Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
22.2.2011 | 16:03
Könnun MMR: 70 prósent vilja bylta kvótakerfinu
Ný könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda bendir til þess að nokkur stuðningur sé við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans.
Þannig voru 69,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að greiða leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans, 66,6% sögðust því hlynnt að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9% sögðu að stjórnvöld ættu að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum," segir í tilkynningu frá MMR.
Þá kváðust 17,4% þeirra sem tóku afstöðu vera hlynnt því að handhafar kvóta greiddu eingöngu leigu fyrir afnotin sem næmi rekstrarkostnaði þeirra ríkisstofnana sem þjónusta sjávarútgerðina, 15,1% töldu að núverandi handhafar kvótans ættu að fá að halda honum áfram óskertum og 7,4% sögðust hlynnt því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja," segir ennfremur auk þess sem 31,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera sammála því að hagsmunir núverandi handhafa kvótans og þjóðarinnar í heild væru sameiginlegir.
Afstaðan ólík á milli flokka
Nokkur munur reyndist á afstöðu svarenda til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka," segir einnig í tilkynningunni. Til að mynda voru 89% Samfylkingarfólks og 93% Vinstri grænna hlynnt því að stjórnvöld afturkölluðu gildandi fiskveiðiheimildir og úthlutuðu þeim að nýju með breyttum reglum, samanborið við 36% Sjálfstæðismanna."
Stuðningur við að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild reyndist aftur á móti lítill meðal stuðningsmanna allra flokka. En 16% Sjálfstæðismanna, 10% Framsóknarmanna, 4% Samfylkingarfólks og enginn Vinstri grænna sögðust hlynntir því að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið selja, leigja og veðsetja."
Vinstri smellið á myndirnar af súluritunum þar til letrið er orðið nógu stórt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2011 | 11:01
Launhelgi lyganna - mjög alvarlegt mál fyrir framtíð Íslands
Hætta ætti loðnuveiðum við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli.
Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.
Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.
Vont veður á loðnuslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2011 | 11:55
Rommkópar - tálbeita hákarlamanna
Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögðu algjöra byltingu við veiðar á hákarli; voru það litlir selkópar vestan frá Breiðafirði, og voru þeir látnir liggja í pækli í heilu lagi í sterku íláti.
En það merkilega við þessa hákarlabeitu var það, að selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru þeir aðeins opnaðir með svolítilli stungu, þegar búið var að veiða þá, og var sterku rommi helt gegnum smuguna inn í kópinn; vínandinn samlagaðist innýflunum og blóðinu og fóru út í spikið; var þess og vandlega gætt , að rommið færi ekki út úr skrokknum aftur og vandlega saumað fyrir opið.
Þegar kóparnir voru teknir upp úr ílátinu voru þeir skornir sundur í smábeitu, og angaði af þeim lyktin er þeir voru opnaðir, enda var ekki tútt um að sumir drykkjumenn langaði til að bragða á romminu, sem inn í þeim var, ef þeir voru alveg vitundarlausir af brennivíni. Þetta voru nefndir rommkópar og voru þeir einhver hin allra mesta tálbeita fyrir hákarl.
Á þessum hákarladöllum - eins og hákarlaskipin voru nefnd var útbúnaður allur með líku móti. Menn beittu hrossakjöti og selspiki. Skinnið var látið tolla við selbeiturnar og stungið hníf í gegnum hverja beitu; var önnur beitan höfð af sel og önnur af hrossakjöti á víxl.
Mörgum beitum var beitt í einu, var þeim þrýst upp eftir leggnum á sókninni(hákarlaönglinum), síðast var bugurinn fylltur með ýmsu gumsi úr hákarlinum, svo sem munnamögum, gallhúsum, hjörtum o. s.frv., og tóbaksmenn gerðu sér það oft að reglu að hrækja á beituna um leið og sókninni var kastað fyrir borð.
Við vaðsteininn var járnkeðja, tveggja faðma löng, sem fest var við sóknina, en millivaðarhaldsins var kaðalspotti á að gizka faðmur á lengd, sem kallaður var bálkur.
Heimild: Theódór Friðriksson.
Fyrstu hákarlarnir í land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 08:46
Sautján bæjarstjórar Sjálfstæðisflokksins
En í umboði hvers senda þeir frá sér slíka yfirlýsingu ?
Ekki í umboði íbúa sveitarfélaganna svo mikið er víst.
Yfirlýsing þessi hefur þá væntanlega verið samin á skrifstofu Valhallar í umboði LÍÚ.
Bæjarstjórar vilja samningaleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.2.2011 | 07:38
Ómagar sérhagsmuna munda stríðsöxina
Samtök atvinnulífsins hafa nú ákveðið að taka frið á vinnumarkaði í gíslingu og lausnargjaldið er að útgerðarmenn innan LÍÚ haldi yfirráðum yfir fiskveiðikvóta þjóðarinnar.
Á sama tíma berast fréttir innan úr bönkunum af því að sjávarútvegsfyrirtækin sem stórauðguðust á óréttlátu gjafakvótakerfi séu að fá afskrifaða milljarða á milljarða ofan.
Í nærri þrjátíu ár hefur byggðum landsins verið að blæða út vegna óréttlætisins sem hefur hlotist af kvótabraskinu og yfirvofandi breytingar hafa nú leitt til þess að útgerðarmenn eru farnir í stríð við þjóð sína.
Þegar mest ríður á við endurreisn efnahagsins birtast þeir okkur fyrst sem þurfamenn inni í bönkunum og láta síðan glitta í vígtennur þegar kemur að því að stokka upp kerfi sem aldrei hefði átt að líðast.
,,Alvarleg staða er nú í atvinnumálum landsmanna en um 14 þúsund eru á atvinnuleysisskrá og útlit fyrir að þeim fari fjölgandi ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða, segir á vefsíðu SA og það eru orð að sönnu.
Hvernig væri að útgerðarmenn kæmu til að mynda með aflann til hafnar svo hægt sé að vinna hann í sjávarbyggðum landsins og hætti að sigla með hann til útlanda?
Eða er það kannski of róttæk aðgerð fyrir Samtök atvinnulífsins?
Nei, við skulum frekar leggja niður Umhverfisráðuneytið eins og samtökin lögðu til í gær en þau gáfu sér tóm frá gíslatökunni til þess.
Þar með er rutt úr vegi enn einni hindruninni á vegi til þess að Ísland geti orðið nýlenda erlendra stórfyrirtækja sem vilja kaupa orku og auðlindir á brunaútsölu.
Í raun eru Samtök atvinnulífsins hlægileg í ljósi alls sem hefur gengið á. Tillögur þeirra í atvinnumálum snúa aðallega að ríkisstyrktum stórframkvæmdum en ómaga sérhagsmunakerfisins á að láta óáreitta á sinni beit.
Annars verður stríð.
Grein fengin að láni á smugan.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar