Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
23.5.2012 | 19:53
Heilaþveginn fjárfestir
Það er greinilegt á öllum vegsummerkjum að Ragnar Árnason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa komist inn í heilabúið á fjárfestinum Tim Worlstall.
Gaman væri að hnýsast í eignasafnið hjá þessum þrælasala.
Verið að skemma besta kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2012 | 14:05
Mai-garðurinn 1897
Þetta stanslausa áreiti frá LÍÚ sem dynur á landsmönnum er orðið svo þreytandi að ég ætla að reyna að leggja mitt af mörkum til að lina þjáningar fólks með smá fróðleik úr fortíðinni.
Gjörið svo vel.
Hinn 1. mai 1897 brast á ofsabylur með hörkufrosti, norðanstórviðri og fannkomu. Einkum var veðrið óskaplegt úti fyrir Vestfjörðum, en á þeim slóðum var nær allur vestfizki og norðlenzki flotinn.
Telja margir gamlir menn vestra, að 1. maí-garðurinn sé hið versta áhlaup, sem þeir hafa nokkru sinni lent í. Það voru heldur engin smáræðis skörð, sem höggvin voru í skipastólinn í veðri þessu. Fimm þilskip fórust með allri áhöfn, og verður þeirra nú getið.
Draupnir 20 tonna hákarlaskip frá Akureyri, eign Gránufélagið. Með Draupni fórust átta menn, þar á meðal skipstjórinn, ungur maður og bráðefnilegur, Jón Jónsson frá Pétursborg í Kræklingahlíð, ásamt þremur yngri bræðrum sínum. Móðir bræðranna fjögra var fátæk ekkja sem fáum árum fyrr hafði misst mann sinn í sjóinn, tvo bræður og tvo móðurbræður. Aleiga hennar voru synirnir fjórir, sem á Draupni silgdu.
Stormur 22 tonna hákarlaskip frá Eyjafirði, eign nokkura einstaklinga. Með stormi fórust tólf menn.
Gestur 20 tonna hákarlaskip frá Eyjafirði, eign Jóns Antonssonar bónda í Arnarnesi. Með Gesti fórust tíu menn.
Vigga frá Patreksfirði, eign Markúsar Snæbjörnssonar kaupmanns. Vigga var fremur lítil skúta, einsilgd, nokkuð gömul og ekki sterkbyggð. Vigga var gerð út handfæraveiðar þegar hún fórst og með henni tólf menn.
Þráinn lítil skúta frá Ísafirði, eign manna frá Skutulfirði. Þráinn var gerður út á handfæraveiðar þegar hann fórst að talið er undan Látrabjargi og með honum ellefu menn. Skipstjóri á Þránni var Bjarni Bjarnason frá Laugabóli í Arnarfirði.
(Bjarni skipstjóri var langa lang afi minn).
LÍÚ segist vilja samvinnu um lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2012 | 12:31
Hið markaðsdrifna kvótakerfi Íslendinga
15.5.2012 | 13:58
Launhelgi lyganna
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli gráðugra grútapramma-útgerða og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.
Loðnuveiðar ætti einungis að leyfa á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.
Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
Upphafskvóti ætti ekki að koma til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.
LÍÚ væddar loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Svandís Svavarsd.: Veiðar og nýting villtra dýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2012 | 10:35
Dætur Íslands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 12:31
Svanasöngur forsetans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 00:54
Hvað höfum við gert ykkur ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2012 | 12:16
Falleg ljósmynd
Þrátt fyrir að mönnum greini á um Morgunblaðið og kvótakerfið þá held ég að flestir geti verið sammála um þessa frábæru mynd Ragnars Axelssonar.
Viðvörun frá Veðurstofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2012 | 08:33
Efnahagslegt sjálfsmorð prófessors við Háskóla Íslands
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi. "
Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið." Ragnar segir að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.
"Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu. Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum."
Svo mörg voru þau merkilegu orð þessa einkinnilega og stórhættulega prófessors í viðtali við Fréttablaðið örfáum mánuðum fyrir eitt svakalegasta efnahagshrun heillar þjóðar sem sögur fara af í mannkynssögunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar