Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
24.2.2008 | 21:07
Magnað
Hafró týndi 1,5 milljón tonnum af þorski og útskýrði sem ofmat og flestum virðist standa á sama um það.
En þegar ekki finnst loðna til að bræða í skepnufóður fyrir LÍÚ þá liggur við að send séu herskip til leitar.
![]() |
Haldið í loðnuleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 13:38
Ekki að undra !
Það mundi varla nokkur skipstjóri á loðnuskipi LÍÚ útgerða þora að viðurkenna opinberlega að hafa rætt við Grétar Mar Jónsson.
Að marg gefnu tilefni er þetta ljóst í hugum flestra.
Ég segi þetta með fullri virðingu og vinsemd fyrir skipstjórum loðnuskipa.
![]() |
Skipstjórar ósammála Hafró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2008 | 22:37
Women In Film
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2008 | 22:53
Íslands þúsund ár !
Tilvitnun í áskorun bæjarstjórnar:
1. Sjávarútvegur verði styrktur með því að aflétta íþyngjandi álögum.
2. Látið verði með öllu af handaflsaðgerðum í sjávarútvegi.
3. Opinber umræða um sjávarútveg verði af meiri ábyrgð en hingað til.
Athugasemd:
Hvernig eiga þessar fyrstu þrjár tillögur að ganga upp ?
Tillaga nr, 1. gerir ráð fyrir sértækum handaflsaðgerðum ríkisvaldsins til að aflétta álögum á útgerðir í Vestmannaeyjum.
Tillaga nr, 2. gerir ráð fyrir að látið verði af öllum sértækum handaflsaðgerðum í sjávarútvegi almennt.
Tillaga nr, 3. gerir kröfu um að ekki verði rætt á opinberum vettvangi um neikvæðar hliðar loðnuveiða og hroðalegar afleiðingar þeirra á lífríki sjávar allt í kringum landið.
Íslands þúsund ár !
![]() |
Stjórnvöld grípi til aðgerða tafarlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 20:28
Til hamingju Hrafn
Þessu skákmóti hefði engum tekist að koma í framkvæmd nema Hrafni Jökulssyni.
Sjá sögu Djúpavíkur; http://www.vestfirdir.is/index.php?page=djupavik
![]() |
Alþjóðlegt skákmót í Djúpavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 11:03
ÁSKORUN TIL SJÓMANNA !
Sjómenn gæti þess að stein halda kjafti ef þeir verða varir við loðnu á fiskimiðunum hringinn í kringum landið.
Það er borgaraleg skylda okkar sjómanna að segja ekki til loðnunnar vegna mikilvægi hennar fyrir lífríki hafsins !
![]() |
Gerbreyttar aðstæður víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.2.2008 | 17:49
Launhelgi lyganna
Vonandi að ríkistjórn auðnist að taka löngu tímabæra ákvörðun um að stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll eins og gert hefur verið í nánast öllum siðmentuðum löndum þar sem ábyrg umgengni um lífríki hafsins er í hávegum höfð.
Loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum svokallaðra ofur skuldsettra brotajárns og tortýminga útgerða.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
![]() |
Leggja til loðnuveiðistöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 16:50
Hugsa sér !
Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar eru framundan,"
Segir sá sem farið hefur fremstur í flokki þeirra sem stútað hafa nánast hverju einu og einasta sjávarþorpi á Íslandi með svikum og undirlægjuhætti !
Segir sá sem markvisst hefur unnið leynt og ljóst að því að koma andstæðingum kvótakerfisins fyrir kattanef og hnept hundruðir fjölskyldna í þrældóm kvótaleigunnar !
Segir sá sem rústað hefur atvinnuháttum, menningu og fjárhag vel flestra sjávarþorpa á Íslandi !
Segir sá sem rústað hefur nánast öllum fiskistofnum í lögsögu Íslands með takmarkalausri græðgi með gengdarlausum veiðum á loðnu, síld og kolmunna í flottroll !
Segir sá sem látið hefur mölva og brjóta niður skipaflota og fiskvinnslustöðvar um allt ísland og kastað hundruðum tonna af fiskvinnsluvélum og búnaði á ruslahauga !
Segir sá sem hefur í yfir tuttugu ár að áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðana markvist brotið mannréttindi á þúsundum Íslendinga !
Er þá tími óþokkanna liðin eða er úlfurinn búinn að kasta yfir sig sauðagæru ?
![]() |
Tímar hagræðingar, ráðdeildar og sparnaðar framundan |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 13:56
VESTRÆN MENNÍNG
....í formi auðvaldsins hefur náð hámarki sínu í Ameríku. Þetta er land skýskafanna, auglýsinganna, margmiljónúnganna og mannhatursins í líki góðgerðarstarfsemi.
Tilv; Alþýðubókin.
![]() |
Skuldatryggingarálagið hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gasa
- Trump hótar Harvard-háskóla
- Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní
- Einn 70 milljóna bíll á dag
- Endurupptaka hafin á máli Weinsteins
- Yrði risastór umbun fyrir hryðjuverk
- Störfuðu á sömu hæð og greindust öll með heilaæxli
- Þjóðverjar opna á Taurus-flaugar
- Sendu mann ranglega úr landi: Fær ekki að snúa aftur
- Banna gleðigönguna með stjórnarskrárviðauka