Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007
23.6.2007 | 11:43
Eitt mesta björgunnarafrek allra tíma
Ákveđiđ var ađ síga niđur á Flaugarnefiđ sem rís úr sjónum og nćr um miđja leiđ upp bergiđ, 80 metra hátt. Ţetta var um miđjan vetur svo bjargiđ var allt ísađ og sigiđ ţví stórhćttulegt. Af 12 björgunarmönnum sem fóru niđur á Flaugarnef sigu svo 4 menn alla leiđ niđur í fjöru ţar sem ţeir ţurftu ađ ganga meira en kílómetra međ ţungan björgunarbúnađinn yfir ísađ og flughált stórgrýtiđ ţangađ til komiđ var á strandstađ. Tók ţetta allan morguninn. Ţeir sem sigu niđur voru Ţórđur Jónsson og Hafliđi Halldórsson á Látrum, Andrés Karlsson sem oft var kenndur viđ Kollsvík og Bjarni Sigurbjörnsson.
Strandstađurinn var í um 70 metra fjarlćgđ frá ströndinni. Ţórđur Jónsson bóndi á Látrum skaut línu til skipsins sem skipbrotsmenn drógu til sín. Ţeir voru síđan dregnir í land á björgunarstóli sem festur var viđ línuna. Langur tími fór í ađ draga skipverjanna ađ landi og gangan til baka ađ Flaugarnefi tók um klukkustund. Um fjögurleytiđ voru 7 af 12 skipverjum komnir upp, en hinir ţurftu vegna ţess ađ sjór var farinn ađ falla ađ ţurftu hinir ađ búa um sig í fjörunni, í skjóli viđ stórgrýti og bíđa nćsta dags.
Ţađ tók allan nćsta dag ađ hífa mennina upp bjargiđ. Ţegar ţví var lokiđ var komiđ myrkur, sunnan stormur og rigning. Ţarna mátti ekki á tćpara standa. Skipbrotsmenn voru ađframkomnir og var brugđiđ á ţađ ráđ ađ gista um nóttina í tjöldum á bjargbrúninni áđur en haldiđ var heim ađ bć. Víst er ađ menn hafa veriđ fegnir ađ komast í hús ţann 15. desember.
Nćr allir íbúar Hvallátra tóku ţátt í ţessu frćkilega björgunarafreki og einnig fólk alla leiđ frá Patreksfirđi. Á međan karlmennirnir sigu í bjargiđ sá kvenfólkiđ og unglingarnir um ađ koma vistum, tjöldum, fatnađi og búnađi á milli bjargs og bćjar. Gerđ hefur veriđ kvikmynd um atburđinn, gerđi Óskar Gíslason hana. Slysavarnarfélag Íslands stóđ fyrir ţeirri framkvćmd. Međal myndefnis í ţeirri mynd eru einstćđar myndir frá öđru björgunarafreki undir viđ Örlygshöfn í Patreksfirđi, ţegar togarinn Sargon strandađi ţar.
![]() |
60 ár liđin frá strandi Dhoon |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 11:17
Af hverju Jónsmessa ?
Jónsmessan er fćđingarhátíđ Jóhannesar skírara enda eru Jón og Jóhannes tvö afbrigđi sama nafns í íslensku. Í gömlum ritum er Jóhannes skírari oft nefndur Jón eđa Jóan skírari eđa baptisti. Dagsetningu Jónsmessu má rekja til ákvörđunar Rómarkirkjunnar ađ haldiđ skyldi upp á fćđingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á fornum sólstöđuhátíđum, á stysta og lengsta degi ársins á norđurhveli jarđar. Samkvćmt Nýja testamentinu fćddist Jóhannes um ţađ bil sex mánuđum á undan Jesú.
Ađ Jesús sé fćddur í svartasta skammdeginu ţegar sólarganginn tekur ađ lengja, er auđvitađ ţrungiđ merkingu og táknar ţá von sem Jesús fćrir mannkyninu samkvćmt kristinni guđfrćđi. Ţví passađi ţađ fullkomlega ađ fćđing Jóhannesar skyldi tímasett ţegar sólargangur vćri sem lengstur.
Ţegar júlíanska tímatalinu var komiđ á í Rómaveldi á 1. öld f. Kr., héldu Rómverjar upp á 24. júní sem lengsta dag ársins. Ţađ tímatal lá til grundvallar ákvörđun Rómarkirkjunnar nokkrum öldum síđar ađ messudag Jóhannesar skírara bćri upp á ţann dag. Menn gerđu sér ţá ekki grein fyrir ţví ađ sumarsólhvörf höfđu fćrst fram um ţrjá daga miđađ viđ stjarnfrćđilegar sólstöđur. Jónsmessu ber ţví ekki upp á lengsta dag ársins fremur en jólin á stysta dag ársins.
Heimild; Saga daganna eftir Árni Björnsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 00:41
Jónsmessunótt
Jónsmessunóttin, ađfaranótt 24. júní, er ein ţeirra fjögurra nátta í íslenskri ţjóđtrú sem taldar eru hvađ magnađastar og ţá geta alls kyns dularfullir hlutir gerst. Hinar nćturnar eru allar í skammdeginu: Jólanótt, nýársnótt og ţrettándanótt. Sagt er ađ á Jónsmessunótt fljóti upp ýmiss konar náttúrusteinar sem geta komiđ ađ góđu gagni. Ţá má einnig finna ýmis nýtileg grös.
Ţađ er algengur hugsunarháttur í ţjóđtrú ađ sé fariđ út fyrir ţađ sem myndar einhverja heild skapist hćttuástand; alls kyns öfl, bćđi góđ og ill, leysist úr lćđingi eđa hlutir öđlist sérstaka eiginleika. Ţetta á til dćmis viđ ţegar einu ferli lýkur og annađ tekur viđ.
Ţegar einum degi lýkur og annar hefst, klukkan tólf á miđnćtti, fara hin myrku öfl á stjá; hiđ sama gerist ţegar árinu lýkur, á nýársnótt og ţegar sólin nćr hápunkti á hringferli sínum á Jónsmessunni.
Eitt af ţví sem magnast upp og öđlast sérstakan lćkningamátt á Jónsmessunóttinni er döggin. Ţess vegna er ţađ gömul trú ađ mjög heilnćmt sé ađ velta sér nakinn upp úr dögginni ţessa nótt. Geri menn ţađ batna ţeim allir sjúkdómar og ţeim verđur ekki misdćgurt nćsta áriđ á eftir.
![]() |
Jónsmessuhátíđ í Viđey |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.6.2007 | 22:11
Martröđ
Sjódauđur mađur kom í draumi til vinar síns og bađ um ađ hirt vćri um bein sín sjórekin.
Gerđu mér greiđa,
gakkt út á Skarfahlein.
Haustnóttin heiđa
hrímgar ţar fjörustein,
liggja ţar látin bein
lauguđ af Grćđi.
Ţar ríkir ţögnin ein,
ţó vantar nćđi.
Ţó vantar mig nćđi.
Svalt er í sjónum,
sefur ţar enginn rótt.
Krabbar međ klónum
klipu mig dag og nótt,
týndi ég höfđi og hönd
í hafölduróti.
Bylgjur sem ber ađ strönd,
berja mig grjóti.
Ţćr berja mig grjóti.
Gerđu mér greiđa,
gakkt út á Skarfahlein.
Brimaldan breiđa
bjó um mig ţar viđ stein,
dauft er í dauđsmannsvík
daunill sú fjara.
Drafnar ţar lemstrađ lík,
liggjandi í ţara.
Ligg ég í ţara.
Höfundur; Örn Arnarson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2007 | 16:14
Glćsilegt framtak

![]() |
Pamela Anderson ćtlar ađ opna súlustađakeđjuna Lapland |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.6.2007 | 14:21
Atli Gíslason
.....er topp mađur og vćnsti drengur. Treysti Atla mjög vel til af fjalla um sjávarútvegsmál og eins Tálknfirđingnum Ingibjörgu Ingu Guđmundsdóttur, en hún er tengdadóttir Magnúsar í Tungu, ţess landsfrćga aflaskipstjóra.
Atli er reyndar ekki ókunnugur sjávarútvegi enda var hann sjómađur dáđa drengur á Tungufelli BA-326, frá Tálknafirđi 1968 viđ síldveiđar norđur í höfum ađ mig minnir.
![]() |
Stýrihópur VG um sjávarútvegsmál |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
22.6.2007 | 12:51
Cato hinn gamli
Marcus Porcius Cato, sem kallađur er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamađur og rćđumađur, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist.
Kató sennilega frćgastur fyrir einlćga andúđ sína á hinum sigruđu Púnverjum. Eftir ađ stríđinu lauk reis samfélag ţeirra upp og blómstrađi innan ţess ţrönga ramma sem sigurvegararnir höfđu sett ţví.
Ţetta gramdist Kató, hvort sem ţađ var af ţví ađ hann óttađist um stórveldishagsmuni Rómverja eđa af siđferđilegri vandlćtingu á háttum Karţagóbúa.
Sagt er ađ á ţessum tíma hafi hann endađ allar rćđur sínar í öldungaráđinu á setningu sem oft er vitnađ til síđan: Praeterea censeo Carthaginem esse delendam, ţađ er: "Auk ţess legg ég til ađ Karţagó verđi lögđ í eyđi!"
22.6.2007 | 12:33
Í dómssalnum
Dómarinn: "Er ţađ rétt ađ ţú hafir séđ sakborninginn slá tengdamóđur ţína ?"
Vitniđ: "Já herra dómari. Ţađ er rétt."
Dómarinn: "Og hvers vegna gerđir ţú ekkert í málinu ?"
Vitniđ: "Nú, ég reiknađi bara međ ţví ađ hann vćri fullfćr um ţetta einn síns liđs."
22.6.2007 | 11:33
Össur á réttri leiđ
Ekki einungis ađ fćra Hafró undir annađ ráđuneyti heldur leggja Fiskistofu inn í Landhelgisgćsluna ţar sem fyrir er nćgur mannafli, tćkjakostur og ţekking til ađ annast eftirlit og skráningu.
Varđandi aflaregluna ţá er hún ekki vandamáliđ heldur stjórn fiskveiđa sem hefur í sér innbyggđan hvata til gríđalegs brottkast og framhjálandana.
![]() |
Össur vill fćra Hafró frá sjávarútvegsráđuneytinu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
21.6.2007 | 23:40
Saffó á Lesbos
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 764915
Annađ
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar