum, voru mjög tregir til að fá sínum mönnum lóðir, þar er þeir orkuðu ekki að kaupa þær og halda þeim við.
Komust dómsmenn að þeirri niðurstöðu, þó að sumum verði hagur að lóðanotkun þessari, séu hinir fleiri, sem hafi af henni skaða, og horfi til mikils ósamþykkis, ef sumir noti lóðir en sumir ekki.
Það varð því ofan á með ráði höfuðsmanns og sýslumanns, Marteins Rasmussonar, að lóðir megi ekki lengur nota í "þessu Þórsnesþingi, hvorki vetur né sumar, haust né vor" Þótt sumir hafi hafi haft af þeim ávinning, séu þær alþýðu manna til óviðurkvæmilegs sundurþykkis og mörgum til skaða.
Skulu lóðir, sem í sjó verða lagðar þar vestra héðan í frá, vera upptækar umboðsmanni konungs, en fiskur, sem á þær fæst, renna til fátækra manna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 20:40
Tilræði í kirkjudyrum:
anno-1501.
Það gerðist á krossi í Landeyjum nú á Ólafsmessudag, að Vigfús Erlendsson frá Hlíðarenda, bróðir Þorvarðs lögmanns, veitti Þórði Brynjólfssyni tilræði í kirkjudyrum. Sök Vigfúsar er miklu þyngri en ella sökum þess, að hann bar vopn á manninn í kirkjuhelgi á heilögum degi.
anno-1502.
Vigfús Erlendsson hefur keypt sig undan sökum og fengið kvittun veraldslegs valds hjá Benedikt hirðstjóra Hersten.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 09:44
Af hverju er þetta apparat til enn ?
Hvernig stendur á því að það hefur ekki verið komið böndum á þetta dýr enn ?
![]() |
Verðlaunum heitið fyrir að finna japanska hvalveiðiflotann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 20:52
Allan fisk á markað !
Hver er afstaða útgerðamanna og fiskverkenda á Snæfellsnesi til málsins í dag ?
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=70617
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 15:42
Hafísfréttir:
Anno - 1881:
Mikill ísavetur og hinn mesti frostavetur. Þá lagði ísa norðan að öllu landinu á svæinu frá Látrabjargi, norður, austur og suður að Eyrarbakka. Hafísinn hafði komið upp undir Norðurland í lok nóvembermánaðar árinu áður, og varð um jólin landfstur við Vestfirði norðan til og við Strandir, rak þar inn á hvern fjörð og voru hafþök fyrir utan. Í fyrstu viku í janúarmánuði lónaði hafísinn frá fyrir norðan og rak út hroðann af Eyjafirði og öðrum fjörðum.
Að kvöldi hins 9. janúar sneri við blaðinu og gerði ofsa-lega norðanhríð um allt Norðurland og Vestfjörðu, en minna varð af því syðra og eystra; illviðri með hörkufrostum hjeldust fram í miðjan febrúar. Með hríðum þessum rak hafísinn að landi og fylti firði og víkur og fraus víða saman við lagnaðarísa í eina hellu, því þá voru hin grimmustu frost. Í lok janúarmánaðar var Eyjafjörður allur lagður út undir Hrísey og mátti aka og ríða eftir honum endilöngum; ísinn var síðar mældur á Akureyrarhöfn og var nærri þriggja álna þykkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 14:51
Ingibjörg ! Hvað með sjávarútvegsmálin ?
http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/106796/
![]() |
Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 13:04
Í fréttum er þetta helst:
Anno - 1695:
Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reyjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands.
Litlu eftir vertíðarlok urðu frakkneskir hvalveiðimenn að ganga af skipi sínu í ísi fyrir Reykjanesi; 8 skotskum mönnum var bjargað af ísjaka í Vestmannaeyjum, höfðu franskir víkingar rænt þá, flett klæðum og látið þá svo út á ísinn allslausa. Að vestan kom ís fyrir Látrabjarg, en norðanlands mátti ríða og renna fyrir hvern fjörð um vorkrossmessu. Ísinn gekk sumstaðar upp á land og varð að setja báta lengra upp en vandi var til. Nyrðra sást eigi út yfir ísinn af hæstu fjöllum, syðra sást út fyrir hann og kaupskipin fyrir utan, sem hvergi komust að landi, og eigi varð heldur komist til þeirra, og komust menn í mikla þröng af siglingarleysinu, því flest vantaði, er á þurfti að halda, kornvöru, járn, timbur og veiðarfæri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 12:32
Hefur nokkur áhuga á þessu ?
![]() |
Stakir jakar undir Stigahlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar