Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
30.10.2009 | 18:22
Mjög takmarkaðar loðnuveiðar
Loðnuveiðar ætti einungis að leyfa á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.
Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
Upphafskvóti kemur ekki til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.
LÍÚ væddar loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum gjaldþrota brotajárns og tortýminga útgerða.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Vilja veiða loðnu og meiri þorsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2009 kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 17:43
Gjaldfellum á þá lánin
Nú er að verða komið að leiðarlokum í þessari umræðu um kvótakerfið.
Samtök LÍÚ er klíka örfárra ofbeldisfullra siðblindingja sem svífast einskins.
Lokum þessari öfgafullu umræðu, gjaldfellum á þá lánin og hirðum af þeim kvótana og skipin.
Misheppnaðar strandveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2009 | 16:37
Tálknakyn í Húnaþingi
Veit nefndur Ólafur Dýrmundsson að sauðfjárbændur hafa sótt sér á laun lambhrúta og gimbrar í Tálknann síðastliðin rúm 30 ár ?
Sagt er að víða á bæjum í Húnaþingi megi sjá afrakstur þessara kynbóta !
Veit landbúnaðarráðunauturinn um þessa frábæru ræktun ?
Segir féð ekki hafa neitt verndargildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2009 | 15:31
Vilta sauðféð í fjallinu Tálkna
Fjallið Tálkni dregur nafn sitt af landnámsmanninum norska "Þorbirni tálkna" en han nam Patreksfjörð hálfan og Tálknafjörð allan ásamt bróður sínum "Þorbirni skúma" en þeir voru synir "Böðvars blöðruskalla".
Í klettótum fjallshlíðum Tálkna gengur sauðfé villt allt árið og hefur gert í marga áratugi. Fer tvennum sögum af fjölda þeirra kinda sem þar lifa en flestir eru á því að þær skipti tugum en sumir halda því fram að þær séu á annað hundrað.
Ýmsir sjálfskipaðir postular varna gegn riðuveiki hafa lagst í hernað gegn þessu einstaka sauðfé og reynt allt hvað af tekur til að útrýma því með öllum tiltækum ráðum, en ætíð þurft að láta í minni pokann. Frægasta atlagan sem gerð var að fénu var þegar sýslumaðurinn á Patreksfirði fékk til liðs við sig þyrlu Landhelgisgæslunar ásamt Víkingasveitinni vestur.
Upphófst þá gríðarleg skothríð frá Víkingasveitinni út um dyr þyrnunnar sem flaug fram og aftur um hlíðar fjallsins. Sögur herma að fáar kindur hafi legið eftir sárar á víð og dreif í Tálknahlíðum og að lokum flúðu sérsveitarmenn með skottið á milli lappanna suður í 101 Reykjavík.
Sauðféð í Tálkna lifir góðu lífi og fjölgar sér jafnt og þétt þrátt fyrir harðar atlögur að því annað veifið. Mun þetta vera einsdæmi í öllum heiminum um viltar sauðkindur. Ég legg til að stofn þessi verði alfriðaður sem allra fyrst landi og þjóð til heilla.
Frásögn Árna Gunnarssonar rithöfundar.
Hún hefur lengi heillað mig vitneskjan um villiféð í Tálknanum. Þetta er svolítið dramatískt. Auðvitað er það alger firra að ímynda sér einhverja sjúkdómavá þessu samfara. Hefði sú hætta verið fyrir hendi einhverntíman væri þessi stofn fyrir löngu búinn að yfirstíga það allt og mynda ónæmi með náttúruúrvali.
Og hvað riðuna áhrærir þá veit enginn með vissu hvernig hún smitast og sjálfur trúi ég því að hún sé ekki bráðsmitandi. Mín skoðun er sú að alltof mikill bægsalagangur sé gerður út af riðunni.
Fyrir mörgum áratugum var mikill herleiðangur settur af stað til að fella svarta útigangsrollu sem var í eigu Hlínar í Herdísarvík. Surtla var stygg og stakk vígamennina af hvern af öðrum. Loks tókst þó einum að fella Surtlu og verða "þjóðhetja." Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum orti um Surtlu fallegt erfiljóð og er síðasta erindið svona:
Morðið arma upp til fjalla
eykur harmana.
Surtla jarmar upp á alla
ólánsgarmana.
Kristján heitinn Mikkaelsson blikksmiður frá Fremri-Breiðadal var fenginn með skosku smalahundana sína í leiðangurinn fræga í Tálknann. Hann var þá búsettur í Flekkudal í Kjós. Þetta voru frægir verðlaunahundar í smölun. Hann sagði mér að hundarnir hefðu ekki komið að neinu gagni.
Hrútarnir hefðu beinlínis ráðist á þá og hundarnir flúið. Kristján var óvenjulegur vaskleikamaður og íþróttamaður í fremstu röð á yngri árum. Hann sagði styggð og áræði þessa fjár með ólíkindum og taldi með öllu útilokað að eyða því. þarna hefði það lagast svo að aðstæðum að greinilegt náttúruúrval væri byrjað.
Til dæmis hefðu fætur- og þó einkum framfætur verið svo sverir að slíkt hefði hann aldrei séð. Kristján var þó vel kunnugur fé, hafði sjálfur alist upp í sveit og bjó auk þess fjárbúi með konu sinni í Flekkudal þegar hann varð bráðkvaddur fyrir 2 eða 3 árum.
Frásögn Braga Þórs Thoroddsens.
Gekk fyrir Tálknann frá Patreksfirði og inn að Lambeyri sennilega 2000. Það voru all svakalegar skepnur þarna - hrútar sem ekki sáu framfyrir sig fyrir hornum og ær í reyfum þannig að minnti á eitthvað annað en sauðfé. Held að við höfum séð um 30 stk í heild. Það er tæplega riða í fé sem lifir villt í þessu umhverfi. Ég var genginn upp að hnjám enda flóð við ófæru Tálknafjarðarmegin um kvöldið.
Nítján kindur heimtar af Tálkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2009 | 12:19
Stöðvum flottrollsveiðar á makríl
Íslendingar fara fram með ofbeldi við veiðar á makríl með notkun á flottrolli sem leiðir af sér eyðileggingu á rándýrri afurð till manneldis.
Það er engin von um að hlustað verði á sjónamið okkar á meðan þessum skepnuskap stendur.
Ísland tekur einhliða ákvörðun um makrílkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2009 | 14:31
Hákarl er allra meina bót
Hákarl hefur að líkindum verið veiddur hér frá landnámi, fjöldi örnefna víða um land benda til hákarlsreka og veiða.
Í Sturlungu er getið um hákarlahaust (1232), á 14. öld er í Búalögum getið um verðlag á hákarli og frá 15. öld er að finna heimildir um hákarlsverkun. Á 17. og 18. öld jókst mjög eftirspurn eftir hákarlalýsi og varð það mönnum á Vestur- og Norðurlandi hvatning til að stunda hákarlaveiðar.
Eitthvað dregur úr hákarlaveiðum í lok 18. aldar og er fyrst og fremst lélegum skipakosti um kennt. Þær eflast síðan aftur um og eftir aldamótin 1800 og eru stundaðar fram eftir allri 19. öld þar til draga fer úr eftirspurn eftir lýsi til lýsingar í Evrópu.
Sú var tíðin að Kaupmannahöfn var sögð lýst upp með hákarlalýsi af Íslandi. Upphaflega þýddi orðið lýsi beinlínis ljósmeti. Á seinni hluta 19. aldar var Gjögur í Árneshreppi stærsta hákarlaverstöð landsins.
Yfirleitt er stór hákarl betri en smár. Hákarl var og er borinn á borð með harðfiski og rúgbrauði. Hann var vinsæll í nesti, saðsamur og hitagæfur. Fyrr á tíð var glerhákarl gjarnan skorinn í sneiðar og hafður ofan á brauð í stað smjörs.
Hann var líka brytjaður út í graut, steiktur á hlóðum eða soðinn og jafnvel etinn með kartöflum, rófum eða blóðmör. Hákarlastappa úr kæstum hákarli og brjóski þótti og herramannsmatur.
Lækningamáttur hákarls var rómaður, hann var og er jafnvel enn í dag talinn lækna magasár, vera hollur þunguðum konum og hafa jafnvel læknað holdsveiki. Þá þótti það óbrigðult að leggja flís af glerhákarli við ígerð eða eymsli.
Heimild: Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2009 kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009 | 12:49
Reyna að kúga ríkisstjórnina til hlýðni við LÍÚ
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SAASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍSA reyna nú með öllum ráðum og hótunum að kúga ríkisstjórnina til hlýðni við LÍÚ og óbreytt kvótakerfi.
Ég mæli eindregið með að farin verði sú leið sem lögð er til hér og hér.
Ekkert bólar á yfirlýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2009 | 15:03
Þöggunn LÍÚ og háskólasamfélagsins
LÍÚ keypti sér opinberan stuðning háskólasamfélagsins til að kenna áfram hvernig á að klúðra fiskveiðistjórninni enn betur.
LÍÚ svífst einskis og kaupir opinberan stuðning við allan ósómann í fiskveiðistjórninni: mistökin um uppbyggingu þorskstofnsins, brottkast, framhjálöndun, eignarupptöku fjölskyldna í sjávarbyggðum og eyðingu byggða.
Man fólk ekki hvernig Fiskvinnsluskólinn og Stýrimannaskólinn á Ísafirði, Dalvík, og Vestmannaeyjum - frábærir skólar voru eyðilagðir og í stað þess er plottað eitthvert samsæri um kennslu í kvótafræðum LÍÚ í Háskólunum á Akureyri og Háskóla Íslands þar sem blóðpeningar og gjafir LÍÚ gegna lykilhlutverki við útbreiðslu fræða sem eru að eyða bæði þorskstofninum og sjávarbyggðum kring um landið ?
Það var alvarleg siðblinda hjá yfirstjórn háskólanna að taka þátt í að kenna þennan ósóma - gegn greiðslu blóðpeninga.
Verða Kínverjar eða Spánverjar skipstjórar á íslenskum skipum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2009 | 16:32
Ekki mark takandi á Amnesty Internationa á Íslandi
Tilvitnun í stefnu Amnesty Internationa á Íslandi.
"Lögð verður áhersla á að auka ábyrgð fyrirtækja gagnvart mannréttindum og fátækt og að endingu að binda réttindi í lög til að tryggja að einstaklingar geti dregið stjórnvöld í sínu landi til ábyrgðar fyrir að brjóta efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi".
"Þess vegna hefur Amnesty International ráðist í þessa herferð til að sýna hvernig fátækt og mannréttindabrot haldast oft í hendur, efla og styðja þá sem mega þola mannréttindabrot og draga þá til ábyrgðar, sem brjóta á réttindum fátækra, segir m.a. á vef Íslandsdeildar Amnesty International". Tilvitnun lýkur.
Ég tek ekkert mark á þessu hjali !
Undirritaður reyndi ítrekað í janúar og febrúar 2008 að fá forystu Amnesty Internationa á Íslandi til að skerast í leikinn með því að beita sér gegn mannréttindabrotum íslenzkra stjórnvalda á sjómönnum.
Svarið var stutt og snubbótt: "GETUM EKKI BEITT OKKUR GEGN ÍSLENZKUM STJÓRNVÖLDUM".
Eins og alþjóð veit þá feldi Mannréttindanefnd SÞ, sitt álit í október 2007.
Íslenzk stjórnvöld með Einar K. Guðfinnsson fyrrum sjávarútvegsráðherra hertu enn frekar pyntingar gegn sjómönnum eftir að álit SÞ var gert opinbert með það að markmiði eins og hann orðaði það sjálfur í fréttum RÚV er hann var spurður út í niðurskurð á þorski úr 200 þúsund tonnum niður í 130 þúsund tonn.
"NAUÐSYNLEGAR AÐGERÐIR TIL AÐ FLÝTA FYRIR ÁKVEÐINNI HAGRÆÐINGU"
Allir vita hvað ráðherrann var að segja og meina !
"SVELTUM þÁ Í HEL ÞÁ HALDA ÞEIR KJAFTI ÞESSIR KVÓTALAUSU AUMINGJAR"
Leysa fjötra fátæktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar