Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
27.10.2012 | 17:03
Norðmenn hafa alltaf verið fremri Íslendingum..
í fiskveiðum og munu alltaf verða.
Norðmenn að taka fram úr Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2012 | 12:15
Raufarhöfn
Nei þetta er ekkert kvótakerfinu að kenna segja sérfræðingarnir fyrir sunnan.
Heimild: Framsýn stéttarfélag.
8.10.2012 | 02:12
Frá hafi til hafnar
Vikur sjávar að fornu frá Selárdal við Arnarfjörð að Stykkishólmi.
Frá Selárdal úr Hraukshaus í Steinbítahamar, þaðan í Hólshaus og Háanes í Tálknafirði, og í Sleiphellu, þaðan í Hvammeyrartanga og í Fálkahorn, svo í Molduxa í Tálkna utanverðan, þaðan í Íshamar (eða Ystahamar), þaðan í Stapa fyrir utan Hlaðseyri, svo þaðan fyrir botn Patreksfjarðar og í Fjarðarhorn fyrir utan Skápadal, svo í Hákarl við Hamraendi við Sauðlauksdal. Þaðan í Háanes (= Sellátranes) og í Þyrsklingahrygg í Blakknesi, svo í Kofuhelli við Hnífa í Kollsvík, þaðan í Bjarnargjá í Bjarnanúp að Barði í Látrabjargi í Lambarhlíðanes í Breiðavíkurbjargi (Látrabjarg), þaðan í Sleiphellu á Brekkuhlíð innanverðri, svo í Bæjarás á Rauðasandi, úr Bæjarás í Stálhlein á Sigluneshlíðum.
(Hálf vika frá Bæjarás að Skor) frá Stálhlein í Ytranes. (Hálf vika frá Ytranesi að Siglunesi), frá Ytranesi í Haukabergsvaðal, frá Haukabergsvaðli í Hagavaðal, frá Hagavaðli að Rauðsdalsklauf, þaðan að Suðurskerjum við Sauðeyjar, þaðan í Þorfinnssker og þaðan í Flatey. Frá Flatey eru taldar tvær vikur sjávar í Bjarneyjar, og þaðan fjórar vikur sjávar í Stykkishólm.
Ennfremur áfram með Barðaströnd, frá Rauðsdalsklauf að Moshlíðará, þaðan í Hamarsstöð á Hjarðarnesi og þaðan að Litlanesi.
(Heimild frá Ólafi Thoroddsen skipstjóra).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2012 | 20:26
Steinbítahamar
Á Selárdalshlíðum hinum nyrðri gengur klettur einn í sjó fram, sem heitir Steinbítahamar og er þar allmikið dýpi.
Sagt er að nafnið dragi hann af því, að steinbítar hafi verið þar á land dregnir.
Eitt sinn lá þar maður nokkur við að vorinu í kofa, sem hann hafði byggt á lítilli flöt fyrir ofan hamarinn.
Var hann einn og dró mikið bæði af steinbít og öðrum fiski.
Hvítasunnudag einn hvarf maðurinn og kom ekki í ljós framar.
Var talið að hann hafi rennt færi um morguninn og komið í flyðru og hafi hún kippt honum fram af.
Heimild: Helgi Guðmundsson, Vestfirskar sagnir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.10.2012 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2012 | 02:16
Havet koker
100 þúsund sjómenn á litlum bátum lögðu grunninn, að breyta Noregi eftir hernám Þjóðverja, úr fátækasta landi Evrópu, í auðugasta land í Evrópu.
2.10.2012 | 16:27
Veganefnur - snarbratti - skriður og grjóthrun
Það er mikill ókostur við Barðastrandarsýslu, hve hún er útúrskotin og erfið með samgöngur innan sýslu.
Fyrir þetta verður minni samkeppni í verslun erfiðara með allan félagsskap og margt fleira.
Vegir eru þar víðast hinir verstu nema á Barðaströnd.
Þar eru þeir góðir af náttúrunni. Það má þó heita furða, hvar víða eru veganefnur, þegar þess er gætt, hve strjálbyggt þar er, og vegirnir eða vegabæturnar geta á mörgum stöðum eigi staðið lengur en árið, þegar bezt lætur, því að vegirnir eru víða framan í snarbratta og skriður og grjóthrun eyðileggur þá.
Ath: Þessi lýsing á vegum og samgöngum í Barðastrandarsýslu var skrifuð af Hermanni Jónassyni í Búnaðarrit sem gefið var út 1888.
Þessi lýsing gæti alveg átt við í dag 124 árum síðar á vegasambandi á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.3.2017 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Greiðslur virka nú eðlilega
- Ekki frétt af neinum sjóflóðum í grennd við byggð
- Lentu í vandræðum á Fjarðarheiði
- Truflanir hafa áhrif á netbanka og rafræn skilríki
- Erlendir ríkisborgarar margir á Suðurlandi
- Víða rafmagnslaust á Austfjörðum
- Íshrannir lokuðu vegi við Arnarbæli í Ölfusi
- Allt samband úti sem stendur
- Snjó kyngir niður á Akureyri
- Íbúð í Grafarvogi illa farinn eftir eldsvoða
Viðskipti
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
- Vill ekki endurvekja ÍL-sjóðsfrumvarpið
- David Léclapart engum öðrum líkur
- Hagræðing þýðir sókn
- Ferðaþjónustan haldi dampi
- Dauðafæri að komast nær markaðinum
- Dagný nýr framkvæmdastjóri Brúar
- Svipmynd: Mikil samkeppni um tíma kvenna