Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Verða síldveiðar gefnar frjálsar ?

Í ljósi alvarlegrar stöðu síldarstofnsins þá er að mínu mati eina vitið að gefa veiðar á síld frjálsar þannig að sem mest berist að landi á sem skemmstum tíma.

Sýkt síld mun drepast fyrr en seinna og því mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að ná sem mestu á land áður en það gerist.

En í ljósi landlægs kjark og getuleysis sjávarútvegsráðherra þá er varla von til þess að hann muni svo mikið sem leiða hugann að þessu.

En samt sem áður þá ætla ég að bíða og sjá hvað verður því að ég hef þá trú að ráðherranum langi kanski til að síld verði aftur brædd í Bolungarvík líkt og forðum daga.

Sjáum til !


mbl.is Fundur vegna síldarsýkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband