Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
3.9.2007 | 19:19
ENIGMA
Orðið "enigma" þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni.
Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál.
Sömuleiðis mátti beita vélinni til að þýða kóðuð skilaboð yfir á venjulegan læsilegan texta.
![]() |
Njósnari gagnrýndur fyrir að vera of sýnilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 13:03
Fullréttisorð
Á miðöldum var til hugtakið (ergi) sem hafði mjög neikvæða skírskotun. Í því fólst að karlmennska manna var dregin í efa og þeir taldir hegða sér kvenlega, vera ragir eða blauðir.
Ýmislegt gat falist í ergi, til dæmis hugleysi (sem einnig er nefnd ragmennska). Eitt af því var að hafa verið sorðinn eða stroðinn af öðrum karlmanni.
Ásakanir um slíkt nefndust (fullréttisorð) og samkvæmt íslenskum lögum mátti vega menn til hefnda fyrir slíkt. Margt fleira gat kallað á ásakanir um ergi, svo sem skeggleysi eða barnleysi.
![]() |
Birkhead og Stern samkynhneigðir svikarar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 01:03
Fellibylir
Árlega berast nokkrir fellibyljir á norðurhveli jarðar inn á norðanvert Atlantshaf og þar geta þeir stuðlað að myndun krappra lægða af þeirri gerð sem myndast í vestanvindabeltinu og fara oft um Ísland.
Leifar af fellibyl orsökuðu mikið óveður á Íslandi 24. september 1973. Tjón var töluvert og er veðrið meðal annart minnistætt vegna þess hve mörg tré féllu í Reykjavík. Óveður þetta hefur verið kennt við fellibylinn Ellen.
Fellibylum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð.
![]() |
Felix orðinn fjórða stigs fellibylur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2007 | 18:01
Sælabandið
Hér er aflaklóin og hugvitsmaðurinn karl faðir minn, Ársæll Egilsson (Sæli) á 76. afmælisdeginum (2. september 2007) og heldur á "Sælabandinu" góða sem er hans hugvit, enda nefnt í höfuðið á honum. Var "Sælabandið notað fyrst um borð í Tálknfirðingi BA-325, veturinn 1960 ásamt fyrsta slítaranum sem notaður var við línuveiðar við Ísland og kanski í heiminum.
2.9.2007 | 12:51
Í Nepal eru 7 af 10 hæstu fjöllum heims
Númer | Heiti | Hæð í metrum | Hæð í fetum | Staðsetning |
1 | Everestfjall | 8850 | 29034 | Nepal |
2 | Qogir (K2) | 8611 | 28250 | Indland (Kasmír) |
3 | Kangchenjunga | 8598 | 28208 | Nepal |
4 | Makalu 1 | 8481 | 27824 | Nepal |
5 | Dhaulagiri | 8172 | 26810 | Nepal |
6 | Manaslu 1 | 8156 | 26760 | Nepal |
7 | Cho Oyu | 8154 | 26750 | Nepal |
8 | Nanya Porbat | 8126 | 26660 | Indland (Kasmír) |
9 | Anna Purna 1 | 8078 | 26504 | Nepal |
10 | Gasherbrum | 8068 | 26470 | Indland (Kasmír) |
![]() |
Einn lést í sprengjutilræði í Nepal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2007 | 17:28
Villt spendýr á Íslandi
Tegundirnar eru:
- Tófa.
- Minkur.
- Hreindýr.
- Hagamús.
- Húsamús.
- Brúnrotta.
- Landselur.
- Útselur.
![]() |
Mikið enn óveitt af hreindýrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 765036
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar