Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Lögmaður kafnaði í dún á Jónsmessunótt

bessastaðir

Höfuðsmaðurinn á Bessastöðum danski sjóliðsforinginn Herluf Daa, sendi boð vestur á Arnarstapa til Jóns Jónssonar lögmanns og bauð honum að koma á sinn fund til Bessastaða til skrafs og ráðagerða.

Lögmaður reið þegar suður ásamt fylgdarmönnum og kom að Bessastöðum síðla dags 24. júní 1606 og setti upp tjaldbúðir við kirkjugarðinn.

Höfuðsmaður gerði lögmanni mikla veislu um kvöldið og lét jafnframt bera fylgdarmönnum hans drykkjarföng í tjöldin.

Sátu þeir höfuðsmaður að drykkju lengi einir og gerðust mjög ölvaðir. Þegar liðið var á nótt fylgdu sveinar lögmanns honum til tjalds síns.

Á Jónsmessumorgun sendi höfuðsmaður stúlku til að vekja lögmann og bjóða honum til stofu en var hann þá örendur.

Sagt var frá því í hljóði að hann hefði kafnað í dúnsvæfli sem var undir höfði hans.


Gottrup sýslumaður kemur í veg fyrir afturgöngu

steingrímur hengdurÞað var ekki algengt hér áður fyrr, að lík sakamanna væru brennd eftir aftökur, en til þess örþrifaráðs þurfti þó Lárus sýslumaður Gottrup að grípa vegna hótana dauðadæmds sakamanns, um að ganga aftur og drepa bóndann á Ásgeirsá í Víðidal.

Steingrímur Helgason var dæmdur í gálgann á þingvöllum árið 1700, en slapp úr járnum áður en tími vannst til að hengja hann. Fáum dögum síðar handsamaði Þórarin bóndi á Ásgeirsá í Víðidal þrjótinn á flótta norður í Húnavatnssýslu og kom honum í hendur yfirvalda.

Gottrup sýslumaður lét ekki undan dragast að hengja Steingrím, sem lítt iðraðist lífernis síns og hét því síðast orða að ganga aftur og drepa Þórarin bónda innan þriggja daga frá dauða sínum.

Sýslumaður tók enga áhættu af afturgöngu Steingríms og lét brenna líkið á staðnum. Var talið fullvíst að með þessari vel heppnuðu aðgerð hafi Gottrup tryggt það rækilega að Steingrímur næði aldrei að ganga aftur til að koma fram hefndum.

 

 


Samherji hf, bannar áhöfn að blogga

Margrét EA-710.Það eru ekki bara stjórnvöld í Kína, N-Kóreu og Simbabe sem láta elta uppi þrjóta með sjálfstæðar skoðanir og loka hjá þeim bloggsíðum.

Nú hefur Samherji hf, tekið sér stöðu við hliðina á þessum kúgurum og látið loka heimasíðu sinnar eigin áhafnar á Margréti EA-710, http://123.is/margretea/

Þetta má lesa um hér á heimasíðu Hákons EA-148, http://hakonea.blog.is/blog/hakonea/entry/577288/

Það kemur svo sem ekki á óvart að forstjóri Samherja hf, og stjórnarformaður Glitnis-banka, hagi sér með þessum hætti.

 


Tveir barnsfeður tilnefndir

móðir og barn 22

Valdsmenn landsins urðu að kljást við þann vanda, hversu ákvarða skyldi barni faðerni, þegar kona nefndi þar tvo menn, er báðir reynast jafnlíklegir.

Það var kona ein í Önundarfirði, Gróa Jónsdóttir sem þessu olli.

Það varð ráð önfizku dómaranna að skipa þessum tilnefndu barnsfeðrum báðum að annast barnið til sjö ára aldurs, en þá skyldu skynsamir menn segja til um, í ætt hvors mannsins það líktist fremur, og átti þá mannanna, er faðir þess taldist líklegri, að greiða hinum allan þann kostnað er hann hafði haft af barninu.

Önundafirði anno 1693.


Lýst eftir karlmanni og kvensnipt

flækings kvensnipt

Auðkenningsmerki á þeirri kvensnipt, Guðrúnu Bjarnadóttur að nafni, sem barn hafði fætt í heiminn á Dalsmynni í Norðurárdal um haustið 1663 og burt er strokin, en ei hafði sitt barn feðrað og menn ei vita, hvert komin vera muni, eru þessi:

Meðalkona á hæð, grannvaxin og grannleit með niðurmjóa höku og nokkuð langleit, fölleit, dökk á brýr, jörp á hár, um tvítugsaldur eður lítið betur.

Hér að auk er maður úr sama Norðurárdal burt hlaupinn (og silgdur, að menn hyggja) frá konu sinni og börnum, Jón Ólafsson að nafni, með þessum auðkennum:

Næst því manna hæstur, nokkuð lotinn á herðar, stórhentur, grannur um mjóleggi, limaljótur, rauðjarpur á skegg og hár, kvenlegur í máli, bláfölleitur, lítinn skeggvöxt, þunnhærður mjög í hvirfli.

Anno 1664.


Myndavélar óþarfar; dugar að vera með rétt flokksskírteini

Það er hárrétt hjá Einari K. Guðfinnssyni ráðherra að vera ekkert að þvælast með þá hugmynd að setja myndavélar um borð í fiskiskip.

Samherji hf, álpaðist í þetta fyrir mörgum árum, en eftir fyrsta halið þá bilaði búnaðurinn óvænt og hefur því miður ekki komist í gagnið síðan.

Hingað til hefur dugað að vera með rétta flokksskírteinið og þér er frjálst að henda eins miklum fiski og þér sýnist og hefur fulla heimild til að landa eins miklum fiski fram hjá vigt og þig lystir.

Svo máttu líka gera eins og frelsarinn forðum þegar hann breytti vatni í vín og breyta þorski í allar tegundir sem þig langar í.

Þetta er svo voðalega hagkvæmt og þeim líður svo vel í sálinni og sólin skýn á hina réttlátu !

Flokksskírteinið eitt dugar "á meðan þú heldur kjafti" annars ertu dauður !

Fiskistofa (FÖRÐUNARSTOFA LÍÚ) passar síðan vel upp á að allt fari fram samkvæmt settum reglum þeirra rétt bornu og hreinu !

 


mbl.is Ekki á dagskrá að setja eftirlitsmyndavélar á þilför skipa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Böðulseiður

böðull konungs (fiskistofu og líú)Til þess legg ég hönd á helga bók og svo skýt ég máli mínu til guðs, að ég ljúflega óneyddur játa og lofa, sakir minna afbrota við guð og menn til, að þjóna mínum náðuga herra og kóngi og hans umboðsmanni í þann máta að strýkja og marka og ekki að þyrma þeim sakamönnum, sem sig í hans sýslu til refsingar forbrotið hafa, með allri trú, dyggð og hollustu, nær hann til kallar, og ég skal ekki um hlaupast.

Og að svo stöfuðum eiði sé mér guð hollur sem ég segi satt, gramur, ef ég lýg.

Anno 1666.


mbl.is Landaði humri framhjá vigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðar á loðnu og kolmunna

.....eru að útrýma mörgum tegundum sjófugla við Ísland líkt og þorskstofninum og ýmsum öðrum tegundum sjávardýra !
mbl.is Minna um hrefnu á landgrunninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frækileg sjóferð Bjarna á Hafurshesti

bjarni bóndi og fjölskylda á siglingu fyrir látrabjarg

Það þótti frækilega gert hjá Bjarna bónda Bjarnasyni á Hafurshesti í Önundarfirði þegar hann fór sjóveg með "varnað" (allt sitt fólk, búnað og skepnur) sinn allan að vestan að Arnarbæli á Fellströnd, er hann fluttist þangað búferlum vorið 1687.

Til þessarar farar hafði hann áttæring byrtan, og á honum hlöðnum silgdi hann fyrir Vestfirði, suður yfir Látraröst og inn Breiðafjörð til hinna nýju heimkynna sinna.


mbl.is Metdagur í siglingum um Breiðafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband