Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
7.10.2010 | 08:30
54,7 milljarðar afskrifaðir hjá átta kvótafyrirtækjum
Í upphafi Hrunsins skuldaði sjávarútvegurinn 543 milljarða króna. Hvernig mátti slíkt verða þegar okkur var sagt að kvótakerfið ætti að tryggja hagræðingu og góðan rekstur?
Átta sjávarútvegsfyrirtæki fá nú afslátt skulda upp á 54,7 milljarða.
Okkur er sagt að það hefði verið verri kostur að láta þau rúlla en lifa. Hvers vegna? Jú, vegna þess að skuldirnar voru svo yfirgengilega háar og fyrirtækin svo stór, hvert á sínum stað að ómögulegt var að láta þau hlíta markaðslögmálunum, þar sem menn taka sjálfir ábyrgð á áhættunni sem tekin er. Tjónið af gjaldþroti yrði miklu verra en ef skuldir væru afskrifaðar.
Niðurstaða: Því meira sem tekið var að láni, því meiri voru líkur á að eigendurnir gæti sjálfir sloppið og viðhaldið lífsstíl sínum, stóru einbýlishúsunum, sumarhöllunum og ofurjeppunum. Með smávegis kennitöluflakki var hægt að ganga tryggilega frá þessu og að taka meira að segja lán til að borga eigendunum hundruð milljóna króna í arð.
Fengið að láni af heimasíðu Ómars Ragnarssonar.
5.10.2010 | 08:48
Kvótakerfið er versta aðförin að búsetu
Myndin sýnir skuldir útvegsfyrirtækja í milljörðum króna (á verðlagi hvers árs). Skuldirnar námu um 500 milljörðum króna í árslok 2008 skv. framreiknuðum tölum frá Seðlabanka Íslands.
Skuldirnar hafa nálega fjórfaldazt frá 1995 sem hlutfall af útflutningsverðmæti sjávarafurða: þær námu 110% af útflutningsverðmætinu 1995 og um 400% 2008.
Kvótakerfinu var ætlað að stuðla að hagræðingu og þá væntanlega einnig að endurgreiðslu skulda, en það hefur leitt til þveröfugrar niðurstöðu, skuldasöfnunar og að vísu einnig til eignamyndunar á móti, en fiskveiðistjórnarkerfinu var ekki ætlað að greiða fyrir áframhaldandi fjárfestingu í útvegi.
Útvegsfyrirtækin lögðu kvóta að veði einnig fyrir vafasamri skuldasöfnun utan útvegsins, stundum til að braska með gjaldeyri, og hafa því mörg misst kvótann í hendur lánardrottna.
Mörg útvegsfyrirtæki virðast í ljósi þessara talna munu þurfa að skipta um eigendur innan tíðar. Álagning veiðigjalds í tæka tíð með því að fara gjaldheimtuleiðina, uppboðsleiðina eða afhendingarleiðina eða einhverja blöndu af öllum þrem hefði leitt til miklu meiri og skjótari hagræðingar en átt hefur sér stað og hefði dregið úr skuldum útvegsins í stað þess að auka þær. Sjá meira um málið í greininni Framleiðni og lánsfé.
Fengið að láni af heimasíðu Þorvaldar Gylfasonar.
Harma aðför að búsetu í Þingeyjarsýslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2010 | 23:01
Í vindi skal við höggva, veðri á sjó róa
Jú, Guðbjartur Hannesson sem lofaði uppstokkun á kvótakerfinu og að mannréttindi sjómanna yrðu virt en ekki fótum troðin áfram af stjórnvöldum líkt og verið hefur sl, 27 ár.
Hvar eru efndirnar ?
Nú er komið að ögurstundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 764337
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar