Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
29.3.2012 | 12:46
Það fæst í Kaupfélaginu
Furðulegt er að verða vitni af upphlaupi Jóns Bjarnasonar og aumlegri tilraun hans til að reyna að bera af sér sakir.
Í þrjú ár lág hann eins og mæðuveik rolla og jórtraði á breytingum á lögum um stjórn fiskveiða.
Á sama tíma töpuðu hundruðir fjölskyldna um land allt aleigu sinni vegna aðgerðarleysis ráðherrans.
Loks bankaði Jón Bjarnason upp á hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og bað um hjálp með eftirminnilegum afleiðingum.
Sjaldan heyrt aumari málflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2012 | 07:39
Þrælasala LÍÚ
Kvótamiðlun LÍÚ er samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans með samstilltum aðgerðum hafa haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta.
Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans nýta þeir í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.
Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er.
Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð.
Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti.
Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.
Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.
Með þessu skipulagi er íslenzka ríkið að styrkja þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs stýra fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi.
Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta.
Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni.
Verðinu ráða þeir einir.
Potturinn býr til hóp leiguliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2012 | 17:16
Fyrsti íslenzki togaraskipstjórinn
Indriði Gottsveinsson fæddist á Árvelli á Kjalarnesi þann 13. júlí 1869 og dó í Reykjavík 1944. Indriði byrjaði róðra með föður sínum úr Vogunum og síðar bæði á Seltjarnarnesi og Kjalarnesi .
Árið 1892 fór hann á kútter Kómet, þekkta skútu og eftir það á ýmsum skútum þar til hann fór í Stýrimannaskólann 1898 og lauk þaðan prófi um vorið 1899.
Hann varð skipstjóri á Birninum, kútter frá Akranesi, árið 1900 og þar næst á kútter Haraldi, einnig frá Akranesi, sem frægur er í kvæðum. Næst á eftir Haraldi tók hann við Haffara fyrir Sigurð í Görðum.
Með fyrsta toogara Íslands, Coot var hann í fjögur ár en síðan með Íslending í eitt ár 1909, en þá með einn af togurum Alice Black sem Thore hét, síðan um tíma með togarann Lennox frá Aberdeen og loks tók hann Garðar landnema og var með hann þar til hann hætti skipstjórn og sjómennsku 1913.
Indriði kvæntist aldrei og eignaðist aldrei börn. Vafalaust hefur Indriði notið kvenna eins og aðrir karlmenn, en hann var aldrei kenndur við neina einstaka konu svo vitað sé.
Líklegast er þó að Indriði hafi ekki hirt um að binda trúss sitt með kvenmanni, sem síðan væri að væflast í kringum hann í tíma og ótíma.
Indriði var sagður hlýr að eðlisfari en gat verið kaldrannalegur og óvæginn er út á sjó var komið en einstakt ljúfmenni við land.
9.3.2012 | 11:19
Umskiptingurinn Einar K. Guðfinnsson
Þann 3. apríl 1995 áttu Vestfirðingar þingmann sem sagði þetta. Árið er 2012 og enn er þessi sami þingmaður að láta ljós sitt skína á sjávarútveginn.
Hrikalegar afleiðingar kvótakerfisins á byggð á Vestfjörðum voru þingmanninum oft hugleiknar enda sjálfur þurft að reyna ýmislegt á eigin skinni og marga fjöruna sopið.
Skýrslum um ýmsar þjóðfélagsmeinsemdir og hörmungar vegna kvótakerfisins virðist hafa verið stungið undir stól að fyrirskipan ríkjandi afla enda einskins látið ófreistað til að koma ránshöndum yfir fiskimið Vestfirðinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2012 | 21:32
Brostnar vonir - frá 2001
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2012 | 09:55
Ríkisstyrktur óarðbær sjávarútvegur
LÍÚ aulgýsir nú sem aldrei fyrr í öllum helstu fjölmiðlum landsins og gera glöggir menn ráð fyrir að kostnaðurinn við herferðina hlaupi á 2-3 milljónum hvern einasta dag. Það lágkúrulega við þessar auglýsingar er sú staðreynd að þær beinlínis ljúga að almenningi.
Ragnar Árnason: Sjávarútvegurinn og samkeppnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2012 | 10:11
Frjálsar handfæraveiðar og kvótakerfið burt
Ríkisstjórnarflokkarnir Samfylkingin og Vinstri græn lofuðu þjóðinni í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga frjálsum handfæraveiðum og alsherjar uppstokkun á kvótakerfinu. Þessi loforð hafa verið svikin og ekki bólar á neinum efndum. Látum ekki bjóða okkur lengur þetta ofbeldi og áframhaldandi mannréttindabrot.
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar