Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
30.8.2011 | 09:53
Fiskifræðilegur harmleikur
Einu sinni var ekki veidd rækja í úthafinu, einungis innfjarða, í Ísafjarðardjúpi Arnarfirði og Öxarfirði.
Það var fyrir elju eins manns að úthafsrækjuveiðin var "búin til". Snorri heitinn Snorrason skipstjóri á Dalvík var upphafsmaðurinn og þó illa gengi í fyrstu gafst hann ekki upp. Það tók tæp 30 ár að gera þessar veiðar arðbærar.
Ég sagði "búa til", því svo virðist að aukin sókn í fisk- eða rækjustofna hafi þau áhrif að stofnarnir skili meiri uppskeru.
Meðan sókn var óheft á Íslandsmiðum veiddust 4-500 þús. tonn af þorski áratugum saman. Þegar farið var að hefta veiðar til að koma í veg fyrir ofveiði minnkaði aflinn jafnt og þétt og er nú í sögulegu lágmarki. Þetta er uppskera friðunarinnar.
Talandi um rækju er fróðlegt að líta til rækjuveiðanna á Flæmska Hattinum. Þær hófust 1993 og fóru hrað vaxandi. Árið 1995 veiddust 25 þús. tonn og lagt var til að stöðva veiðar til að vernda stofninn.
Árið eftir sóttu Íslendingar stíft til að afla sér kvótareynslu. Alltaf var lagt til veiðibann en það var hundsað og aflinn var yfirleitt 40-50 þús tonn.
Þegar rækjuverð lækkaði og olíuverð hækkaði dró úr sókn og þar með afla. Nú er svo komið að afli er lélegur og sóknin nær engin.
Fróðlegt er að lesa skýringar Hafró á minnkandi stofni úthafsrækju við Ísland:
"Ýmsar ástæður geta verið fyrir versnandi ástandi rækjustofnsins, m.a. aukin þorskgengd inn á svæðið sem veldur auknu afráni á rækju, einkum ungrækju. Einnig er hugsanlegt að auknar rækjuveiðar á síðustu tveimur fiskveiðiárum hafi haft þau áhrif að rækjan verði aðgengilegri fyrir þorskinn sem leiði til aukins afráns á rækju. Aðrir þættir, s.s. hlýnun sjávar sem flýtir tíma klaks sem hittir þá síður á hámark þörungablómans hefur líka mikil áhrif á nýliðun."
Ekki fæ ég skilið hvernig rækjuveiðar verði til þess að rækjan verði "aðgengilegri fyrir þorskinn", en etv. skilja þeir það snillingarnir á Hafró. Og, auknar rækjuveiðar ??
Rækjan var tekin úr kvóta í fyrra en hafa rækjuveiðar aukist? Mér er það til efs.
Þá er athyglisvert að þeir gera því skóna að át þorsks og gráðlúðu sé orsakavaldur minnkunar rækjustofnsins. Samt er ekki orð um hvað þessar tegundir voru að éta á rækjuslóðinni, kíktu þeir ekki í magann á þessum fiskum?
Ekki er að sjá að þeir hafi gert það, þeim finnst sennilega betra að spinna upp skýringarnar. Eftir stendur að sóknarsamdráttur í rækjuveiðum hefur leitt til minnkandi stofns. - Ætla menn aldrei að læra?
Grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing.
Rækjustofninn er enn í lægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2011 | 08:18
Skaði Vestfirðinga er óbætanlegur
Þótt Landsbankinn þykist geta reiknað út að tap verði á starfsemi bankans ef froðu úr illræmdasta kvótakerfi veraldar verði skolað burtu úr bankanum með breytingum á kvótakerfinu þá er tap Vestfirðinga svo gríðarlegt af völdum kvótakerfisins að það verður ekki reiknað til fjár.
Nú er von að spurt sé: Hver á Landsbankann og hver er æðsti yfirmaður þeirrar stofnunar ?
Tap bankans um 25 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2011 | 10:13
Svarti dauði á Íslandi
Svarti dauði var mjög skæð farsótt, sem talin er hafa borist til Íslands vorið 1402.
Hálfri öld fyrr, á árunum 1348-1350, hafði pestin gengið um alla Evrópu en barst þó ekki til Íslands, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til landsins þau tvö ár sem hún geisaði á Norðurlöndum og í Englandi.
Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið.
Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis þessi ár og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki messuvín.
Svarti dauði var viðloðandi í Evrópu næstu aldir þótt hann yrði ekki aftur að viðlíka farsótt.
Líklega barst hann til Íslands með farmanninum Hval-Einari Herjólfssyni, sem tók land í Maríuhöfn á Hálsnesi í Hvalfirði. Hann sigldi líklega frá Englandi, en þar er vitað af veikinni árið 1401.
Þangað kom Óli Svarthöfðason prestur í Odda til fundar við Einar. Hann veiktist fljótt og dó í Hvalfirði eftir skamman tíma. Lík hans var flutt til Skálholts til greftrunar. Síðan breiddist veikin hratt út um landið.
Í Árbókum Espólíns segir: Þar kom út í klæði að því er sumir sögðu svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bænahaldi og ljósbruna, þurraföstu fyrir Kyndilmessu og vatnsföstu fyrir jólin; ennfremur Saltarasöngum, Maríusöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa skrín Guðmundar hins góða.
Er síðan mælt að flestir næðu að skriftast áður en dóu.
Svarti dauði gekk um landið á árunum 1402-1403 og var mjög skæður.
Á sumum bæjum dó hver einasti maður og sagt er jafnvel að heilar sveitir hafi eyðst; til dæmis er sagt að í Aðalvík og Grunnavík hafi aðeins lifað eftir tvö ungmenni.
Prestum var sérlega hætt við að smitast, þar sem þeir vitjuðu oft dauðvona fólks og veittu því skriftir, og er sagt að aðeins hafi lifað eftir þrír prestar á öllu Norðurlandi og auk þess einn munkur og þrír djáknar á Þingeyrum; aðrir vígðir menn dóu í plágunni.
Ekki er vitað hve margir dóu í Svarta dauða á Íslandi; sumir segja allt að tveir þriðju allra landsmanna hafi fallið í valinn en fræðimenn hafa notað fjölda eyðibýla nokkrum áratugum eftir pláguna til að geta þess til að um helmingsfækkun hafi orðið.
Heilar fjölskyldur og jafnvel ættir dóu og mikil tilfærsla varð á eignum, sumir erfðu stóreignir eftir fjarskylda ættingja og gat stundum verið erfitt að finna réttu erfingjana, þegar óvíst var í hvaða röð fólk hafði dáið.
Kirkjan eignaðist líka fjölda jarða því að fólk hét á kirkjur og dýrlinga og gaf stórfé sér til sáluhjálpar.
Verðmæti jarðeigna hrapaði þó á sama tíma því fjölmargar jarðir lögðust í eyði og leiguverð lækkaði.
Mikill skortur var á vinnuafli eftir pláguna og liðu margir áratugir þar til fór að rætast úr því ástandi. Þetta kom ekki síst niður á sjósókn og varð til þess að minna aflaðist af fiski, sem var helsta útflutningsvara Íslendinga.
Heimild: Wikipedia.
Rottur breiddu ekki út svarta dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2011 | 17:32
Að veðsetja eigur annara
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2011 | 10:10
Gríðarlegt brottkast í ESB
Sjómenn í fiskveiðiflota Evrópusambandsins köstuðu fyrir borð 2,1 milljón tonna af þorski á árunum frá 1963-2008, samkvæmt rannsókn stofnunarinnar New Economic Foundation.
Guardian segir frá þessu í dag. Verðmæti þessa afla sé framreiknað um 2,7 milljarðar punda, jafnvirði um 510 milljarða króna. Blaðið segir brottkastið hafa verið á Norðursjó, Skagerrak og Ermarsundi.
Búist er við því að rannsóknin veki enn umræðu um brottkast á miðum Evrópusambandsríkjanna, þar sem stórlega hefur verið gengið á þorskstofninn með ofveiði, svo liggur við útrýmingu.
Á sumum miðum hefur brottkastið numið tveimur þriðju af veiddum afla. Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evrópusambandsins, vill breyta reglum um kvóta, og grípa til ýmissa annarra ráðstafana, til að stemma stigu við brottkasti.
Hugmyndir hennar hafa þó fallið í grýtta jörð hjá þeim sem eiga hagsmuna að gæta í fiskveiðum; bæði sjómönnum og útgerðarmönnum.
RUV segir frá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar