Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Brask fjármálastofnanna með íslenzku krónuna er landráði líkast

Nú fékk almenningur reikninginn í hausinn fyrir allri útrásinni og dæmalausu sukkinu í kringum hana.

Allar ný umsamdar kauphækkanir horfnar út í hafsauga og soknar til botns í hyldýpi óráðsíu örfárra manna sem hingað til hafa sveipað sig skikkju útrásarvíkinga og blekt landslýð allann.

Þessi nýjasta aðför að krónunni og þar með heimilunum í landinu er ígildi þess að óvinveitt ríki hafi ráðist með vopnavaldi á landið.

Fjögurhundruð milljarða gengishagnaður bankanna á einungis örfáum dögum segir allt sem segja þarf og sætir furðu ef einstaka aðilar sem stjórnað hafa þessum hernaði verða ekki settir á bak við lás og slá !


mbl.is Spáir illa fyrir íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til sjómanna á Breiðafirði !

Vegna fréttar af veiðum Sighvats Bjarnasonar VE-81, norður af Öndverðanesi.

Í ljósi mjög alvarlegs ástands í lífríki hafsins við Ísland vegna gengdarlausra loðnu og kolmunnaveiða í hringnót og flottrol, þá er mjög þýðingarmikið að sjómenn við Breiðafjörð láti loðnuskipin ekki vita ef þeir verða varir við loðnutorfur.

Einnig er mjög æskilegt að sjómenn reyni að hindra veiðar loðnuskipanna ef færi gefst á með öllum tiltækum ráðum. 


mbl.is Loðna veiddist á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ryksugutogarar Kristjáns Ragnarssonar

.......fyrverandi formanns LÍÚ rembast nú við að drepa síðustu loðnubröndurnar sem eru á lífi.

Um hvað snérust þorskastríð síðustu aldar, hefur almenningur gleymt því ?

Við skulum segja LÍÚ loðnustríði á hendur og hefja alvöru aðgerðir sem munu duga líkt og íslendingar háðu við brezka heimsveldið.

Íslandi þúsund ár !

 


mbl.is Við veiðar uppi í landsteinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjóra ræfill fékk sem nemur

þriggja mánaða aflaverðmæti frystitogarans Venusar HF-519, í laun, og það bara fyrir að mæta í vinnuna.

Þetta sagði Guðmundur Jónsson skipstjóri á Venusi HF-519, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, sem tekið var við hann er skipið lagði að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðdegis í dag.

Skipið er í eigu HB-Granda hf.

Enn fremur vekur athyggli að Guðmundur skipstjóri lýsir afdráttarlaust þeirri skoðun sinni að bolfiskur á Íslandsmiðum hafi ekkert að éta, en því sé öfugt farið í Barentshafi þar sem æti sé nóg fyrir fiskinn, enda mok veiði.

Þess má geta að HB-Grandi hf, stundar stórfeldar veiðar á loðnu sem er uppistaða í fæðu þorsks og annara bolfisktegunda á íslandsmiðum.

 

Sjá frétt og viðtal við Guðmund Jónsson á Stöð 2;

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=f818c90d-1c32-4990-8462-be42270e8f37&mediaClipID=6811de43-d7bf-4966-b742-8267da9e8b8e


Himnaríki og helvíti

osvor

*Þeir eru allir komnir út.

Það er talsverður snjór í kringum búðirnar en fjaran er svört. Þeir velta bátnum við. Létt verk fyrir tólf hendur að velta við sexæringi, þyngra verk en að hvolfa honum, þá duga tæpast tólf hendur, þarf minnst sex til viðbótar en hin áhöfnin í fasta svefni, helvískir, og hvíla þreyttar hendur í draumaheimi, þeir sækja alltaf á djúpmiðin og fara þersvegna aldrei af stað fyrr en undir morgun.

Guðmundur vaknar þó sjálfsagt bráðlega, formaðurinn, kallaður Guðmundur strangi, menn hans verða að vera komnir til búðar fyrir klukkan átta á kvöldin, slæpingur og kjaftavaðal eitur í hans beinum og þeir hlýða skilyrðislaust, heljarmenni allir með tölu, hafa komist lifandi í gegnum veður  heimsins og svo kjaftforir að þeir geta drepið hund með orðbragðinu, en bljúgir drengir og óttaslegnir ef Guðmundur æsir sig.

Fanggæslan þar heitir Guðrún, lágvaxin og fíngerð, með svo ljóst hár og skrækan hlátur að það verður aldrei alveg dimmt í kringum hana, hún er á við margar flöskur af kínalífselixít, hún er falleg, hún er ærslafull og kinnar hennar svo hvítar og ávalar að það er hægt að fá fyrir hjartað, hún stígur stundum þessi undarlegu dansspor og þá brestur eitthvað inni í búðarmönnunum, þessum hrjúfu og veðruðu köllum, væntumþykjan og hamslaus girndin óleysanlegur hnútur inni í þeim.

En Guðrún er dóttir Guðmundar  og þeir myndu fremur kæla sig í helköldum sjónum en að eiga við dóttur hans, ertu vitlaus, jafnvel andskotinn sjálfur þyrði ekki að snerta hana. Hún virðist alveg ómeðvituð um áhrif sín og kanski er það hið versta, nema að það sé einmitt hið besta.

*Úr bókinni Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson.


Ballet hnúfubaka

Aðalfæða hnúfubaks er ljósáta og ýmsir smáfiskar eins og síld og loðna.

Hnúfubakur verður allt að 19 metrar á lengd og 25 til 48 tonn að þyngd.

Hnúfubakur er skíðishvalur sem þýðir að í staðin fyrir tennur hefur hann nokkurs konar skíði í kjaftinum sem verka eins og sía þegar hann aflar sér fæðu.

Hann er mikill sönghvalur.

Heimild; Vísindavefurinn.


mbl.is Hnúfubakur lék listir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband