Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Verðbólgan fer sívaxandi

Anno; 1. nóv. 1918.

Vörur allar, erlendar og innlendar, eru nú í afarverði og fer það stöðugt hækkandi. Kol í Reykjavík eru nú seld á 325 kr. smálestin, rúgmjöl á 65 kr. tunnan, hveiti á 80 kr. hver 100 kg. o. s. frv. Úthey hefur verið selt á 20. aura pundið.


Kartöfluskip í hrakningum

4a14703rAnno; 29. desember 1917.

Seglskipið "Ruthby", sem hingað flutti kartöflur fyrir landsstjórnina, sætti á leiðinni fádæma hrakningum. Fór skipið frá Kaupmannahöfn 19. október, en kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á aðfangadag jóla, eftir meira en níu vikna útivist. Er svo löng og ströng útivist víst einsdæmi á þessari öld.


Þjóðverjar tilkynna siglingabann

Kaupmannahöfn anno; 1. febr. 1917.

Þjóðverjar tilkynna opinberlega, að frá þessum degi ætli þeir að neyta allra ráða til að stöðva fullkomlega siglingar á skipaleiðunum umhverfis England. Muni engum skipum hlíft, sem þangað haldi, hverrar þjóðar sem eru. Eru þetta vissulega ískyggileg tíðindi fyrir oss Íslendinga. 


LÍÚ aðferðin

al capone.jpg 2Skepnuskapur Alcan minnir óþægilega um margt á framgöngu LÍÚ gagnvart sjávarþorpunum á Íslandi enda forráðamenn Alcan í koníaksklúbbi LÍÚ, Hafró og Háskóla Íslands. Meira að segja nafnið á þessum auðhring minnir á nafn Alphonse Capone.

 

 

 

 


mbl.is Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullfoss enn í höfn

Gullfoss 3Anno; 24. febrúar 1917.

Gullfoss situr enn fastur í Kaupmannahöfn, og hefur brezka stjórnin eigi viljað gefa leyfi til þess, að Gullfoss mætti sigla beint hingað án viðkomu í brezkri höfn. Íslenzka stjórnarskrifstofan í Kaupmannahöfn, framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins og erindreki Íslands í Lundúnum hafa unnið að því af fremsta megni, að fá "Gullfoss" leystan úr læðingi." Menn eru ennþá ekki úrkula vonar um, að þetta megi takast.


Brauðskömmtun

bakaríAnno; 12. mai 1917.

Frá 20. þ. m.  ganga brauðseðlar í gildi hér í bænum og mega bakarar og brauðsalar þá eigi lengur selja brauð öðruvísi en gegnum afhendingu seðala, svo sem er um aðrar skammtaðar vörur. Seðlarnir verða gefnir út til sex vikna í senn (frá 20. mai til 1. júlí). Hverjum manni mun ætluð 1500 grömm af rúgbrauði á viku og 500 grömm af hveitibrauði.


Kafbátur við Gróttu

KafbáturAnno; 12. mai 1917.

Vitavörður Gróttuvitans fullyrðir, að hann hafi í fyrrakvöld séð kafbát 3. sjómílur undan landi og getað greint hann glögglega. Sennilega hefur þetta verið þýskur kafnökkvi á leið til Ameríku. Undanfarna daga kváðu fleiri kafbátar hafa sézt úti á Sviði.


Hvað með kvótaníðingana ?

Góð hugmynd. Setjum myndir af kvótaníðingunum á pizzu kassana hjá okkur, þá getur almenningur séð hvaða menn þetta eru sem rústuðu og rændu sjávarþorpunum og gerðu þúsundir sjómanna að leiguþrælum.
mbl.is Myndir af mönnum sem skulda meðlag á pizzukössum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissudúkka !

Hvað er hann að vilja upp á dekk þessi drengur sem aldrei hefur migið í saltann sjó ? Litli kvóta húninn hans pabba síns.
mbl.is Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ný sannindi

chile 2Þetta eru engin ný sannindi enda búið að vera þekkt í Chile og víðar í mörg ár.
mbl.is Telja mögulegt að lækka fóðurkostnað í þorskeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband