Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ég er stoltur af Davíð Oddssyni

mynd af davíð oddssyni á forsíðu tímariti krabbameinsfélagsins heilbrigðismál júní 2008

Ég þarf ekki að hafa mörg orð um ræðu Davíðs Oddssonar þar sem allir ærlegir menn ættu nú að skilja og gera sér grein fyrir að hér er á ferð einn merkasti leiðtogi íslenzka lýðveldisins frá upphafi.

Það er mjög mikilvægt að Davíð Oddsson komi til baka sem fyrst í stjórnmálin.


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið er ekki réttindi íslenzku þjóðarinnar heldur forréttindi fárra

IMF

Réttur þjóða til að njóta auðlinda sinna nýtur ríkrar verndar í þjóðarétti.

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna fjallaði um sjálfræði þjóða yfir náttúruauðlindum sínum í yfirlýsingu nr. 1803 frá 1962. Þar segir meðal annars að nýting náttúruauðlinda eigi að þjóna hagsmunum og auka velmegun fólksins í viðkomandi ríki.

Þessi regla hefur verið staðfest í tveimur helstu mannréttindasamningum Sameinuðu Þjóðanna, báðum fullgildum af íslenzka ríkinu. Í 1.gr. þeirra beggja segir m.a. að ráðstöfun náttúruauðlinda skuli byggja á sameiginlegum hagsmunum íbúa hverrar þjóðar og aldrei megi svipta þjóð lífsviðurværi sínu.

Með hugtakinu ‘þjóð' (peoples) er ekki átt við ríkið sjálft heldur er átt við fólkið í landinu, í þessu tilviki íslenzku þjóðina. Réttindin til að njóta náttúruauðlinda voru Íslendingum hér áður fyrr svo sjálfsagður hlutur að líklega hefur fáum dottið í hug að vísa til hans sem sérstaks réttar.

Ekki er lengur um réttindi íslenzku þjóðarinnar að ræða heldur forréttindi fárra. Því spyrja menn sig e.t.v. hvort og þá hvernig núverandi fyrirkomulag og skipting náttúruauðlinda Íslands samrýmist hagsmunum fólksins í sjávarbyggðum landsins sem margar hverjar hafa sannarlega verið sviptar lífsviðurværi sínu.


mbl.is Utanaðkomandi mál tefja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzku túlípanarnir í LÍÚ

túlípanar

Hvað var túlípanaæði 17. aldarinnar ? Það greip um sig æði í Evrópu, þegar hinn frjálsi markaður verðlagði knippi af túlípanalaukum til jafns við einbýlishús.

Samráðs forstjórar LÍÚ og snillingarnir í Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum (sálugu) verðlögðu 10 tonn af kvóta (óveiddum þorski) til jafns við myndarlegt einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu eða sem nemur 10 húsum af sömu gerð í sjávarþorpi á Vestfjörðum og Bakkafirði.

Var einhver glóra í þessu ?


mbl.is IMF: Íslendingar verða að breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni Vestfjarða

íslenzka fjallkonan með frumburðinn

Sú var tíð að sjávarþorpin á vestfjörðum voru eins og blóm í eggi. Iðandi mannlíf, menning og sagan út um allt. Eins og segir í sögu Hrafna flóka. "smjör draup af hverju strái" eilíft vor í lofti og bjartsýnin réð ríkjum hjá hverri sálu.

Fólkið sem bjó í þorpunum byggði sér bæi, skóla, bryggjur, flugvelli og vegir voru lagðir. Útvegsbændur byggðu sér öflug skip og fiskhús af flottustu hönnun þess tíma.

Fræknustu sjómenn og fengsælustu skipstjórar við N Atlandshaf mönnuðu flota Vestfirðinga sem var sá öflugasti og best búni í víðri veröld. Valinn maður í hverju rúmi.

Harðduglegir íbúar þorpana höfðu nóg að bíta og brenna og atvinnan var meiri en næg fyrir alla. Erlendir sem íslenzkir farandverkamenn komu í þorpin til að aðstoða heimamenn við að gera verðmæti úr öllum þeim afla sem barst að landi.

Frystihús, salthús, skreiðarhús, fiskimjölsverksmiðjur og lýsisbræðslur voru í hverju þorpi sem möluðu samfélaginu og eigendum sínum gull allt árið. Peningarnir flóðu frá útlöndum líkt og í lækjum og hagsældin í þorpunum var mikil.

Árið var 1983: Fiskifræðingar og stjórnmálamenn fundu það út að þorskstofninn við Ísland væri ofveiddur. Þetta sama ár var komið á kvótakeffi við stjórn fiskveiða. Vestfirðingar vöruðu við slíkum bölsýnis spám og töldu að um náttúrlega niðursveiflu væri að ræða.

Vestfirðingar vöruðu við markaðsdrifnu kvótakerfi í fiskveiðum og að sjávarþorpin við Ísland gætu nánast þurkast út þar sem fiskveiðiheimildinar færðust á hendur örfárra braskara sem gerðu sér sjómennina að þrælum og leiguliðum.

Árið er 2008. Sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðast hvar á landinu eru eins og eyðibýli. Skipin upp höggvin, brend, sökt, eða þeim hreinlega verið stolið eins og mörg dæmin sanna.

Tilvitnun í Íslandsljóð Einars Benediktsonnar.

Þú folk með eymd í arf !

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda.

Tilvitnun lýkur.

Örfá sjávarútvegsfyrirtæki eru eftir á Vestfjörðum, nánast allur flotinn er farinn. Stór hluti af íbúunum er flúin eða við það að flýja. Þeir sem fara og eru farnir eru flest allir meira og minna gjaldþrota og eignarlausir.

Þeir sem eftir hokra verða að sætta sig við sjálfskipuð yfirvöld þorpanna sem haga sér flest líkt og Jóhann Bogesen stórversír á Óseyri við Axafjörð forðum daga í söguni Sölku Völku.

Það er komið meira en nóg af ofbeldi sem íslenzk stjórnvöld hafa farið fram með gegn íbúunum í sjávarþorpum vestfjarða. Það verður aldrei sátt né friður á meðan ekki verður snúið til réttlætis og auðlindini aftur skilað.


mbl.is Svarar gagnrýni um gjafakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selsvararorrustan

pétur hofmann / hér lýsir mildi úr haukfráum sjónum hins skartbúna geiteyings, en brosið er tvírætt

Í dag 11. nóvember 2008 eru liðin 65 ár frá frægri orustu sem háð var í Selsvör á milli íslenzks alþýðumanns og amerísku herlögreglunnar. Pétur Höfmann segist svo frá í veraldarsögu sinni “Þér að segja“ sem stefán Jónsson skráði eftir honum sjálfum og gefin var út af Ægisútgáfunni í Reykjavík 1963.

 

Það gerðist aðfaranótt hins 11. nóvember 1943, líklega klukkan langt gengin eitt, er ég var að lesa í Heiðarvígasögu. Þeir voru að berjast Víga – Barði og þeir;  Eiríkur víðsjár hefur fengið axarhögg og af honum fóturinn um ristina, en hann kvað og hélt áfram að berjast..... Í því er bankað.

Ég fer til dyra. Þar eru komnar tvær stúlkur, sem ég ber kennsl á. Þær biðja mig: Ó, hleyptu okkur inn. Það elta okkur amerískir hermenn. Já komið fljótt inn, segi ég og læsti svo dyrunum á eftir þeim.

Þá er enn bankað. Ég fer til dyra. Þar eru fyrir tveir einkennisklæddir menn með merki amerísku herlögreglunnar. Annar er vanalegur hvítur maður. Hinn var meira en þrjár álnir á hæð, múlatti af Súlúkaffakyni. Hann var ægilegur. Ég lokaði þegar dyrunum, en þeir halda áfram að banka.

Það mundi ég, þegar ég hafði lokað, að þeir höfðu ekki skammbyssur við belti sín. Hins hafði ég einnig orðið áskynja, er ég opnaði dyrnar, að krögt var af hermönnum úti fyrir.

Ég sá að svo mátti ekki standa lengi að ég þyldi umsátur um híbýli mín vegna stúlknanna. Klæði mig því léttilega og ákveð að freista þess að ná símasambandi við lögregluna. Til vonar og vara stakk ég smíðaöxi minni í vinstri handarkrikann undir frakkanum.

Nú ætluðu dólgarnir að ryðjast inn þegar ég opnaði dyrnar, en ég gat ýtt þeim frá, læst á eftir mér og haldið leiðar minnar. Komst ég í síma og náði tali af lögreglunni, sem ég bað að koma hið bráðasta. Enn stóðu þeir við húsdyr mínar, er ég kom til baka og bíða nú ekki boðanna. Sé ég hvar blikar rýtingur á lofti og stefnir á mig.

Ég greip þá hönd hermannsins, sem hnífnum hélt og stöðvaði lagið, en rýtingurinn fór samt í gegn um efri vör mína, skar hana í sundur og tók úr mér þrjár tennur. Ég greip nú lausu hendinni til hermannsins, hóf hann á loft og kastaði honum langt vestur fyrir húsið.

Þetta skeði allt á andartaki. Greip ég nú öxi mína og snerist gegn hinum hermanninum og sá að það var þá Súlúkaffinn, sem eftir var. Um leið verð ég þess var að sá hvíti er risinn upp og kemur aftan að mér.

Nú gríp ég til þess ráðs í myrkrinu, er ég reiði öxina til höggs gegn svertingjanum, að ég set skalla hennar ofan í höfuð hermannsins, sem kemur aftan að mér. Rann öxin út af höfði hans en hann féll á herðar mér og greip um mig. Ég stytti þá í öxinni og greiddi honum slíkt högg að ég þóttist vita að myndi duga. Heyrði ég þá brothljóð í hausnum og maðurinn féll.  Varð ég samtímis alvotur af blóði, bæði úr honum, og sjálfum mér.

En reiði ég öxina gegn Súlúkaffanum og stefni nú egg axarinnar á hjartastað hans, beinlínis vegna þess að ég náði ekki hærra. Hann drap þegar við fæti og rétti upp hendurnar, en ég hörfaði þrjú skref aftur á bak og fylgdist jafnframt með hverri hans hreyfingu. Hvað lítið sem hann hefði sýnt sig í því að ráðast á mig hefði orðið til þess að ég hefði vegið hann.

Nú skidi sá dökki rétt tilgang minn með því að hörfa: að hann var sá að gefa honum tækifæri til að flýja, snérist því á hæli og hvarf í myrkrið og með honum sá hermannaskari, sem staðið hafði álengdar.

Vissu þeir allir sem var, að nú kæmi lögreglan á vettvang, og þá yrðu þeir staðnir að agabroti með því að dvelja utan herbúða að nóttu til. Voru þeir því að flýja sína eigin menn en ekki mig, enda hefði ég ekki borið af þeim ef þeir hefðu allir ráðist á mig.

Ég fór þegar inn til kvennanna og beið þar komu lögreglunnar. Er hún kom á vetvang hafði það eitt gerzt fyrir utan, að hermennirnir höfðu sótt hinn fallna félaga sinn, en dreyri vottaði á haustfreðnum sverði hvað skeð hafði.


Sjávarútvegsráðherra á fullu í kvótabraski

vestfirðingur í félagskap ice-save snillinga

Margt heimskulegt hefur komið frá ráðherra LÍÚ Einari K. Guðfinnssyni síðan hann tók við þeirri auðvirðulegu stöðu.

Nú snýr hann án þess að hika öllum rökum á haus og saltar endanlega með stórri skóflu yfir leiguþræla LÍÚ.

Auknar geymsluheimildir til handa LÍÚ eru einungis til þess fallnar að búa til skort-stöðu fyrir fáa útvalda sem fá aflaheimildirnar gefins úr hendi ráðherra ár hvert á kostnað íslenzku þjóðarinnar.

Rýmri geymsluheimildir stór auka brottkast, tegundasvindl og landanir framhjá hafnarvigt í skjóli nætur og Fiskistofu.

Nú skal passað upp á sem aldrei fyrr að leiguverð á kvóta lækki aldrei heldur einungis hækki.

Ég skora á Samfylkingarfólk að taka stöðu á móti Einari K. Guðfinnssyni og fella hann úr stóli sjávarútvegsráðherra.


mbl.is Mega geyma þriðjung kvótans milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið er til fyrirmyndar

færeyjar 2

Brot úr viðtali við Auðunn Konráðsson, línubeitningarmann og formann Meginfjelags Útróðrarmanna í Færeyjum í september 2001.


Hvaða kosti hefur Færeyska fiskistjórnunar kerfi hafi umfram það Íslenska?

Það sem ég tel mesta kostinn er að það er ekki verið að henda fiski í sjóinn, það finnst mér stærsti kosturinn við fiskidagakerfið.

Bátarnir sem eru í fiskidagakerfinu kasta ekki því að þeir mega landa öllum fisknum , fá verð fyrir allan fiskinn og það er enginn ástæða til að henda fisk í sjóinn sem þú færð kanski 10-15 danskar krónur fyrir.

Eruð þið algjörlega lausir við brottkast?

Já hjá þeim parti sem er í fiskidagakerfinu.

Hvað með Íslenska kerfið telurðu að það hafi einhverja kosti yfir það Færeyska?

Ég get ekki sagt það alveg , maður er svolítið hræddur við svona kerfi ef þú ferð að horfa á hvernig þetta hefur gengið allstaðar í heiminum ég veit ekki hvort að nokkur maður getur bent mér á stað í heiminum þar sem svona kvótakerfi hefur gengið þetta kvótakerfi er voða gott á pappírnum en þegar þú ferð ferð að nota svona kerfi þá bara gengur það ekki.

Það sem að fiskifræðingaring segja er að þú getir geymt fiskinn þú veiðir bara minni í ár og þá verður meiri fiskur næsta ár, en það virðist ekki vera hægt , hafið er ekki sundlaug sem þú getur geymt fiskinn í og tekið hann úr á morgun fiskur er með sporð og getur farið út um allt og það verða alltaf sveiflur í þessu.

En svo er það líka með svona kerfi eins og Íslenska kerfið , ég get nú bara ímyndað mér ef við ættum að nota þetta kerfi í Færeyjum þar sem er svona blandað fiskerí eins og hérna, þú getur ekki farið á svæði hérna og fengið bara þorsk eða bara ýsu og segjum sem svo að þú farir á svæði og fáir helling af ýsu en sért búinn með ýsu kvótan.

Þá verðurðu bara að henda ýsuni í sjóinn, þetta er líka að það er byrjað á því að hafa bara einn stofn í kvóta en svo er tekið rólega alla stofna inn í kvótan þegar það byrjar að ganga verr og verr með stofnana og í blönduðu fiskerí er það mjög slæmt því að þá þegar þú ert búinn með eina fisktegund í kvóta þá neyðistu til að henda þeim fisk í sjóinn.


mbl.is Æ fleiri þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpsamlegar veiðar LÍÚ á Breiðafirði sem ber að stöðvaða STRAX

Síldveiðar á risastórum ryksugu-olíuhákum frá LÍÚ upp við landsteina í Breiðafirði er glæpur sem ógnar búsetu, lífsafkomu og velferð íbúa við Breiðafjörð.

Mjög áræðanlegar fregnir frá áhöfnum síldveiðiskipanna segja mjög mikin meðafla sem er aðalega ÞORSKUR komi með síldaraflanum.

Eyðing síldarstofnsins í Hvalfirði og Mjóafirði ætti að vera íslenzkum stjórnvöldum víti til varnaðar.

Ég legg eindregið til að sjávarútvegsráðherra stöðvi þessar veiðar strax í dag að öðrum kosti mun verða haft samband við (alþjóðleg) umhverfissamtök og þau látin beita sér á viðeigandi vettvangi. 


mbl.is Sjö skip úti fyrir Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍÚ og pappírstætararnir

mr, háöskrari líú

Vonandi verður hann kærður af norðmönnum Samherja glæponinn sem sveik allt landið og miðin.

Stjórnarformaður norsku stofnunarinnar Eksportfinans útilokar ekki, að stofnunin kæri stjórn Glitnis á Íslandi til lögreglu ef 415 milljónir norskra króna, sem Eksportfinans telur að bankinn hafi stungið undan, verða ekki endurgreiddar án tafar.  

Það er vitað að fyrrum stjórnarformaður Glitnis, Þorsteinn Már Baldvinsson, stóð við pappírs tætarana í bankanum síðustu klukkutímana fyrir fall gamla Glitnis, til að bjarga eigin skinni..

Mörg hundruð miljónir sem Þorsteinn Már Baldvinsson (& sonur) skuldaði í Glitnir vegna hlutafjárkaupa lentu í pappírstæturum.


mbl.is Íhugar að kæra stjórn Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband