Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
5.3.2007 | 09:27
FAO - hafi strax afskipti af Íslenskum stjórnvöldum !
Sjóræningjar undir Íslenskum fána aðhafast óáreittir innan Íslensku fiskveiðilögsögunar í skjóli Sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskistofu. Þessar tvær ríkisstofnanir sem heyra undir ráðherra sjávarútvegsmála láta sem ekkert sé og heimila stórfeldar og ofbeldisfullar veiðar með flottrolli á loðnu, síld og kolmunna í slíkum mæli að stappar við brjálæði.
Meðafli Íslensku flottrollskipana er óheyrilegur, allt frá seiðum upp í stærstu bolfiska og allt þar á milli. Þúsundum, jafnvel tugþúsundum tonna er slátrað af seiðum og bolfiski hvert ár og brætt í mjöl og lýsi til útflutnings í skepnufóður.
Ekki hefur ráðuneyti sjávarútvegsmála séð ástæðu til þess að krefja útgerðir flottrollskipa um kvóta í bolfiski fyrir þessum gríðarlega meðafla heldur einungis látið sem ekkert væri sjálfsagðara og eðlilegra en að rándýr bolfiskur og seiði séu brædd í mjöl og lýsi eins og um skítfisk sé að ræða.
Það alvarlegasta við sjóræningja veiðar Íslendinga með flottroll innan Íslenskrar landhelgi er að allt lífríki sjávar við Ísland er í eintómri klessu. Næring alls lífríkis sjávar er að verða upp urið og heilu fiskistonnarnir eru hreinlega að hverfa, samanber ástandskýrslu Hafransóknarstofnunnar.
Smug uppsjávarfiska í gegnum flottroll drepur allt að tífallt það magn sem að landi kemur úr flotrollsskipunum, það er staðreynd enda hefur það verið marg sannað með vísindalegum ransóknum erlendis.
![]() |
FAO hvetur til hertara eftirlits með veiði í úthöfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 18:17
Þar kom Sigurður Kári upp um sín eigin svik og pretti.
Sigurður Kári vill að Siv segi af sér
Sigurður Kári Kristjánsson segir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér, hvort sem hún hafi meint eða ekki ummæli um að það varðaði stjórnarslitum ef Sjálfstæðismenn samþykktu ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Mín skoðun er sú að í öllum alvöru ríkjum að ráðherra sem fer fram með þessum hætti að honum er nú varla sætt", sagði Sigurður.
Þá sagði Sigurður að hann teldi engar líkur á að slíku ákvæði yrði komið á á kjörtímabilinu. Þessi orð lét Sigurður falla í Silfri Egils. Ætla menn að fara að breyta stjórnarskránni, hugsanlega umbylta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og atvinnugreininni þegar það eru tíu dagar eftir af þinginu - ég get ekki ímyndað mér það", sagði Sigurður enn fremur. Ath; af visir.is
Ef einhver á að segja af sér er það Sigurður Kári fyrir þessi skítlegu ummæli sín. Lýsir þetta best hræðslu hans og annara í þingflokknum við forystu glæpasamtaka Landsambands Íslenskra útvegsmanna.
Á að fara að umbylta núverandi fiskveiðistjórnunnarkerfi spyrja þessi tómu jakkaföt með bindi ?
Ég skal svara honum og taka af öðrum ómakið ! Já hr, tómu jakkaföt, það á að umbylta núverandi kerfi við stjórn fiskveiða og reka út í hafsauga menn eins og Sigurð Kára og félaga !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2007 | 13:10
Þorskstofnarnir við Nýfundnaland og Labrador hrundu vegna offriðunnar og skefjalausra loðnuveiða !
Þorskstofnahrun vegna hlýnunar?
Ofveiði er ekki aðalástæðan fyrir hruni þorsksstofna heldur hlýnun sjávar. Þessu halda tveir bandarískir fræðimenn fram í nýjasta hefti tímaritsins Science. Fráleitt, segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur.
Greinarhöfundarnir Charles H. Greene og Andrew J. Pershing beina sjónum sínum einkum að Norðvestur-Atlantshafi. Þeir segja loftlagsbreytingarnar hafa orðið til þess að sjór varð ferskari og yfirborðslög hlýnuðu. Í kjölfarið varð til meira af þörungum og dýrasvifi. Þá segja Greene og Pershing að fiskistofnar, þorskur og uppsjávarfiskar á borð við síld, líði fyrir þessa breytingu, sérstaklega Nýfundnalands labrador þorsksstofninn. Mikið álitamál sé hvort sá stofn hafi hrunið vegna ofveiði eða hlýnunar.
Greinarhöfundar byggja ályktun sína m.a. á skrifum Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Hjálmar furðar sig á niðurstöðu greinarhöfunda. Hann telur að fræðingarnir tveir hafi ekki kynnt sér sögu stofnsins nógu vel. Stofninn hafi haldið sér öldum saman þrátt fyrir loftlagsbreytingar sem oft voru miklar. Til að mynda hafi miklar breytingar orðið um 1920. Það var þó ekki fyrr en aflinn jókst skyndilega úr 300.000 tonnum í 800.000 sem stofninn hrundi. Hjálmar segir mjög erfitt að skýra hrunið með öðru en hreinni og klárri ofveiði. Hjálmar segir fráleitt hjá greinarhöfundunum að gera svo lítið úr áhrifum af ofveiði og reyna að skýra hrunið þorsksstofnsins með hnattrænni hlýnun. Ath; af vef ruv.is, dags 04.03.2007.
Að öllu samanlögðu og af raunhæfum ályktunum þá trúi ég engu sem þessir fræðimenn segja, hvorki Hjálmar Vilhjálmsson, Greene og Pershing. Þetta eru allt sömu ruggludallarnir sem vita ekkert í sinn haus og hafa aldrei vitað. Legg til að þetta lið verði tekið úr umferð og sett á bak við lás og slá og þeir skráðir undir heitinu "Fiskileysis Guðirnir" í bókum Fangelsismálastofnunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 10:53
Með vilja og vitund staðfastra ríkja !
Í Írak ganga menn hreint til verks, en á Íslandi ástunda stjórnvöld engu minni óhæfuverk og murka lífið úr sjávarbyggðunum hægt og bítandi, ræna öllum eignum og atvinnu fólksins og flæma það á vergang. Það er troðið á mannréttindum íbúanna, þeir svífyrtir, niðurlægðir og að endingu myrtir andlega, fjárhagslega og félagslega.
Hvor aðferðin er mannúðlegri ??????
![]() |
Hópur öfgamanna í Írak birtir myndband er sýnir aftöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Marel keypti Póls til að eyða samkeppni
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum.
Eins og fram kom í fréttum okkar í gær samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðar þungorða yfirlýsingu í vikunni um atvinnumál í bænum í kjölfar ákvörðunar Marels að hætta starfsemi þar þann fyrsta september. Marel keypti ísfirska hátæknifyrirtækið Póls fyrir þremur árum og talaði þá um að styrkja starfsemina fremur en að draga úr henni. Nú, þremur árum síðar verður henni hætt. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir þetta skelfilega ákvörðun og ógnun við atvinnulíf staðarins. Hann telur að Marel hafi keypt Póls á sínum tíma til að ryðja burt samkeppni og aðeins látið líta svo út sem þeir hefðu áhuga á að reka áfram fyrirtækið á Ísafirði. Nú þurfi þeir ekki að óttast samkeppni frá Póls.
Halldór segir áríðandi að ríkisvaldið komi inn þegar ástandið er svona. Hann bendir á að á árunum 2002-2003 hafi störfum hins opinbera á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 1300. Á sama tíma hafi þeim fækkað á Ísafirði um 30. Hann ætlist ekki til að ríkið búi til opinber störf, nema þau séu nauðsynleg, hins vegar megi flytja þau til. Ath; frétt af visir.is, 03.03.2007.
Hvað sagði bæjarstjórn Ísafjarðar þegar Básafell hf, var keypt fyrir framan trýnið á þeim og 14 þúsund tonna kvóti fluttur í burtu ? Þá sagði engin neitt í meirihlutanum á Ísafirði. Sama var upp á teningnum þegar Guggan var seld til Samherja hf, og bæjarstjórinn á Ísafirði Kristján Þór Júlíusson hlaut að launum stjórnarformennsku í Samherja hf, enda mátti það nú ekki minna vera fyrir eitt stærsta þýfi Íslandsögunnar.
Og næsti bær við, Bolungarvík ! 100 ára gamalli arfleið EG stolið af Þorbirninum hf, í Grindavík með fulltingi Sverris Hermannssonar Landsbankastjóra. Hvað sagði bæjarstjórn Ísafjarðar við því ?
Nú er tími til kominn að Vestfirðingar hætti að láta ljúga að sér og rísi upp sem einn maður og gefi ríkisvaldinu ærlega á kjaftinn. Kristján Þór Júlíusson er verðandi ráðherra sjávarútvegsmála í næstu ríkistjórn ef Sjálfstæðisflokknum tekst að mynda stjórn. Þar með vitum við hver heldur á og stjórnar fiskveiðiauðlindinni út á 200 sjómílur allt í kringum landið. Vilja Vestfirðingar að sjávarútvegsráðuneyti Samherja hf, verði komið á fót ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 09:39
Hvalveiðar íslendinga verða arðbær atvinnugrein í framtíðinni.
Langreyðarstofninn á ekki heima á válista CITES
Vísindanefndin tók saman yfirlit um stöðu langreyðarstofnsins á svokölluðu miðsvæði Norður-Atlantshafs að beiðni Íslendinga. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að engar líffræðilegar forsendur séu fyrir því að stofninn sé á svokölluðum Appendix I lista CITES en það er sú stofnun sem hefur umsjón með því að ekki fari fram viðskipti með plöntur og dýr sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.
Á ársfundinum var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna þeirra herferða sem í gangi eru í sumum ríkjum Evrópu og beinast gegn innflutningi á selskinnum og öðrum selaafurðum. Ekkert mið væri tekið af fyrirliggjandi upplýsingum frá NAMMCO og selveiðiþjóðunum um hina miklu stærð flestra selastofna, þá staðreynd að stofnarnir væru nýttir með sjálfbærum hætti og að alþjóðleg samvinna væri um veiðiaðferðirnar á milli veiðimanna og sérfræðinga á sviði dýralækninga. Rannsóknir bendi til að inntaka sela- og hvalalýsis sé jafnvel enn heilsusamlegri en neysla á venjulegu fisklýsi.
Af öðrum málum, sem bar á góma, eru áform um auknar rannsóknir á sela- og hvalastofnum en vísindanefnd NAMMCO telur t.a.m. óhætt að veiddir séu 10 hnúfubakar við Vestur-Grænland á ári án þess að stofninum stafi hætta af. Hins vegar hafa vísindamenn miklar áhyggjur af veiðum Grænlendinga á náhvölum og mjöldrum en þær veiðar séu ekki stundaðar undir merkjum sjálfbærrar nýtingar í dag.
Ath; af skip.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Formúlan meðal íþrótta sem sagðar eru gefa upp stórlega ýktar áhorfstölur
Formúla-1 er meðal íþróttagreina sem gefa upp hærri tölur fyrir sjónvarpsáhorfs en raunin er, líkast til að laða velborgandi styrktarfyrirtæki að íþróttinni og halda uppi háu verði sem sjónvarpsstöðvar þurfa borga fyrir að sýna frá keppni.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar breska dagblaðsins The Independent. Blaðið nefnir sem dæmi, að af formúlunnar hálfu hafi verið haldið fram að 354 milljónir manna hefðu horft á útsendingu frá lokamóti vertíðar síðasta árs, í Brasilíu. Sé það fjórum sinnum hærri tala en hægt sé að festa hendur á.
Óháð greining fyrirtækisins Initiative Sports Futures (ISF) hafi leitt í ljós, að einungis 83 milljónir manna hafi í raun horft á Felipe Massa hjá Ferrari aka til sigurs í mótinu í Interlagos-brautinni í Sao Paulo í október sl.
Að sögn The Independent eru tölur um sjónvarpsáhorf frá íþróttaviðburðum stundum stórlega ýktar og í öðrum tilvikum einfaldlega ágiskun. Í þeim felist jafnvel oft uppsafnað áhorf á endurteknar sýningar og jafnvel þriggja mínútna samantektir.
ISF styðst einvörðungu við áreiðanlegar mælingar og viðurkenndar mæliaðferðir sem byggja á meðaláhorfi fremur en hámarkstölum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 15:59
Danska matvælaráðuneytið vinnur að því að setja á sóknarstýringu við þorskveiðar í Eystrasalti.
1.3.2007 | 15:28
Hin fornkveðnu orð Bólu Hjálmars eiga vel við í dag um forystu LÍÚ.

af frjálsum manngæðum lítið eiga,
eru því flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir, sem betur mega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2007 | 12:16
Innköllun aflakvóta í norskri lögsögu veldur deilum:
Norska ríkið leysir til sín kvótana
Sósíalíski vinstriflokkurinn í Noregi, sem á aðild að ríkisstjórn Jens Stoltenberg, styður hugmyndir um að veiðiheimildunum sé úthlutað til 15 ára. Að þeim tíma liðnum leysi norska ríkið kvótana til sín og úthluti þeim að nýju. Þetta er ljóst eftir umræður innan SV.
Fram að þessu hefur flokkurinn verið á móti framsali og viðskiptum með veiðiheimildirnar en nú segist flokksstjórnin geta stutt slík viðskipti svo fremi sem veiðiheimildunum sé ekki úthlutað til lengri tíma en 15 ára og að þær renni til ríkisins að þeim tíma loknum og komi til endurúthlutunar. Fiskaren greinir frá þessu í dag og vitnað er til flokksformannsins og fjármálaráðherrans, Kristínar Halvorsen í því sambandi.
Sá háttur hefur verið hafður á í Noregi að eigendur strandveiðiskipa sem eru stærri en 15 metrar hafa getað sameinað allt að þrjá kvóta á eitt skip. Forsendan fyrir þessu fyrirkomulagi hefur verið sá að taka þarf tvo báta úr rekstri á móti kvótunum tveimur og hafa eigendurnir ekki fengið heimild til að nýta þá til veiða eða annarra verkefna. 20% af kvótanum, sem þannig hefur fallið til, hefur verið úthlutað að nýju innan viðkomandi útgerðarflokks þannig að aðeins 80% kvótans hefur færst yfir á bátinn eða skipið sem eftir hefur staðið.
Minnstu strandveiðibátarnir, sem eru 15 metrar eða styttri, fengu ekki leyfi til kvótaviðskipta líkt og stærri bátarnir en þess í stað hafa útgerðarmenn þeirra, að sögn Fiskaren, fengið ýmiss konar stuðning frá ríkinu. Ekki hefur þurft að stjórna sókn þessara báta með kvótum og blaðið segir að reyndin hafi verið sú að allra minnstu bátarnir hafi fengið að stunda nánast frjálsar veiðar stærstan hluta ársins og stærstu bátarnir hafi fengið næstum því tveggja mánaða frjálsar veiðar. Fyrir næsta ár er lagt til að þessir bátar fái þorskkvóta en frjálsa sókn í ýsu og ufsa. SV er á móti útgerð verksmiðjutogara og ítrekar þá skoðun sína að þeir eigi að ,,hverfa, eins og það er orðað, og veiðiheimildir þeirra eigi að innkalla á einum áratug. Aflaheimildirnar eigi að færa yfir til strandveiðiflotans.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um að norskir útgerðarmenn og reyndar flest ef ekki öll hagsmunasamtök í norskum sjávarútvegi leggjast alfarið gegn hugmyndum sem þessum en 15 ára reglan hefur m.a. verið viðruð af meirihluta nefndar sem sjávarútvegsráðherra landsins skipaði til þess að fjalla um fiskveiðistjórnunina og koma með tillögur í þeim efnum. Samtök norskra útgerðarmanna hafa fengið hóp lögfræðinga til þess að fara ofan í saumana á réttarstöðu þeirra og einstaka útgerðarmenn hafa hótað því að draga ríkisvaldið fyrir dómstóla ef umræddar hugmyndir verða að veruleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 765372
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Hallgrímur lék KR-inga grátt (myndskeið)
- Þrír Íslendingar á meðal tíu efstu
- Nýi maðurinn skaut Chelsea í úrslit
- Blikar fengu á sig sigurmark í uppbótartíma
- Svíar sendu Dani og Pólverja heim
- Þjálfari Fylkis í tveggja leikja bann
- Leeds ætlar að taka sinn tíma
- Gamli United-maðurinn til Arsenal
- Meiðsli Guðmundar ekki alvarleg
- Frá Spáni til nýliðanna á Englandi