Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Undirskriftasöfnun gegn flottrollsveiðum hafin í Bandaríkjunum

Flottroll í drætti

liu

SKAÐRÆÐIS VERKFÆRI Í LÖGSÖGU RÍKJA.

Í Bandaríkjunum er hafin undirskriftasöfnun gegn flottrollsveiðum við strendur landsins. Í áskorun til bandarískra stjórnvalda er skorað á þau að banna allar flottrollsveiðar innan 50 mílna.

Í henni segir einnig að flottrollsveiðarnar með sínu róti í makríl- og síldartorfum hafi gerbreytt þorsk- og túnfiskveiðum við ströndina - þær séu nú aðeins skuggi þess sem var.

Rökin eru íslenskum strandveiðimönnum ekki ókunnug. Verið er að taka fæðuna frá þeim fiskitegundum sem þeir byggja afkomu sína á. Í áskoruninni er því algerlega hafnað að fleiri nefndir eða vinnuhópar verði skipaðir til að fara yfir málið. Krafist er tafarlausra aðgerða.

Nú stefnir í að loðnuvertíðin á Íslandi verði aðeins svipur hjá sjón. Loðnan virðist annaðhvort ekki vera til í því magni sem fræðin gerðu ráð fyrir eða hegðun hennar hefur gerbreyst. Nú eru 20 - 25 dagar þar til hún hrygnir að öllu jöfnu. Heildarveiðin á þessari stundu er aðeins brot af heildarkvótanum.

Aðalfundur LS árið 2002 mótmælti harðlega notkun flottrolls innan 50 mílna landhelgi og krafðist þess að veiðarnar yrðu bannaðar þangað til sannað yrði að ekki væru árlega tugir eða hundruð tonna af þorskseiðum og fleiri tegundum fiska sett í bræðslu eða dælt sjóinn. Allar götur síðan hefur LS ítrekað afstöðu sína, nú síðast á aðalfundi félagsins í október 2007.

Hérlendis sjá flestir fyrir sér stóra togara með flottroll í eftirdragi, en það er ekki endilega tilfellið í Bandaríkjunum.

Greint var frá því á vef smabatar.is, s.l. þriðjudag að strandveiðimenn í Chile hafa hrint úr vör herferð gegn togveiðum við landið. Sjá link; http://www.eliminemoselarrastre.bligoo.com/

Heimild; smabatar.is

 


mbl.is Aflaverðmæti 75,3 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil þúfa

..........sem gæti velt þungu hlassi ?

En uppboð á byggðakvótum eitt og sér leysir ekki ríkið undan þeim klafa sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðana setti á það og fríar ekki heldur ríkið undan bótaskyldu til handa þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á....

"HELFÖR" stjórnvalda og LÍÚ gegn sjávarþorpum og fólkinu sem í þeim bjó og þeim sem þar enn þrauka".


mbl.is Segir tímabært að endurskoða byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjóra og gæzlustjórum Landsbankans vikið fyrirvaralaust úr embætti

Anno 26. apríl 1909:  Mikill fjárflótti úr bankanum;

Þau stórtíðindi gerðust stuttu eftir hádegi í gær, að Tryggvi Gunnarsson bankastjóri Landsbankans og gæslustjórar hans, Eiríkur Brím og Kristján Jónsson, fengu bréflega tilkynningu frá stjórnarráðinu um það, að þeim sé samstundis vikið úr stöðum sínum við bankann  

„sökum margvíslegrar, megnrar og óafsakanlegrar óreglu í starfsemi þeirra í stjórn bankans og frámunalega lélegs eftirlits með honum.“

Lítilli stundu eftir að bréf þetta barst viðtakendum í hendur, gengu þeir Klemens Jónsson landritari og Jón Hermannsson skrifstjóri inn í Landsbankann og létu loka honum í umboði ráðherra.

Öll afgreiðsla hætti þá í miðju kafi. Skömmu síðar kom hin nýja bankastjórn, sem ráðherra hafði þá einnig skipað, til að taka við forráðum bankans.
mbl.is Geir: Ávinningur síðustu ára notaður til að búa í haginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegar staðreyndir

Háir vextir virðast heldur ekki hægja mikið á fasteignamarkaðinum og hann bremsar aldrei fyrr en fasteignaverðið sjálft er orðið of hátt. Þetta er séríslenskt fyrirbæri sem á sér margar skýringar. Verðtrygging fasteignalána felur t.d. baggann sem fólk er að taka á sig með því að lækka mánaðargreiðslurnar á meðan höfuðstóllinn hækkar. Þetta forneskjulega fyrirkomulag—sem aðeins er hægt að afsaka á meðan verið er að lækna óðaverðbólgu—hefur sennilega hækkað allt húsverð í landinu töluvert, því mánaðarleg greiðslugeta einstaklings stýrir kaupunum algjörlega.

Annað sem fær ungt fólk á Íslandi til þess að kaupa húsnæði með okurlánum er félagsleg pressa. Fyrir 1980 borgaði óðaverðbólga húsin fyrir einstaklingana á nokkrum árum. Fyrst í stað voru kaupin gífurlega erfið, en eftir 3–4 ár var verðbólgan búin að lækka lánin (miðað við húsverðið og breytt kaup í landinu) um kannski helming og fólk var á sléttum sjó. Eftir 10 ár voru lánin brandari. Það voru tvær kynslóðir sem lentu í þessu lukkupotti og flestir (alla vega eins og það hefur komið undirrituðum fyrir sjónir) virðast ekki vera meðvitaðir um þessa gjöf. Þvert á móti þá blæs þetta fólk sig út við öll tækifæri og þykist hafa unnið stórvirki sem verðtryggðu kynslóðirnar hljóti að geta leikið eftir.

Dapurlegt ástand bankamála í heiminum og óumflýjanleg efnahagslægð víða kalla á tafarlausa vaxtalækkun á Íslandi. Það er ekki lengur hægt að stýra hagkerfinu með hliðsjón af gömlum vandamálum þenslu og verðbólgu. Lækkun á hlutabréfamarkaði og yfirvofandi lækkun fasteigna draga sjálfkrafa úr bæði þenslu og verðbólgu. Samdrátturinn er á leiðinni og það er eins gott að afgreiða vaxtamálin á meðan enn árar sæmilega. Það er líka ljóst að bankar og fyrirtæki verða í vaxandi mæli að stóla á innlent fjármagn og neikvæð áhrif hárra vaxta margfaldast þá skyndilega.

Margir risabankar í Bandaríkjunum og Evrópu eru lamaðir. Tap vegna ruslabréfa sem fasteignamarkaðurinn ungaði út er hrikalegt og ekki nærri því allt komið fram. Fyrir nokkrum árum, t.d. þegar Long Term Capital rúllaði, þá óttuðust menn um stöðugleika alls kerfisins ef ein stofnun tapaði nokkrum milljörðum dollara á einu bretti. Nú hafa yfir $100 milljarðar gufað upp á nokkrum mánuðum og sú tala á eftir að tvöfaldast. Tapið er mest í Bandaríkjunum og Evrópu.

mortgages

Hlutirnir er að renna út í eina allsherjar vitleysu.

  • Alríkislögreglan, FBI, er að rannsaka 14 lánastofnanir fyrir svik.
  • Saksóknari New York-fylkis, Andrew Cuomo, stjórnar annarri rannsókn sem örugglega á eftir að enda með mörgum málaferlum.
  • Á sama tíma er enn annar armur yfirvaldsins, Securities and Exchange Commission, að auðvelda lánastofnunum að fela tapið.
  • Nýtt fyrirtæki í Kaliforníu (verður brátt miklu víðar) er tímanna tákn. Það kennir fólki, gegn hóflegri greiðslu, hvernig það getur grætt á að fara undir hamarinn! Þetta er allt löglegt og byggist á að ótal hús kosta minna en lánin sem á þeim hvíla. “Hættið að borga bankanum, búið frítt í húsinu í a.m.k. átta mánuði (lágmarkstími þegar menn kunna á kerfið) , eyðið ekki centi í viðhald og labbið síðan út.”
  • Stofnanir sem veita fasteignalán hafa á undanförnum árum “pakkað” þessum lánum og selt til þriðja aðila. Oft hefur þeim síðan verið endurpakkað mörgum sinnum. Það færist því í vöxt að þegar handhafar síðustu keðjubréfanna fá ekki borgað og þeir ætla að setja veðið (húsin) undir hamarinn að þeir eru ekki með neitt afsal í höndunum. Nokkrir dómarar í Bandaríkjunum hafa neitað að bjóða húsin upp á þeirri forsendu að einhverjir skuldapappírar (t.d. afleiður) sanni ekki eignarrétt. Ef þetta viðhorf breiðist út þá er fjandinn laus því milljónir einstaklinga geta hreinlega hætt að borga af fasteignalánum og haldið áfram að búa í húsum sem ekki er hægt að bjóða upp.

Heimild; Jóhannes Björn:


mbl.is Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brottkastið aldrei verið meira

Og þökk sé Árna Matt, fyrverandi sjávarútvegsráðherra og LÍÚ.

Bezta kvótakerfi í heimi sýnir sig í sinni glæstustu mynd !

Hvernig væri nú fyrir ríkissaksóknara að virkja lögin um ráðherraábyrgð ?


mbl.is Heildaraflinn dregst saman um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef séð þetta allt áður

Það eru engin hugbúnaðarforrit fyrir útgerð og fiskvinnslu sem geta lagað vitleysunar í sjávarútvegsstefnunni.

Með fullri virðingu fyri Matís, AGR, Maritech og TrackWell þá verð ég að segja það að slík hugbúnaðarsmíð hefur oft verið reynd áður.

Tja, nema að nú sé búið að smíða inn í grunninn brottkastið, löndun framhjá hafnarvog og tegundabreytingar við skipshlið ! Þá vísast virkar hugbúnaðurinn 100%.

En eins og allir vita sem ekki eru á annað borð blindir, heyrnalausir og vitlausir þá er svindl og brottkast í hæstu hæðum um þessar mundir, sem vonlegt er í ljósi allra aðstæðna.

Ku þetta að mati sérfræðinga vera kallað "Sjálvirkar mótvægisaðgerðir" sem eru Fiskistofu og ráðamönnum þóknanlegar.

Sjávarútvegsráðherra væri nær að einbeita sér að því að afnema kvótakerfið í núverandi mynd og leggja niður Hafransóknastofnun, heldur en að eyða tímanum í sýndarveruleika.


mbl.is Nýr hugbúnaður stuðlar að bættri afkomu sjávarútvegsfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samherjinn vinalausi

Í þorpi einu birtist einu sinni Samherji sem var vinalaus  og kvaðst vilja kaupa kvóta af þorpsbúum á 700 krónur kílóið.

Þar sem mikið var um kvóta í þorpinu, fóru þorpsbúar að safna saman og selja Samherjanum vinalausa  þá.

Samherjinn vinalausi keypti þúsundir tonna af þorpsbúum á 700 krónur kílóið, en þegar framboðið fór að minnka, bauðst Samherjinn vinalausi til að borga 1000 krónur fyrir kílóið.   

Aftur jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti síðan alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri tonn til að selja.

Samherjinn vinalausi tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvert kíló sem hann fengi, en að vísu þyrfti hann að skreppa til Afríku í smá tíma og aðstoðarmaður hans mundi sjá um kaupin á meðan.

Eftir að Samherjinn vinalausi var farinn til Afríku, hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og bauðst til að selja þeim kvótann, sem geymdur var í bankanum, á 3500 krónur kílóið.   

Fólkið gæti svo þegar Samherjinn vinalausi  kæmi aftur selt honum kvótann á 5000 krónur kílóið.  

Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu sparifé og keyptu kvótann af aðstoðarmanninum og bankanum.
 

Síðan hefur ekkert spurst til Samherjans vinarlausa eða aðstoðarmannsins.
 
Núna veistu allt um hvernig hlutabréfamarkaðurinn og brask með aflaheimildir sjávarþorpa á Íslandi virkar.


mbl.is Ekki útlit fyrir breytingu á stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband