Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Eftirmæli

Undir austurvegg kálgarðsins

heldur hreppstjóraskektan áfram að fúna

hvolfir á tveim maðksmognum rekatrjám,

og hníflarnir nema við jörðu.

 

Hér sátum við vinirnir,

er hann sagði mér það, sem ég vissi ekki,-

þá var ég átta ára en hann níu.

 

Ég man,

hversu löng grasstráin voru,

þar sem þau uxu í skugganum,

og ég sagði.

 

Þú ert að skrökva að mér,

og þó vissi ég,

að hann sagði satt.

 

Alla stund síðan

hef ég borið hatur í brjósti

 

Og í dag er hann látinn

og ég fylgdi honum ekki til grafar.

 

Höfundur: Jón úr Vör.


Algjör uppstokkun á kvótakerfinu

Forsendan fyrir sátt um stjórn fiskveiða er algjör uppstokkun á kvótakerfinu. Alþingi komi saman í sumar eftir að ný ríkistjórn hefur verið mynduð og setji breytt lög um stjórn fiskveiða sem grundvallast á nýtingarrétti sjávarbyggðana. Lögin taki gildi 1. september 2007.
mbl.is Meirihluti telur frumvarp um þjóðareign hafa dregið úr trausti á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skal engan undra

Samherji hf, ræður nánast öllum markaði í Evrópu fyrir grásleppuhrogn og er ekki að undra að svona er komið fyrir grásleppukörlum.
mbl.is Grásleppuútgerð fer hnignandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers ert þú fæddur ?

En til hvers ert þú fæddur

og hvað er þér ætlað að vinna ?

Nokkra steina rífur þú upp úr jörð

svo grasið fái að vaxa.

En berangur þorpsins hlær að þér,

því fjallið er ekki hálfrunnið enn,

grettnir klettarnir bera skriðurnar.

Þú fæddist í dag,

en gröf þín var tekin í gær.

 

Höfundur:  Jón úr Vör.


Seðlabankinn lækki stýrivexti strax í 6% en bíði ekki

Ef Seðlabankinn gerir það þá munu viðskiptabankarnir fá að kenna á því ærlega. Íslendingar hafa aldrei getað lifað á vaxta og gengismun (lofti) heldur hefur þjóðin þurft að framleiða vörur til útflutnings. Krónan mun falla strax um 25-30 % og kæmi það öllum almenningi og útflutningsfyrirtækjunum til góða í formi aukina útflutningstekna og stórlækkun vaxta.
mbl.is Davíð: Enn sækir í sama horf varðandi aukin útlán fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svona stór, seinni hluti. Höfundur Jón úr Vör.

Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp,

stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.

Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum

Þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti.

Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér.

 

Og loks, er þú hefur unnið allan heiminn, vaknar þú einn

morgun í ókunnri borg, þar sem áður var þorpið,

gamalmenni við gröf móður þinnar. Og segir:

Ég er svona stór.

En það svarar þér enginn.


Pútín er þá ekki eins slæmur

Og Framsóknarflokkurinn sem reyndi að ræna fiskveiðiauðlindinni líkt og flestum öðrum eigum Íslenzku þjóðarinnar. Toga og teygja stjórnarskrá er glæpur í augum rússa en þykir sjálfsagt hjá Framsóknarflokknum.
mbl.is Pútín vill ekki að stjórnarskrá Rússlands verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svona stór

Enginn slítur þau bönd,

sem hann er bundinn heimahögum sínum.

Móðir þín fylgir þér á götu,

Er þú leggur af stað út í heiminn,

en Þorpið fer með þér alla leið.

 

Frá þeirri stundu

er þú stóðst við móðurkné og sagðir:

Ég er svona stór,

ert þú samningi bundinn.  

 

Þú stendur alla ævi síðan fyrir augliti heimsins.

Lítill kútur, sem teygir hönd yfir höfuð sér og heyrir

blíðmæli brosandi móður:

Ertu svona stór ?


Sko Ehud Olmert

Í hugmyndum Arabaríkjanna er m.a. tekið undir kröfu Palestínumanna þess efnis að rúmlega fjórar milljónir palestínskra flóttamanna og afkomendur þeirra, sem búsettir eru víðs vegar um heiminn, fái að snúa aftur til fyrrum heimila sinna og ættingja sinna í Ísrael. Ísraelar segja slíkt hins vegar ekki koma til greina.

Hvenær fá burthraktir vestfirðingar að snúa heim og hvenær verður réttinum okkar til fiskveiða aftur skilað ? Sjá linkhttp://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/161469/


mbl.is Olmert segir breytta afstöðu Arabaríkjanna byltingarkennda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband