Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Er spilaborgin að hrynja ?

Ég veit ekki hvernig fjárfestingum íslendinga í útlöndum er háttað, en ef mat fyrirtækjana íslensku er með líkum hætti og verð á aflaheimildum í íslenskri fiskveiðilögsögu þá líst mér ekki á blikuna. Hér er verð á þorskveiði heimildum fimmfallt hærra en í Noregi og skilur enginn neitt í því, enda ekki að undra þar sem engar efnahagslegar né rekstrarlegar forsendur eru fyrir því að verð á heimildunum skuli ekki vera það sama og hjá norðmönnum sem selja sínar afurðir á sömu mörkuðum og við. Hvað segðu útgerðamenn á Íslandi við því af verð á olíu væri fimm sinnum hærra hér en í Noregi ?
mbl.is SA segir nauðsynlegt að endurbæta gagnagrunna Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli íslenzku LÍÚ sjóræningjaskipin séu á listanum ?

Greenpeace gefur út lista yfir sjóræningjaskip

8.3.2007; skip.is

Greenpeace samtökin hafa gefið úr lista með nöfnum skipa sem þátt taka í ólöglegum og óskráðum veiðum á heimshöfunum. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að útgerð þessara skipa stefni fiskstofnum í voða en talið er að verðmæti hins ólöglega afla sé um 9 milljarðar bandaríkjadala á ári.

Á heimasíðunni kemur fram að auk fiskiskipa á ólöglegum veiðum þá geti menn búist við að sjá á listanum svokölluð móðurskip, sem taka við afla frá fiskiskipum til vinnslu um borð, flutningaskip, sem flytji ólöglegan afla, og skip sem þjónusti skip sem stunda ólöglegar veiðar.

Í gagnagrunni Greenpeace á einnig að vera hægt að finna upplýsingar um fiskvinnslufyrirtæki sem kaupa ólöglega veiddan afla en grunnurinn er ekki síst ætlaður fiskkaupendum sem vilja forðast að kaupa fisk sem ekki er veiddur undir formerkjum sjálfbærrar nýtingar.

Greenpeace hyggst fylgjast sérstaklega vel með höfnum sem kunnar eru af því að þjónusta skip sem þekkt eru fyrir ólöglegar veiðar.


Sendum Árna Finnsson í Cuantanmo !

025

Röflið í þessu dýri honum Árna Finnsyni er alveg hreint óþolandi. Hvalveiðar munu aldrei skaða ímynd Íslands ef farið verður eftir settum reglum við veiðar og vinnslu heldur þver öfugt munu hvalveiðar auka hróður okkar um allan heim. Við erum einstök í mengi alheimsins og eigum að standa föst á sérstöðu okkar, menningu og atvinnuháttum. Ef við stöndum föst á okkar þrátt fyrir allt kjaftæði um ransóknir á áhrifum hvalveiða á ímynd landsins þá munum við uppskera stóraukin ferðamannastraum og aukin viðskipti með afurðir okkar. Látum ekki þetta vælu lið segja okkur fyrir verkum hvorki Finnsen né Gudmúndsen og sendum á þá herskip. Landráðamenn á að setja til hliðar og þagga niður í þeim. 


mbl.is Vill að áhrif hvalveiða á ímynd Íslands verði skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóta kjaftæðið !

22165_tn%5B4%5D

Þar sem Kári Stefánsson er annars vegar er mikil hætta á fjárhagslegu tjóni fyrir alla aðra en hann sjálfann. Ég efast um að kappinn borgi fyrir kaffið sitt sjálfur. Almenningur á Íslandi hefur fram að þessu borgað brúsann beint í formi hlutafjár á sínum tíma sem var logið inn á fólk og ofur vaxta bankana nú um stundir.  Vextir bankana eru látnir borga niður svínaríið sem kokkað var upp í kringum Íslenska erfðagreiningu. Minnir þetta mjög á kvótakerfið Íslenska sem er allt tómt bull og steypa þegar kemur á verðlagningu aflaheimildana. Fjöldi fólks hefur misst aleiguna og margir tekið líf sitt fyrir þessa svikamillu. Meinjak-Grubb er apparat sem verður að stoppa sem allra fyrst. Það er þjóðþrifamál !


mbl.is Tap deCODE eykst milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti gullmolinn frá Ísafirði ?

catching

Eitt sinn var Guggan flaggskip Vestfirðinga. Hún var keypt af Samherja hf, á Akureyri. Skipið átti að vera áfram með heimahöfn á Ísafirði, áhöfnin sú sama og skipið áfram gullt á litin. Þessi loforð stóðu í nokkra daga. Trúir því einver virkilega að 3-X stál verði áfram rekið á Ísafirði ? Vek athyggli á því að einn stærsti hluthafinn í Atorku er jafnframt einn fyrverandi helsti stofnandi og eigandi Samherja hf.


mbl.is Atorka og Straumborg kaupa meirihluta hlutafjár í 3X Technology
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með fórnarlömb kvótakerfisins ?

fangar 3Hvað með fórnarlömb kvótakerfisins ? Fólkið í sjávarbyggðunum sem hrakið hefur verið á vergang eignarlaust eftir ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Í því máli er hægt að draga til ábyrgðar menn úr ríkisstjórn Íslands og láta dæma fyrir sín óhæfuverk.
mbl.is Krefjast aukinnar þjónustu við fórnarlömb slæmrar ríkisstyrktrar stofnanavistunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlitið virkar hjá dönum !

Dönsk fiskvinnsla kærð fyrir stórfellt kvóta svindl

5.3.2007: af skip.is 

Eigendur fiskvinnslufyrirtækis í Grenaa í Danmörku hafa verið ákærðir fyrir stórfellt svindl og sölu á ólöglega veiddum afla. Er verðmæti hans áætlað um 132 milljónir ísl. króna.

Á heimasíðu dönsku sjómannasamtakanna kemur fram að umrætt fyrirtæki hafi með höndum vinnslu á uppsjávarfiski. Farið var í fyrirtækið í hefðbundnu eftirliti dönsku fiskistofunnar í september í fyrra og í framhaldinu kom í ljós að fyrirtækið hafði selt mun meira af afurðum en sem nam því fiskmagni sem keypt hafði verið inn til vinnslu.

Með því að kanna viðskipti fyrirtækisins við fyrirtæki í nágrannalöndunum hefur komið í ljós að 8950 tonn af fiski, sem ekki hafa verið dregin frá kvótum, hafa verið unnin og seld á vegum fyrirtækisins. Verðmætið er áætlað um 11 milljónir DKK eða jafnvirði um 132 milljóna ísl. króna miðað við núverandi gengi.

Í fréttatilkynningu frá fiskistofunni segir að umfang þessa svindlmáls sé óvenju mikið og magnið af ,,svörtum fiski” samsvari því að tveir stórir vöruflutningabílar hafi daglega í hálft ár, sjö daga í viku, ekið frá fyrirtækinu með ólöglegar afurðir.


Íslenzka aðferðin vinsæl hjá rússum.

Árni Mathíassen fyrverandi ráðherra sjávarútvegsmála þrætti líka fyrir að hafa fyrirskipað fjárhagslegar og félagslegar aftökur á því fólki í sjávarbyggðunum sem sagði satt um glæpina sem eru innbyggðir í Íslenska aflamarkskerfið. Aumingja maðurinn !
mbl.is Stuðningsmaður Lítvínenkó skotinn í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti gagnast á fiskifræðingana.

Hvernig væri nú að stjórnvöld nýttu sér þessa nýju tækni og reyndu að finna út í heilabúi fiskifræðinga Hafró hvers vegna þeir hafa týnt 1,5 milljón tonnum af þorski út úr stofninum á síðustu árum ?
mbl.is Reyna að lesa hugsanir manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband