Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
2.4.2007 | 16:36
Stórfellt brot LÍÚ
Hér með fer ég þess á leit við samkeppniseftirlitið að stofnunin hefji nú þegar rannsókn á starfsemi svokallaðrar Kvótamiðlunar Landsambands íslenskra útvegsmanna, Borgartúni 35, Reykjavík.
Málavextir og önnur atvik.
Með lögum um stjórn fiskveiða, sem sett hafa verið hér á landi frá árinu 1984 nú síðast lög um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, hefur svokölluðu kvótakerfi við fiskveiðar verið komið á. Jafnframt því sem kvótakerfi var komið á voru settar strangar reglur um veiðileyfi, sem miðuðu að því að takmarka stærð flotans við afrakstursgetu fiskistofnanna. Með lögum nr. 38/1990 var sú mikilvæga breyting gerð, að jafnvel bátar undir 6 brúttórúmlestum voru færðir undir leyfiskerfi laga nr. 38/1990. Eftir setningu þessara laga áttu aðeins þeir bátar, sem verið höfðu að veiðum í tíð eldri laga eða höfðu komið í stað slíkra báta, rétt til fiskveiða í atvinnuskyni. Með lögfestingu þessa kerfis má segja að afnumin hafi verið hina forna meginregla íslensks réttar um almannarétt til fiskveiða.
Með kvótakefinu, sem byggt er upp á veiðiheimildum ,,aflahlutdeild" sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaðar til skipa og helst óbreyttar milli ára og sérstökum veiðileyfum ,,aflamarki eða ,,krókaaflamarki" hafa heimildir til velflestra fiskveiða í atvinnuskyni orðið að afmörkuðum og framseljanlegum sérréttindum útgerðarmanna. Ráða þeir því í raun í dag hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði. Kvótakefið fær útgerðarmönnum þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga, eins og reyndar spáð var í umsögnum fulltrúa fiskvinnslunnar, þegar frumvarpið var í smíðum.
Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1998 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999.
Til að geta nýtt almennt veiðileyfi sitt og fá notið stjórnarskrár bundins atvinnufrelsis þurfa þeir útgerðamenn, sem fá eða geta fengið almennt veiðileyfi, að fá kvóta framseldan frá handhöfum hans. En þeir, sem hafa fengið þessum gæðum úthlutað frá stjórnvöldum mega framselja kvótann tímabundið eða varanlega kvóta frá þeim aðilum að nokkru eða öllu leyti. Eina takmörkunin er sú að framsalið leiði ekki til þess að kvóti skipsins, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess sbr. 6. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða. Framsal kvóta öðlast gildi þegar Fiskistofa hefur staðfest að flutninginn.
Stærsti hluti kvótans, er á hendi útgerðarfyrirtækja, sem eru innan vébanda Landsambands íslenskara útvegsmanna, en samtök þessi tóku virkan þátt í undirbúningi frumvarps þess sem varð að lögum nr. 38/1990.
Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur þann tilgang m.a. samkvæmt 2. gr. samþykka félagsins, að vera málsvari útvegsmanna í almennum hagsmunamálum og stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna. Innan vébanda Landsambands íslenskra útvegsmanna er rekin svokölluð kvótamiðlun LÍÚ. Kvótamiðlun LÍÚ virðist hvorki hafa sérstakar samþykktir né heldur sjálfstæðan fjárhag, þó hún á hinn bóginn hafi sett sér gjaldskrá vegna kvótasölunnar. Virðist kvótamiðlun LÍU því vera einhvers konar deild innan LÍÚ, sem annast miðlun kvóta fyrir félagsmenn sína. Kvótamiðlun LÍÚ virðist vera einhvers konar samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans geta með samstilltum aðgerðum haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta. Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.
Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er. Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð. Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti. Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa. Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.
Telja verður að með þessu fyrirkomulagi á kvótaviðskiptum hafi Landsamband íslenskra útvegasmanna og félagsmenn þess félags gerst brotlegir við 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Auk þess sem ætla verður að í þessu skipulagi felist óbeinn stuðningur íslenska ríkisins við þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs geta stýrt fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi.
Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta. Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni. Verðinu ráð þeir einir.
Það er krafa mín fyrir hönd umbjóðenda minna að Samkeppniseftirlitið taki mál þetta til rannsóknar þegar í stað.
Virðingarfyllst.
![]() |
Útilokar ekki aðgerðir vegna stjórnunartengsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2007 | 14:25
Uppboð
Það er skrítið
hvað lítill, útskorinn snældustokkur,
sem ungur maður hefur leikið sér að,
getur lengi vakað í huga hans.
Þegar fyrsta, annað og þriðja
högg uppboðshaldarans
skall á blámálaðri brík hans,
var eins og lítill drengur væri barinn
fyrir það, sem hann hafði ekki gert.
Fóstra grét, þegar húsið okkar var selt,
og víst munum við rökkur kvöldsins áður,
Þegar við gengum á fund sýslumannsins,
eins og við tryðum ekki lengur
auglýsingum símastauranna.
Fátækt folk kveður eitt þorp og heilsar öðru,
hús þess og snældustokkur er boðinn upp
og slegið hæstbjóðanda,
kindur þess eru seldar á fjalli.
Og þegar lítill drengur spyr:
Fær lambið hennar Kollu að lifa í haust ?
veit enginn nokkurt svar.
Höfundur Jón úr Vör.
![]() |
Segir Frakka vera að missa þolinmæðina vegna innflytjenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2007 | 00:45
Kvikmyndatexti á Íslenzku
Nýja bíó sýnir um þessar mundir sérlega fallega ítalska mynd sem heitir "Voðastökk." Texti myndarinnar er á Íslenzku, og er það ánægjuleg nýlunda.
Anno; 15. desember 1917.
![]() |
Öflugur jarðskjálfti og flóðbylgja á Salómonseyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2007 | 23:39
Skortur á brýnum nauðsynjavörum
Verð erlendrar vöru hækkar stórum. Í árslok var meðalhækkun á helztu nauðsynjavörum nærri 200% frá ófriðarbyrjun. Mestan þátt í verðhækkuninni áttu hin óhemju háu flutningsgjöld og stríðstryggingar á skipum og farmi. Þungavara, eins og kol og salt, hafði tífaldazt í verði frá því fyrir styrjöldina. Innlendar vörur hækkuðu allmikið í verði, en miklum erfiðleikum er bundið að koma þeim á erlendan markað.
Anno; 1917.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 23:22
Thor Jensen og eiginkona hans gefa rausnargjöf til fátækra
Fyrir nokkru sneri Thor Jensen kaupmaður sér til dómkirkjuprestanna og fríkirkjuprestsins og bað þá í samráði við kjörna menn úr verkamannafélaginu Dagsbrún, að úthluta til bágstaddra heimila í Reykjavík nauðsynjavöru, sem hann og kona hans höfðu ákveðið að gefa í því skyni. Þessi gjöf þeirra hjóna var 300 skippund af kolum, 6000 pund af haframjöli, 4000 pund af kartöflum og 3000 pund af saltfiski. Úthlutunarnefnd hefur nú lokið starfi sínu, og hafa 177 bágstaddar fjölskyldur notið góðs af.
Anno; 1915.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 20:43
Algert áfengisbann á Íslandi
Árið hefst með því, að bannlögin frá 1909 ganga að fullu í gildi. Er nú eigi aðeins óheimilt að flytja áfengi til landsins, heldur liggur einnig bann við áfengissölu í landinu. Í minningu þessa atburða flutti Guðmundur landlæknir Björnsson snjallt erindi frá svölum alþingishússins kl. 2 á nýársdag, en fjölmenni mikið hlustaði á. Bannmenn fagna mjög unnum sigri. Ærin kurr er í mörgum andbanningum, sem telja lögin óþolandi skerðingu á persónulegu frelsi og spá því, að bannlögin muni gefast illa.
Anno; 1915.
![]() |
Fleiri óbreyttir borgarar falla í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2007 | 14:49
Hvíl þú væng þinn
Hvíl þú væng þinn í ljóði mínu,
lítill fugl á löngu flugi
frá morgni til kvölds.
Styð þig, stjarna, við blóm í garði mínum
eitt andartak á ferð þinni
um tíma og rúm.
Eins og stráið í sandi við haf dauðans,
vaxa rætur þess, sem hvergi fer.
Enginn spyr, hvaðan hann komi.
Höfundur Jón úr Vör.
![]() |
Hörð átök geisa enn í Mogadishu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2007 | 13:10
Lúðuveiðar Ameríkumanna við Vestfirði

Þeir voru sakaðir um að spilla fiskimiðum fyrir vestan, drykkjulæti og slagsmál milli þeirra voru tíð í landlegum og siðferði á Þingeyri varð að blaðamáli. Konur sem lentu í svokallaðri ,,Ameríkugleði" voru dæmdar þungt af blöðum og almenningi. Amerísku lúðuveiðimennirnir eignuðust átta börn með sex íslenskum stúlkum í Dýrafirði. Fjögur þeirra komust til fullorðinsára og eiga nú fjölda afkomenda hér á landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 12:08
Stjórnarskráin hlýtur staðfestingu
Í gær gerðust þau tíðindi, að stjórnarskrárfrumvarpið hlaut staðfestingu konungs. Jafnframt ákvað konungur, að þríliti fáninn skyldi vera sérfáni Íslands. Þar með er að lögum orðið: a) að konur skuli hafa kosningarrétt og kjörgengi til jafns við karlmenn; b) að aldurstakmark kosningaréttar færist úr 30 árum niður í 25 ár (þetta tvennt á þó að koma til framkvæmda í áföngum á næstu 15 árum); c) konungskosningar afnumdar, en í þeirra stað koma hlutfallskosningarum um land allt á sex þingmönnum til efri deildar; d) ráðherrum má fjölga með einföldum lögum; e) tölu þingmanna má einnig breyta með einföldum lögum.
Anno; 20. júní 1915.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 03:49
Heill og sæll úr hafi
Ort, þegar Gullfoss kom til
landsins 1915.
Heill og sæll úr hafi,
heill þér fylgi jafna.
Vertu giftugjafi
gulls í milli stafna.
Silgdu sólarvegi
silgdu drottins nafni
atalt, djarft, að eigi
undir nafni kafnir.
Sigurður Sigurðarsson
frá Arnarholti.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar