Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 09:25
Prjónles ákvarðað með konungsbréfi
30. apríl 1701:
Prjónles Íslendinga var ákvarðað með konungsbréfi. Sokkar skyldu vera einlitir, ein dönsk alin á lengd og víðir eftir því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 14:36
Vígður fyrsti Hólabiskup
Jón Ögmundsson á Breiðabólstað var tekinn til biskups á Hólum, fyrstur manna og vígður 29. apríl 1106. Hafði Gissur biskup Ísleifsson þar hönd í bagga að því er sagt er. Jón fór utan eftir tilnefninguna og hélt til Rómar á fund páfa, sem gaf út skipun um að hann skyldi vígður til biskups.
Jón gerðist umsvifamikill og lét mjög til sín taka í embættinu. Hann var talinn helgur maður, en hefur þó aldrei verið tekinn í dýrlingatölu af kaþólsku kirkjunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 17:13
Atlantshafsbandalagið
Bjarni Benediktsson var í fararbroddi þeirra manna sem mestan þátt áttu í því að Íslendingar gengu í Atlantshafsbandalagið.
Hann undirritaði Atlantshafssáttmálann fyrir Íslands hönd í Washington 4. apríl 1949 og 20 árum síðar er stofnunar bandalagsins var minnzt í höfuðborg Bandaríkjanna var hann sá eini í hópi þeirra er staðfestu sáttmálann sem enn gegndi einni æðstu pólitískri ábyrgðarstöðu í landi sínu.
Bjarni Benediktsson hafði því einstök kynni af ráðamönnum þeim sem mótuðu þetta samstarf lýðræðisríkjanna.
Heimild; mbl.is
Sjóður stofnaður í nafni Bjarna Benediktssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2008 | 15:51
Ægileg dýrtíð og stórkostlegt verðfall peninga
Ísland anno, 1813-1814.
Hin síðustu ár hefur verðbólga vaxið óðfluga og dýrtíð orðið svo mikil, að annars eins eru ekki dæmi. Veldur því margt, hart árferði innanlands og skortur á innlendri vöru, siglingateppa og litlar vörur í verzlunum og síðast en ekki sízt stórkostlegt gengisfall, sem leitt hefur af sívaxandi skuldasöfnun danska ríkisins og óhemju seðlaútgáfu.
Er danska ríkið nú komið í greiðsluþrot og hefur verið ákveðið að stofna nýjan banka, ríkisbanka, er skal innleysa hina gömlu seðla (kúrantdalina) með nýjum seðlum. Er ákveðið að menn fái aðeins 1/10 af nafnverði gömlu seðlanna í nýjum seðlum.
Sem dæmi um vöruverð hér á landi síðastliðið haust má geta þess, að einn fjórðungur af smjöri var seldur á 6 ríkisdali, sauður kostaði 10 ríkisdali og kýr 60 rd. Nú hefur verðbólga vaxið enn, og er enginn eins dals bankaseðill tekinn sunnanlands á meira en 5 fiska.
Embættismenn og aðrir launamenn, sem ekki hafa annað en peningaseðla fyrir sig að bera, eru svo aðþrengdir, að þeim gengur fullörðugt að afla brýnustu lífsnauðsynja. Eru þess dæmi, að kaupmenn hafa neitað að selja matvæli, hafi átt að gjalda með seðlum.
Castenskiold stiftamtmaður hefur gripið til þess neyðarúrræðis að sleppa öllum föngum úr hegningarhúsinu í Reykjavík og senda hvern og einn heim í sína sveit. Gerði hann stjórninni grein fyrir þessari ráðstöfun og lét svo um mælt, að hungursneyð hafi verið svo mikil í landinu, að búast hefði mátt við, að menn fremdu glæpi, aðeins til þess að fá vist í hegningarhúsinu.
Einnig kvaðst hann hafa gert þetta til þess að hjálpa þeim sem verst voru staddir um matvæli, og miðlað svo mörgum sem auðið reyndist af birgðum tugthússins. Lagði stiftamtmaður til, að öllum föngum yrði að fullu gefin upp refsing.
Verðbólgan skelfileg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 11:44
Gullfoss lagður af stað til Ameríku
27. apríl 1915 lagði Gullfoss af stað til New York og kom þaðan aftur mánuði síðar. Gullfoss var fyrstur íslenzkra skipa með íslenzkum skipstjóra og íslenzkri skipshöfn til að sigla milli Íslands og Ameríku síðan á dögum Leifs heppna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 14:53
Fjörtíu og tveir menn farast á sjó
Hinn 26. apríl 1834 gerði skyndilega ofsaveður af norðri og blindbyl. Olli veður þetta ægilegu tjóni á mönnum og skipum á Faxaflóa.
Af Álftanesi fórust í veðri þessu tvö skip og sjö bátar með 26 mönnum. Af Akranesi fórust 7 bátar með 16 mönnum.
25.4.2008 | 10:26
Eitt stórt grín !
Til hvers þetta netarall ?
Hafró notar ekki gögnin úr netarallinu til að meta ástand þorskstofnsins !
Nú berast fréttir frá sjómönnum um gríðarlegt magn af hryggnandi stórþorski niður á 200 til 300 faðma fyrir öllu norðurlandi.
Góður afli í netaralli Hafró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar