Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
31.1.2011 | 22:42
LÍÚ styrkþegi á sólarströnd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 12:10
KVÓTAKÓNGASONNETTAN
Það er til þjóð sem reisir vönduð vígi
og verndar einkum níðingana sína
er þegna hennar kvótakóngar pína
og kúga sérhvert barn með hreinni lygi.
Og þjóðin á í hafsjó fjársjóð fiska
sem fáum mönnum þó er leyft að veiða
og sama fólk fær auðlindum að eyða,
það er sem finnist hvergi nokkur viska.
Því þjóðin lætur gráðugt glæpahyski
við gnægtaborðið aleitt jafnan sitja
en lýðnum býðst frá hungri hægur batinn
ef hrekkur lítill brauðmoli af diski.
Og þegar kóngar heimskra hópa vitja
fólk hneigir sig og þakkar fyrir matinn.
hópa vitjafólk hneigir sig og þakkar fyrir matinn.
Höfundur Kristján Hreinsson.
Hagnaður sjávarútvegs eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2011 | 15:35
Út við lunningu lífsins
Út við lunningu lífsins
stendur maður
og hífir í blökk hinna brostnuvona
en í hálýstum sölum hótel borgar
hokra flottræflar framtíðarinnar
og drekka vísitölu drykki
og bíta með gulltönnum í heimskringluna
á meðan hólminn sekkur í skuldafen ríkisbubba og bílífisseggja
þrælar kúgaður verkalýður fyrir salti í grautinn og tilveru sem er ekki til.
en launin eru
lamaðir leggir og brotið bak
og loforð um bættan ellistyrk
en ekkert gengur nema aftur á bak
því samstaðan er ekki virk.
Höfundur: Setfán Þór (Lollinn).
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2011 kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2011 | 07:54
Aðför LÍÚ að lífríki hafsins
Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli í lögsögu Íslands.
Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.
Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundanna.
Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða og stöðva loðnuveiðar í eitt skipti fyrir öll.
90% af kríuungum hungurmorða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2011 | 16:44
Brottkastið er meira við Ísland heldur en í löndum Evrópusambandsins
Myndbönd þau sem sjónvarpskokkurinn Hugh Fearnley-Wittingstall hefur gert um brottkast fiskjar vegna reglna Evrópusambandsins hafa vakið mikla reiði. Síðustu tvo dagana hafa um 200 þúsund manns mótmælt brottkastinu.
Sóðaskapurinn er engu minni ef ekki meiri í íslenzka aflamarkskerfinu þótt lög banni allt brottkast.
Á frystitogurunum er allt brottkastið sett í hakkavél og telst því vera hátækni brottkast í augum LÍÚ.
Eina leiðin til að fyrirbyggja allt brottkast er að taka upp sóknarstýringu að fyrirmynd Færeyinga sem leiðir af sér að íslenska aflamarkskerfið er ónýtt.
Ekkert nýtt í tillögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2011 | 13:33
Kynnið ykkur færeyska fiskveiðistjórnunrkerfið - hér
Það á vel við hæfi í tilefni af heimsókn færeyska sjávarútvegsráðherrans að sem flestir kynni sér af hverju færeyingar köstuðu aflamarkskerfinu að "íslenzkri fyrirmynd" fyrir róða eftir aðeins tveggja ára reynslu og tóku upp nýtt og heilbryggt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á sóknarstýringu.
Allir helstu sérfræðingar heims í fiskveiðistjórnun eru sammála um að færeyska sóknarstýringarkerfið sé eitt allra besta fiskveiðistjórnunarkerfi veraldar.
Færeyingar heimsækja Jón Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2011 | 04:10
Myndavélaeftirlit um borð í fiskiskipum
Víða um heim er aukinn áhugi á því að efla eftirlit með fiskveiðum með því að koma fyrir eftirlitsmyndavélum um borð í veiðiskipum.
Þannig hafa argentínsk stjórnvöld nú leitt í lög að öll úthafsveiðiskip í landinu skuli hafa eftirlitsmyndavélar um borð í þessu skyni.
Um er að ræða innsiglað myndavélakerfi tengd GPS staðsetningarbúnaði sem skráir það sem fram fer frá því að veiðarfærinu er dýpt í sjóinn og þar til það er dregið inn aftur og aflinn meðhöndlaður. Þetta kemur til viðbótar almennu eftirliti sérstakra eftirlitsmanna.
Í frétt um málið á vefnum fis.com segir að lögin hafi gengið í gildi um síðustu áramót og hafi útgerðirnar þrjá mánuði til þess að koma tækjunum fyrir og láta prófa þau.
Því má bæta við að gerðar hafa verið tilraunir með notkun eftirlitsmyndavéla um borð í fiskiskipum m.a. í Danmörku og Bretlandi og þótt takast vel, en myndavélarnar hafa ekki verið lögbundnar ennþá.
Hér á landi var gerð að minnsta kosti ein slík tilraun um borð í einu af skipum Samherja hf, fyrir nokkrum árum en ekki varð framhald á henni af skiljanlegum ástæðum þar sem íslenzka aflamarkskerfið hvetur til brottkasts í stórum stíl og kvótasvindls.
Það tók frændur okkar Færeyinga ekki nema tvö ár að sjá að aflamarkskerfi við fiskveiðar væri algjörlega galið þjóðhagslega, enda köstuðu þeir kvótakerfinu fyrir róða og tóku upp sóknarstýringu við fiskveiðar. Hér má fræðast um það:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2011 | 14:52
Glæsileg framistaða eða hitt þó heldur
Ísland flytur út sjávarfang 1,3 miljónir tonna að verðmæti 110 miljarða.
Norðmenn flytja út sjávarfang 2,7 milljónir tonna að verðmæti 1000 miljarða.
Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst hverslags aumingjar hafa stjórnað íslenzkum sjávarútvegi í marga áratugi.
Afleiðingar ofstjórnar, spillingar, villu og svima Hafró-LÍÚ með fulltingi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Er ekki íslenzka kvótakerfið það besta í heimi ?
Hann er orðin dýr þjófnaðurinn af stærsta ráni Íslandssögunnar.
Mikil eftirspurn eftir norsku sjávarfangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar