Leita í fréttum mbl.is

Verða síldveiðar gefnar frjálsar ?

Í ljósi alvarlegrar stöðu síldarstofnsins þá er að mínu mati eina vitið að gefa veiðar á síld frjálsar þannig að sem mest berist að landi á sem skemmstum tíma.

Sýkt síld mun drepast fyrr en seinna og því mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að ná sem mestu á land áður en það gerist.

En í ljósi landlægs kjark og getuleysis sjávarútvegsráðherra þá er varla von til þess að hann muni svo mikið sem leiða hugann að þessu.

En samt sem áður þá ætla ég að bíða og sjá hvað verður því að ég hef þá trú að ráðherranum langi kanski til að síld verði aftur brædd í Bolungarvík líkt og forðum daga.

Sjáum til !


mbl.is Fundur vegna síldarsýkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Það er nú búið að loka Nilli minn nánast á síldveiðar, í Faxaflóa og miðum við Eyjar var lokað í gær, nei það væri nú hrikaleg ef fólk fengi að vinna í heimabæ ráðherrans, hann hlýtur að vera stoltur að sjá hvernig komið er fyrir sínum bæ, og þá hlýtur hann vað vera stoltur að nýjasta útrásarvíkingi Bolvíkinga Jakobi Valgeir.

Grétar Rögnvarsson, 2.12.2008 kl. 10:09

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Grétar.

Já ráðherrann hlýtur að vera stoltur af heimabæ sínum og Stími hf.

Það læðist að manni sá grunur að ráðherrann hafi lengi vitað af þessu og það skýrir ákvarðanatökufælni mannsins í öllum málefnum sjávarútvegsis.

Níels A. Ársælsson., 6.12.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband