Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
28.10.2010 | 15:09
Nýr sáttmáli og stefnan mörkuð
Stefnan er mörkuð en það er jafnframt skýr vilji til umræðu í leit að bestu lausn.
Það hafa á þessu ári átt sér stað breytingar og það eru fleiri breytingar í farvatninu og ástæðan fyrir þeim á sér þær djúpar rætur sem allir þekkja.
Framan í þessar breytingar þurfa menn að þora að horfa og taka þátt í þeim af opnum hug en ekki stinga höfðinu í sandinn. Það færir engum neitt.
Nýr sáttmáliÞað er komið að nýjum sáttmála í sjávarútveginum eða líkt og new deal sá er Roosvelt Bandaríkjaforseti kom á árið 1933.
Hann sat undir því að vera kallaður kommúnisti í upphafi þess máls og þótti ekki lítið skammaryrði á þá daga í henni Ameríku.
Ég held samt að það sé almenn og viðurkennd skoðun manna nú að einmitt þessi sáttmáli hafi leitt hina miklu þjóð út úr kreppunni miklu.
Ræða sjávarútvegsráðherra í heild; hér.
Fleiri breytingar í farvatninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2010 | 13:33
Launhelgi lyganna
Vona að Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra auðnist að taka löngu tímabæra ákvörðun um að stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll eins og gert hefur verið í nánast öllum löndum þar sem ábyrg umgengni um lífríki hafsins er í hávegum höfð.
Loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins þmt, öllum sjófugli og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum gjaldþrota brotajárns og tortýminga útgerða.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
En til þrautavara ætti einungis að leyfa loðnuveiðar á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.
Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
Upphafskvóti ætti ekki að koma til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.
Gott ástand loðnustofns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2010 | 13:04
Flottrollsveiðar ógna öllu lífríki hafsins við Ísland
Jón Eyfjörð Eiríksson er skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE-81 frá Vestmannaeyjum. Hann hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að flottroll séu varhugaverð veiðarfæri fyrir framtíð loðnustofnsins fyrir þær sakir að aðeins lítill hluti loðnunnar sem verður á vegi trollsins endar í pokanum en allt hitt vellur út um möskvana og því er óvíst hversu mikið af henni fer forgörðum.
Eins segir hann óvíst hvort loðnan þjappi sér saman aftur og haldi stefnu sinni eftir að búið er að ryðjast gegnum göngurnar með flottrollum.
Helgi kollegi hans deilir þessari skoðun með Jóni og einnig flestir skipverjar sem blaðamaður ræddi við um borð. Þetta er heit umræða í Eyjum og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sem á Sighvat Bjarnason, segir að hann hljóti að hlusta á þessa gagnrýni sjómanna.
Skaða veiðarfæri lífríki sjávar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2010 | 08:10
Meðvirkir kvótafíklar
Hagsmunasamtök sjómanna eru ónýt og löngu tímabært að leggja þau niður í núverandi mynd.
Þetta hefur ekki komið betur í ljós heldur en einmitt núna þar sem samtökin setja sig á móti mörg þúsund nýjum störfum í sjávarútvegi og afleitum störfum.
Sævar Gunnarsson segist ekki vilja borga lítilsháttar leigu til ríkissins fyrir aflaheimildir en á sama tíma samþykkir hann 30-70% afslátt á fiskverði til sjómanna í gegnum Verðlagsstofu skiptaverð, en sá afsláttur er í mörgum tilfellum margfallt það gjald af hverju kílói sem ríkissjóður ætlar að innheimta af leigukvóta.
Sævar Gunnarsson lætur sjómenn greiða niður vaxtakostnað útgerða af kvótakaupum.
Hagsmunasamtök sjómanna líta með velþóknun á allt brottkast og kvótasvindl.
Hagsmunasamtök sjómanna líta með velþóknun á öll brot á mannréttindum sjómanna enda hefur ekki komið hósti né stuna frá samtökunum vegna álits Mannréttindanefndar SÞ, sem gert var opinbert 2007.
Ekki þarf að hafa mörg orð um afstöðu meirihluta Landsambands smábátaeigenda enda flestir á leið inn í glæpasamtök LÍÚ.
Ráðherra í stríð við sjómenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.10.2010 | 20:19
Gríðarleg skaðsemi flottrolls á vistkerfi sjávar við veiðar á uppsjávarfiski
Samkvæmt áralöngum ransóknum finnska vísindamannsins Petri Suuronen hjá Norsku Hafransóknarstofnunni drepur flottroll með smugi fiska 10 til 15 fallt það magn sem það veiðir og skilar að landi.
Flottroll splundrar fiskitorfum og ruglar göngumynstur þeirra til hryggninga og uppeldisstöðva.
Flottroll drepur auk þess sem meðafla gríðarlegt magn af bolfiski og seiðum ýmisa fiskitegunda sem síðan er brætt í mjöl og lýsi til skepnufóðurs.
Dæmi er um allt að 60 tonn af laxi hafi komið í einu holi í flottroll í lögsögu Íslands og verið kastað dauðum aftur í sjóinn.
Hrun hörpudisksstofnsins við Ísland má einnig rekja til flottrollsveiða.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar.
Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað. Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði.
Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Nánast engar veiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2010 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2010 | 15:46
Íslenzkur þorskur við A-Grænland
Segjum sem svo að Grænlendingar tækju einhliða ákvörðun um að heimila skipum Evrópusambandsins óheftar veiðar á íslenzkum þorski í lögsögu sinni við A-Grænland.
Gilda þá makríl rök Einars K. Guðfinnssonar til handa Grænlesskri þjóð eða mundi hann snúa þeim á haus ?
Sjá grein um Grænlandsgöngur þorsks.
Purkunarlausar ofbeldishótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 10:02
Undarlegt mannaval í makrílviðræðum
Þetta er í meira lagi undarleg ráðstöfun hjá íslenzkum stjórnvöldum að senda fulltrúa LÍÚ erlendis til viðræðna við Norðmenn, ESB og Rússa um skiptingu makrílstofnsins.
Enda hittir Friðrik Jón Arngrímsson naglann á höfuðið þegar hann segir;
Ef það eiga að nást samningar þurfa allir að skoða sinn hug en við komum ekki hingað til þess að fara heim með ekki neitt eða lítið.
Býst ekki við að sátt náist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2010 | 15:55
Svikamylla stjórnvalda og töpuð tækifæri
Tvö ár frá hruni og lítið sem ekkert hefur verið gert nema slá skjaldborg um kvótakónga og gangstera í bankakerfinu. Pólitísku skussunum hefur þó tekist að beina umræðunni í þann afstæðan farveg, að það sé eðlilegt að bjarga liðinu sem setti landið á hausinn á meðan endalaust sé reiknað út hvernig þolendur glæpsins skuli píndir. Hlutirnir gætu ekki verið öfugsnúnari.
Það var ekkert náttúrulögmál hvernig atburðirnir þróuðust. Það var ekkert eðlilegt lögmál að fjármagnseigendum skyldi bjargað og fólkinu sem stal fiskimiðum landsins hlíft á meðan heimilin voru kaffærð. Það var ekkert sjálfsagt við það að ráðast á tugþúsundir einstaklinga sem ekkert brutu af sér. Þetta voru pólitískar ákvarðanir. Núna er þetta sett upp eins og fastar stærðir sem þarf að reikna sig út úrog það er bull.
Nýju bankarnir fengu fasteignalánin með góðum afslætti og þeim bar siðferðileg (ef ekki lagaleg) skylda til þess að afskrifa hluta þeirra. Þess í stað borguðu skilanefndir sjálfum sér ofurlaun og bankarnir héldu áfram að misnota aðstöðu sína. Strax í upphafi voru heimilin beitt hrikalegu óréttlæti þegar forsendubrestur lánasamninga var ekki viðurkenndur. Lánin voru ómerk eftir að glæpastarfsemi bankakerfisins hækkaði höfuðstólinn um helming, t.d. með því að taka stöðu á móti viðskiptavinum sínum þegar þeir felldu gegnið af ásettu ráði.
Fjórflokkurinn er dauður og sanngjarnir einstaklingar verða að sjá til þess að gripið verði til aðgerða sem tryggja framtíð landsins. Tími útreikninga er liðinn. Það skiptir engu máli hvað björgun heimila landsins kostar, aðgerðaleysi er ekki einu sinni valkostur í stöðunni. Í staðinn fyrir málþóf og útreikninga verður að setja hlutina í rétta forgangsröð.
Fólk sem á skuldlausar eignir og sparifé gæti freistast til þess að halda að vandi tugþúsunda heimila komi því lítið við, en með ríkjandi stefnu líður ekki langur tími þar til allir verða fátækari. Fólk sem hefur verið að bíða og vona er að missa máttinn og gífurlegur landsflótti tekur næst við. Sjáið hvað er nú þegar að gerast í Lettlandi og víðar. Best menntaða og hæfasta fólk yngri kynslóðanna er að flýja í stórum stíl. Blóðtakan er ólýsanleg fyrir atvinnulífið og framtíðar uppbyggingu nútíma atvinnugreina. Hagvöxtur verður minni en ella og tekjur ríkisins dragast saman í marga áratugi. Fasteignamarkaðurinn er í molum og verðfallið svimandi.
Ef pólitíska kerfinu á Íslandi og elítunni sem drottnar yfir því tekst að hrekja tugþúsundir úr landi er hagkerfið glatað. Fólk sem býr í sextíu milljóna húsi vaknar frekar fljótlega við þann vonda draum að húsið kostar nú þrjátíu milljóniref einhver álpast á að kaupa þaðog peningarnir undir koddanum hafa verulega glatað gildi sínu. Gjaldeyrishöft verða varanleg í stöðnuðu hagkerfi og stéttaskiptingin óþolandi. Gjáin á milli ofurríkra og annarra þjóðfélagsþegna breikkar eðlilega þegar upprennandi máttarstólpar millistéttarinnar búa erlendis og elítan hefur unnið stríðið sem nú fer fram.
Forgangsröðin verður að vera rétt og við eigum raunverulega engra kosta völ. Það verður að leiðrétta skuldastöðu heimilanna strax. Allt annað er eins og skipa nefnd um afleiðingar þess að bjarga manni sem er að drukkna beint fyrir framan nefið á okkur. Það er enginn annar möguleiki í stöðunni. Með því að draga lappirnar erum við að halda á okkur hita með því að pissa í skóinn, en ef heimilin eru látin sökkva verða afleiðingarnar miklu verri séð til lengri tíma.
Það er hægt að afskrifa skuldir heimilanna, en sennilega er raunhæfari lausn að allir sem vilja geti gert tímabundinn samning þar sem skuldir eru afskrifaðar og einhvers konar kaupleiga tekur gildi. Það kemur í veg fyrir þá fáránlegu stöðu að tugþúsundir missi húsnæðið á markaði þar sem allt of mikið framboð er nú þegar verulegt vandamál. Kosturinn við kaupleigusamning af þessu tagi er sá (ef hann er t.d. gerður til 10 ára) að þótt lánastofnanir afskrifi skuldir á þessum krepputímum þá eiga þær góðan möguleika á að græða á sölu eignanna í betra árferði. Allir fá sitt. Fólk býr áfram í húsnæðinu og skuldar minna. Lánastofnanir spara sér kostnað við að henda fólki út á götu, hrekja viðskiptavini úr landi og endurselja eignirnar fyrir slikk. Eignirnar eru þá enn á bókum lánastofnana og hækka í verði þegar hagkerfið braggast.
Best væri sjálfsagt að þjóðnýta bankana aftur á meðan gengið er frá nýju kaupleigukerfi íbúðarhúsnæðis og kvótanum er skilað aftur til fólksins. Þessir tveir hlutir, skuldir heimilanna og gjöf fiskistofnanna til nokkra einstaklinga, eru Akkelísarhæll íslenska hagkerfisins. Bankakerfið mergsýgur báða þessa þætti og heldur sjálfsagt áfram á þeirri braut þar til ráðvandir einstaklingar taka í taumana.
Fengið að láni á: vald.org
Brynjar: Hættið að gefa óraunhæfar væntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2010 | 18:01
Útboð á aflaheimildum til bjargar sjúkrahúsunum á landsbyggðinni
Til að verjast boðaðri rústun sjúkrahúsa á landsbyggðinni er vart nema ein leið fær.
Ríkisstjórnin ætti að taka ákvörðun um það strax að auka aflaheimildir í þorski og vel flestum öðrum tegundum bolfisks um td, 75 þúsund tonn.
Þessar viðbótar aflaheimildir verði teknar út fyrir sviga aflamarkskerfisins og leigðar út af ríkissjóði.
Með þessu móti fengjust í ríkisskassann strax á næstu mánuðum að lágmarki 5 milljarðar króna.
Ekki þyrfti því að koma til neins niðurskurðar hjá sjúkrahúsunum.
Skoða aðrar niðurskurðarleiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2010 | 21:26
Útboð á aflaheimildum til bjargar sjúkrahúsunum á landsbyggðinni
Til að verjast fyrirhugaðri rústun sjúkrahúsa á landsbyggðinni er vart nema ein leið fær.
Ríkisstjórnin ætti að taka ákvörðun um það strax að auka aflaheimildir í þorski og vel flestum öðrum tegundum bolfisks um td, 75 þúsund tonn.
Þessar viðbótar aflaheimildir verði teknar út fyrir sviga aflamarkskerfisins og leigðar út af ríkissjóði.
Með þessu móti fengjust í ríkisskassann strax á næstu mánuðum að lágmarki 5 milljarðar króna.
Ekki þyrfti því að koma til neins niðurskurðar hjá sjúkrahúsunum.
85% niðurskurður á sjúkrasviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 764341
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar