Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fiskileysisguðinn

Einstrengingslegur málflutningur páfa minnir um margt á ofstækisfullar skoðanir kvótakóngana í LÍÚ gagnvart sjávarbyggðunum og leiguþrælunum. Að ekki sé nú minnst fáráðnlingana sem ráða stefnu Hafransóknarstofnunnar og prétika þeirra heimskulegu fræði.
mbl.is Páfi harðorður í garð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáheyrður atburður

bændurAnno; 10. mai 1921.

Það þykir allmiklum tíðindum sæta, að bóndi einn norðan úr Þingeyjarþingi er nú á ferðalagi suður um lönd, Þýskaland, Sviss, Ítalíu, Spán og Frakkland. Hefur það sjaldan borið við áður, að bændur héðan að heiman hafi tekizt slíka ferð á hendur  til að kynnast högum og löndum suðrænna þjóða. - Bóndi þessi er Valdimar Halldórsson á Kálfaströnd við Mývatn.


Jóhann beri fallinn frá

Anno;  1908:

gamall maðurJafnframt því að láta þess getið, að auminginn Jóhann Bjarnason, að auknefni "beri" andaðist hinn 27. ág. síðastl. norður í Svarfaðardal eftir nokkurra vikna legu, finnur hreppsnefndin í Kirkjuhvamms hreppi sér bæði ljúft og skylt að þakka hér með öllum þeim, sem fyrr og síðar af mannkærleika gáfu aumingja þessum bæði föt og fæði og viku góðu að honum á hans mörgu mæðuárum og ferðalagi um landið. Fáráðlingur þessi er eflaust einn af okkar "minnstu bræðrum" og fyrirheitið mun rætast á þeim, sem veittu honum, margir af fátækt sinni.

Fyrir hönd hreppsnefndar

            Kirkjuhvammshrepps. Helguhvammi, 23. janúar 1908.

Baldvinn Eggertsson. 


Dýri ferst með 10 manna áhöfn.

Anno; 24. mai 1921:

dc1Fyrir rúmum mánuði lagði fiskiskipið Dýri út frá Þingeyri til handfæraveiða. Síðan hefur lítið eða ekki til þess spurzt og er það nú talið af með allri áhöfn eftir árángurslausa leit tveggja varðskipa. Á Dýra voru tíu menn. Skipið sást síðast fyrir tæpum þremur vikum út af Kolsvík sunnan Patreksfjarðar og var þá á vesturleið. Skipshöfnin á Dýra var öll frá Dýrafirði nema einn maður. Skipstjóri var Markús Jónsson frá Haukadal.

 


Hvað með Þorgeirs Hávarssonar torg ?

Þá gætu menn komið þar saman á tyllidögum og háð bardaga. Skorað hverja aðra á hólm líkt og í Gerplu. Verslunnarmiðstöðin gæti líka heitið "Gerpla", nú eða "Grunnskólinn Gerpla"
mbl.is Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir öðru !

Þetta er svo sem eftir öðru. Sveitafélögin á Vestfjörðum eru öll komin að fótum fram. Veit einhver hvað Sundhöllin á Ísafirði er gömul ?
mbl.is Hættulegt að fara í sund?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skákþing Íslendinga

Anno; 10. mai 1921. Stefán Ólafsson "Skákmeistari Íslands"

Skákþingi Íslands árið 1921 er nýlokið. Keppt var í tveim flokkum. Keppendur í 1. flokki voru 7. Sigurvegari varð Stefán Ólafsson, hlaut 4 1/2 vinning. Vann hann þar með sæmdarheitið "Skákmeistari Íslands". Skákmeistarar hafa verið þessir: Pétur Zóphóníasson (1913, 1914 og 1916), Eggert Guðmundsson (1915, 1917, 1918 og 1920) og Stefán Ólafsson (1919 og 1921)

 


Ísland í EB.

ebVonandi líða ekki önnur 50 ár þar til Ísland gengur í EB. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að ganga í sambandið þó ekki væri nema fyrir þær sakir einar að koma á skikk í dómstólana og ákæruvaldið.
mbl.is Fimmtugsafmæli ESB fagnað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingur veginn

Anno; 4. ágúst 1921.

Í fyrrakvöld skeði sá voðalegi atburður í veitingahúsi í Kaupmannahöfn, að Íslenzkur gistihúsþjónn var veginn. Réðst ölvaður hermaður úr danska fótgönguliðinu á hann og stakk hann með byssusting í kviðinn. Lézt Íslendingurinn, Þorgeir Halldórsson af sárum sínum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband